Frelsið er yndislegt Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 14. október 2013 07:00 Guð er ekki til. Því hef ég trúað í einlægni frá því ég var um tvítugt. Áður en ég komst á þá skoðun var ég að vísu ekki sannkristinn, þannig séð, en ég útilokaði ekki neitt. Í fyrstu var ég tregur til að skrá mig úr þjóðkirkjunni en lét að lokum verða af því fyrir um áratug síðan. Mér fannst ég vera að bregðast ömmu gömlu sem hafði gefið mér fallega biblíu þegar ég fermdist, svíkja sóknarprestinn frænda minn sem er með skemmtilegri mönnum, og gera lítið úr öllum þeim frábæru sumrum sem ég eyddi í sumarbúðum KFUM. Úrskráningin reyndist með öllu sársaukalaus og enn hef ég ekki snúist á sveif með skrattanum þó ég telji guðlast vera hina ágætustu dægradvöl. Það veitir mér svipaða ánægju og það að stríða stuðningsmönnum KR og aðdáendum U2, sem gætu reyndar flokkast undir sértrúarsöfnuði ef út í það er farið. Þetta ristir þó ekki sérlega djúpt og meira að segja þekki ég kristinn KR-ing sem er mér mjög kær (U2-aðdáendur eru hins vegar upp til hópa vont fólk). Nú beini ég orðum mínum ekki til kristinna. Þeir halda bara áfram að vera í stuði og hlusta á Creed á leiðinni á Hátíð vonar. Ég vil frekar tala til trúleysingjanna sem eru enn í þjóðkirkjunni. Misræmið milli fjölda skráðra og þeirra sem raunverulega trúa er óþolandi. Bæði gefur það kirkjunni mjög ósanngjarnt forskot gagnvart öðrum trúfélögum en einnig er það vanvirðing við þá sem þurfa að stóla á fjársvelt og laskað heilbrigðis- og menntakerfi (nú er ég farinn að hljóma eins og Virkur í athugasemdum). Það eru flestir sammála um að það að vera óhamingjusamur í hjónabandi fyrir börnin sín sé slæm hugmynd. Lítið skárri hugmynd þykir mér að vera skráður í trúfélag fyrir makann eða ömmu sína. Frelsið undanfarin ár hefur verið yndislegt og mér líður eins og ég hafi losnað við leiðinlega eiginkonu. Áhyggjur mínar af úrskráningunni reyndust algjörlega ástæðulausar og enginn hefur afneitað mér. Ekki amma, ekki sóknarpresturinn, og alls ekki KFUM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun
Guð er ekki til. Því hef ég trúað í einlægni frá því ég var um tvítugt. Áður en ég komst á þá skoðun var ég að vísu ekki sannkristinn, þannig séð, en ég útilokaði ekki neitt. Í fyrstu var ég tregur til að skrá mig úr þjóðkirkjunni en lét að lokum verða af því fyrir um áratug síðan. Mér fannst ég vera að bregðast ömmu gömlu sem hafði gefið mér fallega biblíu þegar ég fermdist, svíkja sóknarprestinn frænda minn sem er með skemmtilegri mönnum, og gera lítið úr öllum þeim frábæru sumrum sem ég eyddi í sumarbúðum KFUM. Úrskráningin reyndist með öllu sársaukalaus og enn hef ég ekki snúist á sveif með skrattanum þó ég telji guðlast vera hina ágætustu dægradvöl. Það veitir mér svipaða ánægju og það að stríða stuðningsmönnum KR og aðdáendum U2, sem gætu reyndar flokkast undir sértrúarsöfnuði ef út í það er farið. Þetta ristir þó ekki sérlega djúpt og meira að segja þekki ég kristinn KR-ing sem er mér mjög kær (U2-aðdáendur eru hins vegar upp til hópa vont fólk). Nú beini ég orðum mínum ekki til kristinna. Þeir halda bara áfram að vera í stuði og hlusta á Creed á leiðinni á Hátíð vonar. Ég vil frekar tala til trúleysingjanna sem eru enn í þjóðkirkjunni. Misræmið milli fjölda skráðra og þeirra sem raunverulega trúa er óþolandi. Bæði gefur það kirkjunni mjög ósanngjarnt forskot gagnvart öðrum trúfélögum en einnig er það vanvirðing við þá sem þurfa að stóla á fjársvelt og laskað heilbrigðis- og menntakerfi (nú er ég farinn að hljóma eins og Virkur í athugasemdum). Það eru flestir sammála um að það að vera óhamingjusamur í hjónabandi fyrir börnin sín sé slæm hugmynd. Lítið skárri hugmynd þykir mér að vera skráður í trúfélag fyrir makann eða ömmu sína. Frelsið undanfarin ár hefur verið yndislegt og mér líður eins og ég hafi losnað við leiðinlega eiginkonu. Áhyggjur mínar af úrskráningunni reyndust algjörlega ástæðulausar og enginn hefur afneitað mér. Ekki amma, ekki sóknarpresturinn, og alls ekki KFUM.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun