"Þurftum góðan dag eftir slæma tímatöku“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. ágúst 2013 13:30 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í gær. Nordicphotos/Getty Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull bar sigur úr býtum í belgíska kappakstrinum sem fram fór í gær. Vettel tók fram úr Lewis Hamilton hjá Mercedes í upphafi kappakstursins en Hamilton var á ráspól. Þegar leið á kappaksturinn náði Fernando Alonso hjá Ferrari að komast fram úr Hamilton og krækti í annað sætið. Alonso náði að vinna sig úr níunda sæti upp í annað sæti og var í raun sigurvegari dagsins í gær. Þetta var fimmti sigur Vettel í ár en alls eru búin ellefu mót á tímabilinu. Þjóðverjinn er í efsta sæti í keppni ökumanna, 46 stigum á undan Fernando Alonso. „Þetta var frábær kappakstur,“ sagði Vettel eftir mótið í gær. „Alveg frá byrjun til enda voru menn að berjast gríðarlega. Það var ótrúlega mikilvægt fyrir mig að taka fram úr Hamilton á fyrsta hring, það gerði það að verkum að ég gat stjórnað kappakstrinum allan tímann og var í raun aldrei í neinum vandræðum.“ „Við þurftum að eiga góðan dag til að komast á pall og sérstaklega eftir slæma tímatöku á laugardaginn,“ sagði Fernando Alonso eftir kappaksturinn. „Bíllinn hagaði sér vel í dag og ég gat keyrt á mínum hraða allan tímann. Ég var aldrei í vandræðum með að halda öðru sætinu eftir að ég tók fram úr Hamilton, var samt sem áður allt of langt frá Vettel til að keppa um sigurinn.“ Með sigrinum í gær er Vettel kominn með 197. stig Alonso 151. og Hamilton 139. Lokaúrslit í Belgíska kappakstrinum: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Fernando Alonso - Ferrari 3. Lewis Hamilton - Mercedes 4. Nico Rosberg - Mercedes 5. Mark Webber - Red Bull 6. Jenson Button -Mclaren 7. Felipe Massa - Ferrari 8. Romain Grosjean - Lotus 9. Adrian Sutil - Force India 10. Daniel Ricciardo - Toro Rosso 11. Sergio Perez - Mclaren 12. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 13. Nico Hulkenberg - Sauber 14. Esteban Gutierrez - Sauber 15. Valtteri Bottas - Williams 16. Giedo van der Garde - Caterham 17. Pastor Maldonado - Williams 18. Jules Bianchi - Marussia 19. Max Chilton - Marussia. Formúla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull bar sigur úr býtum í belgíska kappakstrinum sem fram fór í gær. Vettel tók fram úr Lewis Hamilton hjá Mercedes í upphafi kappakstursins en Hamilton var á ráspól. Þegar leið á kappaksturinn náði Fernando Alonso hjá Ferrari að komast fram úr Hamilton og krækti í annað sætið. Alonso náði að vinna sig úr níunda sæti upp í annað sæti og var í raun sigurvegari dagsins í gær. Þetta var fimmti sigur Vettel í ár en alls eru búin ellefu mót á tímabilinu. Þjóðverjinn er í efsta sæti í keppni ökumanna, 46 stigum á undan Fernando Alonso. „Þetta var frábær kappakstur,“ sagði Vettel eftir mótið í gær. „Alveg frá byrjun til enda voru menn að berjast gríðarlega. Það var ótrúlega mikilvægt fyrir mig að taka fram úr Hamilton á fyrsta hring, það gerði það að verkum að ég gat stjórnað kappakstrinum allan tímann og var í raun aldrei í neinum vandræðum.“ „Við þurftum að eiga góðan dag til að komast á pall og sérstaklega eftir slæma tímatöku á laugardaginn,“ sagði Fernando Alonso eftir kappaksturinn. „Bíllinn hagaði sér vel í dag og ég gat keyrt á mínum hraða allan tímann. Ég var aldrei í vandræðum með að halda öðru sætinu eftir að ég tók fram úr Hamilton, var samt sem áður allt of langt frá Vettel til að keppa um sigurinn.“ Með sigrinum í gær er Vettel kominn með 197. stig Alonso 151. og Hamilton 139. Lokaúrslit í Belgíska kappakstrinum: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Fernando Alonso - Ferrari 3. Lewis Hamilton - Mercedes 4. Nico Rosberg - Mercedes 5. Mark Webber - Red Bull 6. Jenson Button -Mclaren 7. Felipe Massa - Ferrari 8. Romain Grosjean - Lotus 9. Adrian Sutil - Force India 10. Daniel Ricciardo - Toro Rosso 11. Sergio Perez - Mclaren 12. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 13. Nico Hulkenberg - Sauber 14. Esteban Gutierrez - Sauber 15. Valtteri Bottas - Williams 16. Giedo van der Garde - Caterham 17. Pastor Maldonado - Williams 18. Jules Bianchi - Marussia 19. Max Chilton - Marussia.
Formúla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira