Ógn við réttaröryggi íslenskra kvenna Heiða Björg Hilmisdóttir og Margrét Lind Ólafsdóttir skrifar 23. október 2013 06:00 Niðurstöður nýrrar könnunar Háskóla Íslands og Ríkislögreglustjóra meðal starfandi lögreglumanna opinbera ógnvekjandi veruleika um þau kynjaviðhorf og vinnumenningu sem ríkir innan lögreglunnar á Íslandi. Það er grafalvarlegt mál að innan lögreglunnar, útvarðar réttarvörslukerfisins, viðgangist víðtækt kynbundið ofbeldi og kvenfjandsamleg viðhorf eins og könnunin sýnir. Meðal niðurstaðna er að þrjár af hverjum tíu lögreglukonum hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, oftar en tvisvar sinnum, á undangengnum sex mánuðum, m.a. af hálfu yfirmanns. Einelti karlkyns yfirmanna eða samstarfsmanna er algengt og ekki er brugðist við ítrekuðu einelti af hálfu yfirmanna. Meirihluti kvenkyns lögreglumanna upplifir að karlar og konur hafi ekki jafna möguleika innan lögreglunnar og tvær af hverjum þremur finnst komið öðruvísi fram við þær en karla. Konur sem sækjast eftir aukinni ábyrgð eða stöðuhækkunum hjá lögreglunni, upplifa að gengið sé fram hjá þeim þegar skipað er í stöður, þrátt fyrir að konur séu almennt með meiri menntun en karlar. Kynjahlutföll meðal yfirmanna lögreglunnar staðfesta það og vaxandi óánægja og brottfall kvenna úr lögreglunni á undanförnum árum skýrist m.a. af þessu. Skýrsluhöfundur segir að menningin innan lögreglunnar sé óvinveitt konum. Valdahlutföllum sé viðhaldið með kynferðislegri áreitni og ekki komið fram við þær af faglegri virðingu. Ástandið innan lögreglunnar er alvarleg ógn við réttaröryggi kvenna á Íslandi og því miður er óhjákvæmilegt að setja það í samhengi við ótrúlegt getuleysi réttargæslukerfisins í viðbrögðum við kynferðisofbeldismálum. Fáar kærur og dómar vegna nauðgana, vændiskaupa og annars kynferðisofbeldis tala þar sínu máli. Við krefjumst þess að þegar verði gripið til ráðstafana til að tryggja öryggi Íslenskra kvenna og skorum á innanríkisráðherra að bregðast tafarlaust við þessari alvarlegu stöðu og uppræti ofbeldið og þau kvenfjandsamlegu viðhorf sem þarna viðgangast þannig að bæði kynin geti treyst því að lögreglan sé raunverulegt skjól og vörn eins og henni ber. Þetta viljum við sjá strax og þá meinum við strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýrrar könnunar Háskóla Íslands og Ríkislögreglustjóra meðal starfandi lögreglumanna opinbera ógnvekjandi veruleika um þau kynjaviðhorf og vinnumenningu sem ríkir innan lögreglunnar á Íslandi. Það er grafalvarlegt mál að innan lögreglunnar, útvarðar réttarvörslukerfisins, viðgangist víðtækt kynbundið ofbeldi og kvenfjandsamleg viðhorf eins og könnunin sýnir. Meðal niðurstaðna er að þrjár af hverjum tíu lögreglukonum hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, oftar en tvisvar sinnum, á undangengnum sex mánuðum, m.a. af hálfu yfirmanns. Einelti karlkyns yfirmanna eða samstarfsmanna er algengt og ekki er brugðist við ítrekuðu einelti af hálfu yfirmanna. Meirihluti kvenkyns lögreglumanna upplifir að karlar og konur hafi ekki jafna möguleika innan lögreglunnar og tvær af hverjum þremur finnst komið öðruvísi fram við þær en karla. Konur sem sækjast eftir aukinni ábyrgð eða stöðuhækkunum hjá lögreglunni, upplifa að gengið sé fram hjá þeim þegar skipað er í stöður, þrátt fyrir að konur séu almennt með meiri menntun en karlar. Kynjahlutföll meðal yfirmanna lögreglunnar staðfesta það og vaxandi óánægja og brottfall kvenna úr lögreglunni á undanförnum árum skýrist m.a. af þessu. Skýrsluhöfundur segir að menningin innan lögreglunnar sé óvinveitt konum. Valdahlutföllum sé viðhaldið með kynferðislegri áreitni og ekki komið fram við þær af faglegri virðingu. Ástandið innan lögreglunnar er alvarleg ógn við réttaröryggi kvenna á Íslandi og því miður er óhjákvæmilegt að setja það í samhengi við ótrúlegt getuleysi réttargæslukerfisins í viðbrögðum við kynferðisofbeldismálum. Fáar kærur og dómar vegna nauðgana, vændiskaupa og annars kynferðisofbeldis tala þar sínu máli. Við krefjumst þess að þegar verði gripið til ráðstafana til að tryggja öryggi Íslenskra kvenna og skorum á innanríkisráðherra að bregðast tafarlaust við þessari alvarlegu stöðu og uppræti ofbeldið og þau kvenfjandsamlegu viðhorf sem þarna viðgangast þannig að bæði kynin geti treyst því að lögreglan sé raunverulegt skjól og vörn eins og henni ber. Þetta viljum við sjá strax og þá meinum við strax.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun