Lýðræði er málið Þorvaldur Örn Árnason skrifar 23. ágúst 2013 08:00 Geir Haarde var dæmdur í Landsdómi fyrir að leggja ekki fyrirsjáanlegt bankahrun formlega fyrir ríkisstjórnina heldur pukrast með málið í þröngum hópi þar til allt hrundi. Í kjölfar álits Evrópuráðsins nýlega er talað um að leggja Landsdóm niður því kjósendur en ekki dómstólar eigi að refsa fyrir pólitísk afglöp. Það geri kjósendur með því að kjósa ekki aftur yfir sig þá sem bregðast þeim. Á því varð misbrestur í alþingiskosningunum í vor. Þeim stjórnmálaflokkum sem lögðu grunn að hruninu mikla var refsað lítillega í hita leiksins í kosningunum 2009, en fjórum árum síðar virðist allt vera gleymt – eða fyrirgefið – og þeir endurheimta fyrra fylgi. Það gerist á sama tíma og verið er að draga fyrir dóm nokkra af áhrifavöldum hrunsins úr hópi kaupsýslumanna (braskara) fyrir að skara ótæpilega eld að eigin köku í krafti regluverks sem þríflokkurinn (Framsókn, Samfylking og umfram allt Sjálfstæðisflokkur) hafði lagt þeim upp í hendur árin áður. Ættu ekki pólitíkusar, sem skópu hriplekt regluverk og gerðu hrunið mögulegt, að bera þyngri ábyrgð og hljóta þyngri refsingu en þeir sem nýttu sér glufurnar? Þessir sem grisjuðu eftirlitið og trúðu að „ósýnileg hönd“ frjálshyggjunnar myndi stýra öllu öllum til heilla? Er einhver að refsa þessum stjórnmálamönnum? Ekki dómstólar, nema hvað Geir Haarde fékk vægan skilyrtan dóm. Ekki kjósendur, sem virðast hafa gleymt eða fyrirgefið mistökin og sumir líklega farnir að láta sig dreyma um að skara eld að eigin köku á nýjan leik, á kostnað heildarinnar. Flokkurinn sem á stærstan hlut í ógöngum íbúðalánakerfisins fékk glæsta kosningu á sama tíma og afglöpin blöstu við. Auðvitað ætti lýðræði að virka þannig að kjósendur refsi með atkvæði sínu fyrir afdrifarík pólitísk afglöp og glæfra. En nýlegt dæmi sýnir að þeir gera það almennt ekki. Margir virðast hafa kokgleypt kosningaloforð sem augljóst mátti vera að yrðu ekki efnd. Hér bregst lýðræðið í aðhaldshlutverki sínu. Við blasir alvarlegur lýðræðisbrestur. Almenningur (kjósendur) virðist ekki valda því hlutverki að gæta hagsmuna sinna og lætur blekkjast af berum lygum og hálfsannleik. Hvað er til ráða? Ætti að grípa til uppfræðsluátaks í þjóðfélaginu, líkt og gert var þegar alnæmi tók að breiðast út? Líkt og gerst hefur undanfarin ár til að upplýsa og afstýra kynferðislegu ofbeldi? Slagorðin gætu verið á þessa leið: Settu (efnahagslega) öryggið á oddinn! Ekki láta tæla þig með innantómum loforðum! Viðurkenndu að það hafi verið brotið á réttindum þínum – það er allt í lagi að segja frá. Eða þannig? Í fjóra áratugi hefur undirbúningur fyrir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi verið eitt af meginmarkmiðum grunnskólans. Hefur það skilað árangri? Samkvæmt nýrri námskrá á lýðræði að vera einn af sex grunnþáttum í öllu menntakerfinu næstu ár. Er einhver von til að það gangi betur? Lýðræði er ekki bara þekking og kunnátta, miklu fremur viðhorf og lífsstíll. Það er erfitt að miðla lífsviðhorfi nema að hafa tök á því sjálfur – að lifa sjálfur samkvæmt því. Til að skólar geti eflt lýðræði í þjóðfélaginu þurfa þeir sjálfir að vera lýðræðislegir og þeir sem þar starfa að hafa lýðræði að hugsjón. Starfsfólk og nemendur þurfa að fá ríkuleg tækifæri til að móta eigið líf og samfélag sitt í samstarfi við aðra – eins og þroski hvers og aðstæður leyfa – og takast á við meiri áskoranir eftir því sem þeim vex vit og ásmegin. Æfa sig í að greina áreiðanleika upplýsinga og sjá í gegnum blekkingar. Vera uppbyggilegir og gagnrýnir. Skólar geta örugglega eflt lýðræði öllum til handa, en því aðeins að það verði almenn lýðræðisvakning í öllu þjóðfélaginu. Því skora ég á þig, lesandi góður, að velta fyrir þér hvað hægt sé að gera til að efla lýðræði og stuðla með því að betra og traustara mannlífi okkar allra – í bráð og lengd. Tökum á því saman, innan skóla sem utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Geir Haarde var dæmdur í Landsdómi fyrir að leggja ekki fyrirsjáanlegt bankahrun formlega fyrir ríkisstjórnina heldur pukrast með málið í þröngum hópi þar til allt hrundi. Í kjölfar álits Evrópuráðsins nýlega er talað um að leggja Landsdóm niður því kjósendur en ekki dómstólar eigi að refsa fyrir pólitísk afglöp. Það geri kjósendur með því að kjósa ekki aftur yfir sig þá sem bregðast þeim. Á því varð misbrestur í alþingiskosningunum í vor. Þeim stjórnmálaflokkum sem lögðu grunn að hruninu mikla var refsað lítillega í hita leiksins í kosningunum 2009, en fjórum árum síðar virðist allt vera gleymt – eða fyrirgefið – og þeir endurheimta fyrra fylgi. Það gerist á sama tíma og verið er að draga fyrir dóm nokkra af áhrifavöldum hrunsins úr hópi kaupsýslumanna (braskara) fyrir að skara ótæpilega eld að eigin köku í krafti regluverks sem þríflokkurinn (Framsókn, Samfylking og umfram allt Sjálfstæðisflokkur) hafði lagt þeim upp í hendur árin áður. Ættu ekki pólitíkusar, sem skópu hriplekt regluverk og gerðu hrunið mögulegt, að bera þyngri ábyrgð og hljóta þyngri refsingu en þeir sem nýttu sér glufurnar? Þessir sem grisjuðu eftirlitið og trúðu að „ósýnileg hönd“ frjálshyggjunnar myndi stýra öllu öllum til heilla? Er einhver að refsa þessum stjórnmálamönnum? Ekki dómstólar, nema hvað Geir Haarde fékk vægan skilyrtan dóm. Ekki kjósendur, sem virðast hafa gleymt eða fyrirgefið mistökin og sumir líklega farnir að láta sig dreyma um að skara eld að eigin köku á nýjan leik, á kostnað heildarinnar. Flokkurinn sem á stærstan hlut í ógöngum íbúðalánakerfisins fékk glæsta kosningu á sama tíma og afglöpin blöstu við. Auðvitað ætti lýðræði að virka þannig að kjósendur refsi með atkvæði sínu fyrir afdrifarík pólitísk afglöp og glæfra. En nýlegt dæmi sýnir að þeir gera það almennt ekki. Margir virðast hafa kokgleypt kosningaloforð sem augljóst mátti vera að yrðu ekki efnd. Hér bregst lýðræðið í aðhaldshlutverki sínu. Við blasir alvarlegur lýðræðisbrestur. Almenningur (kjósendur) virðist ekki valda því hlutverki að gæta hagsmuna sinna og lætur blekkjast af berum lygum og hálfsannleik. Hvað er til ráða? Ætti að grípa til uppfræðsluátaks í þjóðfélaginu, líkt og gert var þegar alnæmi tók að breiðast út? Líkt og gerst hefur undanfarin ár til að upplýsa og afstýra kynferðislegu ofbeldi? Slagorðin gætu verið á þessa leið: Settu (efnahagslega) öryggið á oddinn! Ekki láta tæla þig með innantómum loforðum! Viðurkenndu að það hafi verið brotið á réttindum þínum – það er allt í lagi að segja frá. Eða þannig? Í fjóra áratugi hefur undirbúningur fyrir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi verið eitt af meginmarkmiðum grunnskólans. Hefur það skilað árangri? Samkvæmt nýrri námskrá á lýðræði að vera einn af sex grunnþáttum í öllu menntakerfinu næstu ár. Er einhver von til að það gangi betur? Lýðræði er ekki bara þekking og kunnátta, miklu fremur viðhorf og lífsstíll. Það er erfitt að miðla lífsviðhorfi nema að hafa tök á því sjálfur – að lifa sjálfur samkvæmt því. Til að skólar geti eflt lýðræði í þjóðfélaginu þurfa þeir sjálfir að vera lýðræðislegir og þeir sem þar starfa að hafa lýðræði að hugsjón. Starfsfólk og nemendur þurfa að fá ríkuleg tækifæri til að móta eigið líf og samfélag sitt í samstarfi við aðra – eins og þroski hvers og aðstæður leyfa – og takast á við meiri áskoranir eftir því sem þeim vex vit og ásmegin. Æfa sig í að greina áreiðanleika upplýsinga og sjá í gegnum blekkingar. Vera uppbyggilegir og gagnrýnir. Skólar geta örugglega eflt lýðræði öllum til handa, en því aðeins að það verði almenn lýðræðisvakning í öllu þjóðfélaginu. Því skora ég á þig, lesandi góður, að velta fyrir þér hvað hægt sé að gera til að efla lýðræði og stuðla með því að betra og traustara mannlífi okkar allra – í bráð og lengd. Tökum á því saman, innan skóla sem utan.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun