Þjálfari Hólmfríðar vill stilla upp litlum myndavélum á öllum leikjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 08:30 Hólmfríður og félagar fögnuðu sigrinum um helgina vel. Mynd/Aðsend „Þegar það er sjónvarpsleikur er lágmark að skora fjögur mörk,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir eldhress. Landsliðskonan skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt í 5-1 sigri Avaldsnes á Vålerenga í undanúrslitum norska bikarsins um helgina. Hólmfríður skoraði fjögur mörk í 5-0 sigri á Kolbotn fyrir tveimur vikum en leikurinn átti það sameiginlegt með leiknum um helgina að hann var sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu. „Þjálfarinn var að grínast með að setja upp litlar myndavélar í kringum vellina á öllum leikjum okkar svo ég haldi áfram að skora,“ segir Hólmfríður og hlær. Hún viðurkennir þó að eiga auðveldara með að gíra sig upp fyrir sjónvarpsleiki þar sem hún veit að margir eru að fylgjast með. Hólmfríður spilaði á vinstri kantinum í leiknum en segist svolítið hafa verið látin flakka kantanna á milli undanfarið. Hún kann betur við sig á vinstri kantinum enda hafi það verið hennar styrkleiki að koma af kantinum og skjóta á markið með hægri fæti. „Ég spila samt þar sem ég er beðin um að spila.“Hólmfríður og Þórunn Helga Jónsdóttir leika með Avaldsnes líkt og Guðbjörg Gunnarsdóttir og Mist Edvardsdóttir.Mynd/InstagramEftir erfiða byrjun á leiktíðinni hefur Avaldsnes bætt leik sinn til muna eftir hléið vegna Evrópumótsins í sumar. Munar þar miklu um fjölmarga erlenda leikmenn sem fengnir voru til félagsins í hléinu. Áströlsk landsliðskona komst til að mynda ekki í leikmannahópinn og er nú farin heim. „Það er gaman að hafa samkeppni og það heldur manni á tánum. Ég er keppnismanneskja og það verður að taka því ef maður lendir í mótlæti. Þá þarf að spýta í lófana. Þannig er það hjá Avaldsnes og ég kann vel við það.“ Íslendingaliðið mætir Stabæk í úrslitaleik á Ullevål í Ósló þann 23. nóvember. Um mikla bikarhelgi er að ræða þar sem kvennaleikurinn fer fram á laugardegi og karlaleikurinn á sunnudegi. Stabæk hefur unnið bikarinn undanfarin tvö ár og hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Leikurinn verður afar erfiður að sögn Hólmfríðar. „Það er samt skemmtilegast að spila stóru leikina og hann verður í beinni. Þá er pressa á mér að skora fjögur mörk,“ segir kantmaðurinn og hlær. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
„Þegar það er sjónvarpsleikur er lágmark að skora fjögur mörk,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir eldhress. Landsliðskonan skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt í 5-1 sigri Avaldsnes á Vålerenga í undanúrslitum norska bikarsins um helgina. Hólmfríður skoraði fjögur mörk í 5-0 sigri á Kolbotn fyrir tveimur vikum en leikurinn átti það sameiginlegt með leiknum um helgina að hann var sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu. „Þjálfarinn var að grínast með að setja upp litlar myndavélar í kringum vellina á öllum leikjum okkar svo ég haldi áfram að skora,“ segir Hólmfríður og hlær. Hún viðurkennir þó að eiga auðveldara með að gíra sig upp fyrir sjónvarpsleiki þar sem hún veit að margir eru að fylgjast með. Hólmfríður spilaði á vinstri kantinum í leiknum en segist svolítið hafa verið látin flakka kantanna á milli undanfarið. Hún kann betur við sig á vinstri kantinum enda hafi það verið hennar styrkleiki að koma af kantinum og skjóta á markið með hægri fæti. „Ég spila samt þar sem ég er beðin um að spila.“Hólmfríður og Þórunn Helga Jónsdóttir leika með Avaldsnes líkt og Guðbjörg Gunnarsdóttir og Mist Edvardsdóttir.Mynd/InstagramEftir erfiða byrjun á leiktíðinni hefur Avaldsnes bætt leik sinn til muna eftir hléið vegna Evrópumótsins í sumar. Munar þar miklu um fjölmarga erlenda leikmenn sem fengnir voru til félagsins í hléinu. Áströlsk landsliðskona komst til að mynda ekki í leikmannahópinn og er nú farin heim. „Það er gaman að hafa samkeppni og það heldur manni á tánum. Ég er keppnismanneskja og það verður að taka því ef maður lendir í mótlæti. Þá þarf að spýta í lófana. Þannig er það hjá Avaldsnes og ég kann vel við það.“ Íslendingaliðið mætir Stabæk í úrslitaleik á Ullevål í Ósló þann 23. nóvember. Um mikla bikarhelgi er að ræða þar sem kvennaleikurinn fer fram á laugardegi og karlaleikurinn á sunnudegi. Stabæk hefur unnið bikarinn undanfarin tvö ár og hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Leikurinn verður afar erfiður að sögn Hólmfríðar. „Það er samt skemmtilegast að spila stóru leikina og hann verður í beinni. Þá er pressa á mér að skora fjögur mörk,“ segir kantmaðurinn og hlær.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira