Vantar fleiri fundi Pawel Bartoszek skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Þú kemur heim eftir langan vinnudag, hendir töskunni á gólfið, ferð úr skónum og hellir köldu vatni í uppáhaldsbollann. Makinn spyr: „Hvernig var í vinnunni?“ Þú svarar: „Fínt, en það voru bara ekki nógu margir fundir.“Atvinnu-pólitík Líf stjórnmálamanns snýst um það að sitja á fundum. Til að tilveran verði ekki of niðurdrepandi þurfa menn líklegast að sannfæra sig um að öll þessi fundahöld skili einhverju. Þegar því sannfæringarferli er lokið er kannski eðlilegt að menn vilji dreifa þessu fundaverklagi sem víðast. Því leggja menn til að „fyrirtæki verði rekin af starfsmönnum“. Væntanlega þannig að starfsmenn hittist á fundum og ræði ákvarðanir, beri upp tillögur, kjósi um þær og bóki andmæli. Svo er ekki að skilja að ég vilji banna mönnum að stjórna fyrirtæki eins og menn stjórna ríki og sveitarfélögum. Mönnum er það auðvitað frjálst nú þegar. En ég myndi ekki vilja vinna í slíku fyrirtæki og myndi seint mæla með því við fólk sem mér þykir vænt um. Ef einhverjum er þetta svona mikið hjartans mál þá ætti hann að ræsa slíkan rekstur með eigin peningum en ekki að nota annarra manna fyrirtæki sem ílát undir eigin hugdettur.Hliðarstörf í aðalstarfi „Æi, eru þetta nú ekki bara ósköp sakleysislegar tillögur?“ gæti einhver spurt. Þær eru það ekki. Þær eru heldur ekki góðar. Því meiri tíma sem menn taka í að gera eitthvað sem þeir eru ekki ráðnir í þeim mun minni tíma hafa þeir til að gera það sem þeir eiga að vera gera. Sjálfur þekki ég nóg af fólki sem er í það fundafrekum störfum að það þarf að mæta í vinnuna um helgar til að koma einhverju í verk. Fundir eru ekki eina vandamálið. Margar svona sakleysislegar tillögur eins og „nú skiptumst við á að taka til í eldhúsinu“ eða „hver deild verður að undirbúa atriði fyrir árshátíðina“ gera í raun ekkert annað en að taka tíma frá alvöruvinnunni og einkalífi fólks. Sumt af þessu getur kannski myndað einhverja stemningu, en í alvöru talað, ef stjórnendur á vinnustað álíta að tíma sérhæfðs starfsfólks sé vel varið við það að þrífa diska eða hlusta á annað fólk tala þá eru sóknarfæri til úrbóta á þeim vinnustað.Myndirðu fljúga á þennan fund? Aðeins í framhjáhlaupi: Einn kostur við að vera í starfi þar sem maður starfar nokkuð með fólki í útlöndum er að það sjálfkrafa fækkar fundum. Hér á Íslandi eru hins vegar allir alltaf svo nálægt að það er ekkert mál að halda fund og því halda menn fund þegar tölvupóstur eða símtal hefðu dugað. Ég er eiginlega að hugsa um að temja mér eftirfarandi reglu þegar kemur að fundahöldum. Spyrjum okkur: „Ef sú manneskja sem þú ert að hitta væri í öðru landi, myndirðu fljúga til að hitta hana?“ Ef svarið er neitandi þá á ekki að halda fund.Gamaldags stéttabarátta Svandís Svavarsdóttir og þingmenn VG endurflytja nú nánast 50 ára gamlar tillögur Ragnars Arnalds um að kosin verði níu manna nefnd (auðvitað) sem hafi það hlutverk að gera tillögur um fyrirkomulag atvinnulýðræðis á vinnustöðum. Ég hef það á tilfinningunni að tillögum sem þessum sé ætlað að berjast fyrir réttindum manna í atvinnulífinu eins og það eitt sinn var. Það er svona „Setjum verksmiðjurnar í hendur verkafólksins!“ andi yfir þessu. Við eigum ekki að líta á stjórnendur sem „yfirmenn“ í hernaðarlegum skilningi. Það ætti mun frekar að líta svo á að þetta sé fólk sem hafi það hlutverk að skipta verkum manna á milli. Líkt og leikstjórnendur í handbolta hafa þeir bara þetta hlutverk en eru ekkert merkilegri en aðrir starfsmenn fyrirtækisins. Og það er fjarri því augljóst að betra væri ef þessu hlutverki væri sinnt af lýðræðislega kjörinni nefnd starfsmanna. Enn og aftur: Ef Svandís Svavarsdóttir vill stofna lýðræðislegt símafyrirtæki eða lýðræðislega matvörukeðju þá má hún gera það mín vegna, fyrir sinn pening. En bara, plís, ekki pranga fleiri fundum upp á fólk sem hefur bara annað og betra við tíma sinn að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Þú kemur heim eftir langan vinnudag, hendir töskunni á gólfið, ferð úr skónum og hellir köldu vatni í uppáhaldsbollann. Makinn spyr: „Hvernig var í vinnunni?“ Þú svarar: „Fínt, en það voru bara ekki nógu margir fundir.“Atvinnu-pólitík Líf stjórnmálamanns snýst um það að sitja á fundum. Til að tilveran verði ekki of niðurdrepandi þurfa menn líklegast að sannfæra sig um að öll þessi fundahöld skili einhverju. Þegar því sannfæringarferli er lokið er kannski eðlilegt að menn vilji dreifa þessu fundaverklagi sem víðast. Því leggja menn til að „fyrirtæki verði rekin af starfsmönnum“. Væntanlega þannig að starfsmenn hittist á fundum og ræði ákvarðanir, beri upp tillögur, kjósi um þær og bóki andmæli. Svo er ekki að skilja að ég vilji banna mönnum að stjórna fyrirtæki eins og menn stjórna ríki og sveitarfélögum. Mönnum er það auðvitað frjálst nú þegar. En ég myndi ekki vilja vinna í slíku fyrirtæki og myndi seint mæla með því við fólk sem mér þykir vænt um. Ef einhverjum er þetta svona mikið hjartans mál þá ætti hann að ræsa slíkan rekstur með eigin peningum en ekki að nota annarra manna fyrirtæki sem ílát undir eigin hugdettur.Hliðarstörf í aðalstarfi „Æi, eru þetta nú ekki bara ósköp sakleysislegar tillögur?“ gæti einhver spurt. Þær eru það ekki. Þær eru heldur ekki góðar. Því meiri tíma sem menn taka í að gera eitthvað sem þeir eru ekki ráðnir í þeim mun minni tíma hafa þeir til að gera það sem þeir eiga að vera gera. Sjálfur þekki ég nóg af fólki sem er í það fundafrekum störfum að það þarf að mæta í vinnuna um helgar til að koma einhverju í verk. Fundir eru ekki eina vandamálið. Margar svona sakleysislegar tillögur eins og „nú skiptumst við á að taka til í eldhúsinu“ eða „hver deild verður að undirbúa atriði fyrir árshátíðina“ gera í raun ekkert annað en að taka tíma frá alvöruvinnunni og einkalífi fólks. Sumt af þessu getur kannski myndað einhverja stemningu, en í alvöru talað, ef stjórnendur á vinnustað álíta að tíma sérhæfðs starfsfólks sé vel varið við það að þrífa diska eða hlusta á annað fólk tala þá eru sóknarfæri til úrbóta á þeim vinnustað.Myndirðu fljúga á þennan fund? Aðeins í framhjáhlaupi: Einn kostur við að vera í starfi þar sem maður starfar nokkuð með fólki í útlöndum er að það sjálfkrafa fækkar fundum. Hér á Íslandi eru hins vegar allir alltaf svo nálægt að það er ekkert mál að halda fund og því halda menn fund þegar tölvupóstur eða símtal hefðu dugað. Ég er eiginlega að hugsa um að temja mér eftirfarandi reglu þegar kemur að fundahöldum. Spyrjum okkur: „Ef sú manneskja sem þú ert að hitta væri í öðru landi, myndirðu fljúga til að hitta hana?“ Ef svarið er neitandi þá á ekki að halda fund.Gamaldags stéttabarátta Svandís Svavarsdóttir og þingmenn VG endurflytja nú nánast 50 ára gamlar tillögur Ragnars Arnalds um að kosin verði níu manna nefnd (auðvitað) sem hafi það hlutverk að gera tillögur um fyrirkomulag atvinnulýðræðis á vinnustöðum. Ég hef það á tilfinningunni að tillögum sem þessum sé ætlað að berjast fyrir réttindum manna í atvinnulífinu eins og það eitt sinn var. Það er svona „Setjum verksmiðjurnar í hendur verkafólksins!“ andi yfir þessu. Við eigum ekki að líta á stjórnendur sem „yfirmenn“ í hernaðarlegum skilningi. Það ætti mun frekar að líta svo á að þetta sé fólk sem hafi það hlutverk að skipta verkum manna á milli. Líkt og leikstjórnendur í handbolta hafa þeir bara þetta hlutverk en eru ekkert merkilegri en aðrir starfsmenn fyrirtækisins. Og það er fjarri því augljóst að betra væri ef þessu hlutverki væri sinnt af lýðræðislega kjörinni nefnd starfsmanna. Enn og aftur: Ef Svandís Svavarsdóttir vill stofna lýðræðislegt símafyrirtæki eða lýðræðislega matvörukeðju þá má hún gera það mín vegna, fyrir sinn pening. En bara, plís, ekki pranga fleiri fundum upp á fólk sem hefur bara annað og betra við tíma sinn að gera.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun