Þjálfari Hólmfríðar vill stilla upp litlum myndavélum á öllum leikjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 08:30 Hólmfríður og félagar fögnuðu sigrinum um helgina vel. Mynd/Aðsend „Þegar það er sjónvarpsleikur er lágmark að skora fjögur mörk,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir eldhress. Landsliðskonan skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt í 5-1 sigri Avaldsnes á Vålerenga í undanúrslitum norska bikarsins um helgina. Hólmfríður skoraði fjögur mörk í 5-0 sigri á Kolbotn fyrir tveimur vikum en leikurinn átti það sameiginlegt með leiknum um helgina að hann var sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu. „Þjálfarinn var að grínast með að setja upp litlar myndavélar í kringum vellina á öllum leikjum okkar svo ég haldi áfram að skora,“ segir Hólmfríður og hlær. Hún viðurkennir þó að eiga auðveldara með að gíra sig upp fyrir sjónvarpsleiki þar sem hún veit að margir eru að fylgjast með. Hólmfríður spilaði á vinstri kantinum í leiknum en segist svolítið hafa verið látin flakka kantanna á milli undanfarið. Hún kann betur við sig á vinstri kantinum enda hafi það verið hennar styrkleiki að koma af kantinum og skjóta á markið með hægri fæti. „Ég spila samt þar sem ég er beðin um að spila.“Hólmfríður og Þórunn Helga Jónsdóttir leika með Avaldsnes líkt og Guðbjörg Gunnarsdóttir og Mist Edvardsdóttir.Mynd/InstagramEftir erfiða byrjun á leiktíðinni hefur Avaldsnes bætt leik sinn til muna eftir hléið vegna Evrópumótsins í sumar. Munar þar miklu um fjölmarga erlenda leikmenn sem fengnir voru til félagsins í hléinu. Áströlsk landsliðskona komst til að mynda ekki í leikmannahópinn og er nú farin heim. „Það er gaman að hafa samkeppni og það heldur manni á tánum. Ég er keppnismanneskja og það verður að taka því ef maður lendir í mótlæti. Þá þarf að spýta í lófana. Þannig er það hjá Avaldsnes og ég kann vel við það.“ Íslendingaliðið mætir Stabæk í úrslitaleik á Ullevål í Ósló þann 23. nóvember. Um mikla bikarhelgi er að ræða þar sem kvennaleikurinn fer fram á laugardegi og karlaleikurinn á sunnudegi. Stabæk hefur unnið bikarinn undanfarin tvö ár og hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Leikurinn verður afar erfiður að sögn Hólmfríðar. „Það er samt skemmtilegast að spila stóru leikina og hann verður í beinni. Þá er pressa á mér að skora fjögur mörk,“ segir kantmaðurinn og hlær. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
„Þegar það er sjónvarpsleikur er lágmark að skora fjögur mörk,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir eldhress. Landsliðskonan skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt í 5-1 sigri Avaldsnes á Vålerenga í undanúrslitum norska bikarsins um helgina. Hólmfríður skoraði fjögur mörk í 5-0 sigri á Kolbotn fyrir tveimur vikum en leikurinn átti það sameiginlegt með leiknum um helgina að hann var sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu. „Þjálfarinn var að grínast með að setja upp litlar myndavélar í kringum vellina á öllum leikjum okkar svo ég haldi áfram að skora,“ segir Hólmfríður og hlær. Hún viðurkennir þó að eiga auðveldara með að gíra sig upp fyrir sjónvarpsleiki þar sem hún veit að margir eru að fylgjast með. Hólmfríður spilaði á vinstri kantinum í leiknum en segist svolítið hafa verið látin flakka kantanna á milli undanfarið. Hún kann betur við sig á vinstri kantinum enda hafi það verið hennar styrkleiki að koma af kantinum og skjóta á markið með hægri fæti. „Ég spila samt þar sem ég er beðin um að spila.“Hólmfríður og Þórunn Helga Jónsdóttir leika með Avaldsnes líkt og Guðbjörg Gunnarsdóttir og Mist Edvardsdóttir.Mynd/InstagramEftir erfiða byrjun á leiktíðinni hefur Avaldsnes bætt leik sinn til muna eftir hléið vegna Evrópumótsins í sumar. Munar þar miklu um fjölmarga erlenda leikmenn sem fengnir voru til félagsins í hléinu. Áströlsk landsliðskona komst til að mynda ekki í leikmannahópinn og er nú farin heim. „Það er gaman að hafa samkeppni og það heldur manni á tánum. Ég er keppnismanneskja og það verður að taka því ef maður lendir í mótlæti. Þá þarf að spýta í lófana. Þannig er það hjá Avaldsnes og ég kann vel við það.“ Íslendingaliðið mætir Stabæk í úrslitaleik á Ullevål í Ósló þann 23. nóvember. Um mikla bikarhelgi er að ræða þar sem kvennaleikurinn fer fram á laugardegi og karlaleikurinn á sunnudegi. Stabæk hefur unnið bikarinn undanfarin tvö ár og hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Leikurinn verður afar erfiður að sögn Hólmfríðar. „Það er samt skemmtilegast að spila stóru leikina og hann verður í beinni. Þá er pressa á mér að skora fjögur mörk,“ segir kantmaðurinn og hlær.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira