Af velferð þjóða Þröstur Ólafsson skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Hagfræðingar og aðrir áhugamenn um hagi þjóða hafa löngum velt því fyrir sér hver skýringin sé á því hve misvel þjóðum gengur að verða bjargálna og tryggja velferð sína. Engin einhlít útskýring hefur fundist og ekki eru líkur á að hægt verði að finna einhlítt svar við því í bráð. Hugmyndir þjóða um hlutverk sitt og hæfni, söguleg reynsla þeirra og hugmyndafræðilegt harðlífi, ásamt hæfni forystumanna þeirra á hverjum tíma, vefa þann þráð sem leiðir ýmist til örbirgðar eða velferðar. Þjóðir vefa sér sjálfar sína eigin værðarvoð. Sumar eru forsjálar og framsýnar; aðrar sigla úr einum pyttinum í annan. Hér verður ekki gerð tilraun til að finna töfralykil að velferð þjóða. Það er hins vegar þess virði að skoða þá tíma sem okkur eru næstir og bera saman mismunandi hagstjórnaraðferðir nokkurra þjóða fyrir hrun og sjá hvernig þjóðunum hefur vegnað. Hér eru eingöngu skoðaðar þjóðir í nágrenni við okkur. Allt eru þetta þroskaðar lýðræðisþjóðir með þróaða hagsögu að baki. Rínverski kapítalisminn Það fer ekki á milli mála að Þýskaland er það land á Vesturlöndum sem best hefur komið út úr hruninu. Segja má að það standi uppi sem sigurvegari þess tímabils. Ef ræða Obamas í Berlín er skoðuð í kjölinn gaf hann í skyn að Þýskaland væri á eftir Bandaríkjunum og Kína þriðja mikilvægasta land heims. Hvað skyldi það nú vera sem breytt hefur stöðu þess lands svo kirfilega á skömmum tíma? Ekki er það hernaðarmátturinn. Her Þýskalands er ekki nema í besta falli þriðja flokks. Hernaðar- og árásarhyggja þjóðernissinnaðra Þjóðverja var jörðuð 1945. Það er efnahagslegur árangur þeirra og staða innan evrusvæðisins sem gert hefur þá svo áhrifaríka. Við stofnun þýska sambandsríkisins var farin sú útfærsla kapítalísks hagkerfis sem fékk nafngiftina félagslega markaðskerfið (Soziale Markwirtschaft). Þar voru meginþættir virk markaðssamkeppni og félagslegt jafnvægi, barátta gegn hringamyndun, þátttaka verkalýðsfélaga í stjórnun fyrirtækja og samvinna ríkisvalds, atvinnuveitenda og verkalýðshreyfingar við lausn meiriháttar samfélagsvanda. Pólitíkin miðlaði samtakahugsun til samfélagsins í stað átakahugsunar. Þótt ýmislegt hafi breyst með árunum var þetta og er enn grundvöllur þýsks samfélags. Samráð um að deila byrðum Þetta var veganestið sem gerði Þjóðverjum kleift að gera mikilsvægar breytingar á innviðum rínverska kapítalismans þegar síðasta kreppa reið yfir 2008. Róttækar áherslubreytingar voru gerðar á menntun og áhrifastöðu fagfólks í iðnaði og víðfræg fjölskyldufyrirtæki létu ekki, að neinu marki, lokka sig í svikulan faðm frjálshyggjunnar. Þá var gerður mikill uppskurður á háum launatengdum gjöldum fyrirtækja og margar sársaukafullar endurbætur knúnar í gegn í miklum samfélagslegum mótvindi. En aðalatriðið var að ábyrgðin á þjóðarsamstöðu var í höndum kanslarans, sem átti reglulega fundi með forystu verkalýðs, atvinnurekenda og fjármálafyrirtækja og náði sameiginlegri niðurstöðu um að allir yrðu að fórna einhverju. Þýskalandi tókst að komast út úr erfiðustu kreppu eftirstríðsáranna og beitti hvorki afreglun né skattalækkun til stórríkra í anda nýfrjálshyggjunnar, hvað þá harðlífi nýklassískrar hagfræði. Leiðarljós stjórnmálanna var og er praktískt, frjótt og reglubundið samráð stærstu hagsmunasamtaka með ríkisvaldinu. Hagstjórnarfyrirmyndir annarra Leiðarljós annarra vestrænna þjóða fyrir og eftir hrun var með öðrum hætti. Bretar t.d. héldu og lögðu áherslu á að hagkerfi framtíðarinnar væri þjónustuhagkerfi þar sem óheftur fjármálageirinn væri kjarninn. Iðnaðurinn flúði til Kína og fjármálageirinn hrundi. Bandaríkjamenn treystu því að óhemju mikil aukning á skuldsetningu (lántöku) einkaaðila myndi skapa mikla eftirspurn í hagkerfinu og þar með hagvöxt og velferð til frambúðar. Frakkar héldu fast við sterkt ríkisstýrt samfélag og hagkerfi, sem leiða átti til friðar meðal stétta og afkastamikils atvinnulífs. Þetta leiddi til stöðnunar og aukinna ríkisskulda. Skandinavískar þjóðir trúðu því hins vegar að hægt væri að hvetja einkaframtak og ábyrgðartilfinningu einstaklinga með því að útvíkka skattlagningu ríkisins til flestra sviða. Hér er ekki staður til að fara í nákvæmari samanburð fyrrnefndra hagstjórnarleiðarljósa. Eflaust hafa þær sitthvað til síns ágætis. Hitt fer ekki á milli mála að þýska módelið hefur skilað því landi sterkara og öflugra út úr kreppunni en nokkurt annað vestrænt land getur státað sig af. Hérlendis mun framhald heiftúðugra átakastjórnmála í bland við sérhagsmunagæslu ekki vísa okkur áfram veginn til samfélagslegrar velferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Hagfræðingar og aðrir áhugamenn um hagi þjóða hafa löngum velt því fyrir sér hver skýringin sé á því hve misvel þjóðum gengur að verða bjargálna og tryggja velferð sína. Engin einhlít útskýring hefur fundist og ekki eru líkur á að hægt verði að finna einhlítt svar við því í bráð. Hugmyndir þjóða um hlutverk sitt og hæfni, söguleg reynsla þeirra og hugmyndafræðilegt harðlífi, ásamt hæfni forystumanna þeirra á hverjum tíma, vefa þann þráð sem leiðir ýmist til örbirgðar eða velferðar. Þjóðir vefa sér sjálfar sína eigin værðarvoð. Sumar eru forsjálar og framsýnar; aðrar sigla úr einum pyttinum í annan. Hér verður ekki gerð tilraun til að finna töfralykil að velferð þjóða. Það er hins vegar þess virði að skoða þá tíma sem okkur eru næstir og bera saman mismunandi hagstjórnaraðferðir nokkurra þjóða fyrir hrun og sjá hvernig þjóðunum hefur vegnað. Hér eru eingöngu skoðaðar þjóðir í nágrenni við okkur. Allt eru þetta þroskaðar lýðræðisþjóðir með þróaða hagsögu að baki. Rínverski kapítalisminn Það fer ekki á milli mála að Þýskaland er það land á Vesturlöndum sem best hefur komið út úr hruninu. Segja má að það standi uppi sem sigurvegari þess tímabils. Ef ræða Obamas í Berlín er skoðuð í kjölinn gaf hann í skyn að Þýskaland væri á eftir Bandaríkjunum og Kína þriðja mikilvægasta land heims. Hvað skyldi það nú vera sem breytt hefur stöðu þess lands svo kirfilega á skömmum tíma? Ekki er það hernaðarmátturinn. Her Þýskalands er ekki nema í besta falli þriðja flokks. Hernaðar- og árásarhyggja þjóðernissinnaðra Þjóðverja var jörðuð 1945. Það er efnahagslegur árangur þeirra og staða innan evrusvæðisins sem gert hefur þá svo áhrifaríka. Við stofnun þýska sambandsríkisins var farin sú útfærsla kapítalísks hagkerfis sem fékk nafngiftina félagslega markaðskerfið (Soziale Markwirtschaft). Þar voru meginþættir virk markaðssamkeppni og félagslegt jafnvægi, barátta gegn hringamyndun, þátttaka verkalýðsfélaga í stjórnun fyrirtækja og samvinna ríkisvalds, atvinnuveitenda og verkalýðshreyfingar við lausn meiriháttar samfélagsvanda. Pólitíkin miðlaði samtakahugsun til samfélagsins í stað átakahugsunar. Þótt ýmislegt hafi breyst með árunum var þetta og er enn grundvöllur þýsks samfélags. Samráð um að deila byrðum Þetta var veganestið sem gerði Þjóðverjum kleift að gera mikilsvægar breytingar á innviðum rínverska kapítalismans þegar síðasta kreppa reið yfir 2008. Róttækar áherslubreytingar voru gerðar á menntun og áhrifastöðu fagfólks í iðnaði og víðfræg fjölskyldufyrirtæki létu ekki, að neinu marki, lokka sig í svikulan faðm frjálshyggjunnar. Þá var gerður mikill uppskurður á háum launatengdum gjöldum fyrirtækja og margar sársaukafullar endurbætur knúnar í gegn í miklum samfélagslegum mótvindi. En aðalatriðið var að ábyrgðin á þjóðarsamstöðu var í höndum kanslarans, sem átti reglulega fundi með forystu verkalýðs, atvinnurekenda og fjármálafyrirtækja og náði sameiginlegri niðurstöðu um að allir yrðu að fórna einhverju. Þýskalandi tókst að komast út úr erfiðustu kreppu eftirstríðsáranna og beitti hvorki afreglun né skattalækkun til stórríkra í anda nýfrjálshyggjunnar, hvað þá harðlífi nýklassískrar hagfræði. Leiðarljós stjórnmálanna var og er praktískt, frjótt og reglubundið samráð stærstu hagsmunasamtaka með ríkisvaldinu. Hagstjórnarfyrirmyndir annarra Leiðarljós annarra vestrænna þjóða fyrir og eftir hrun var með öðrum hætti. Bretar t.d. héldu og lögðu áherslu á að hagkerfi framtíðarinnar væri þjónustuhagkerfi þar sem óheftur fjármálageirinn væri kjarninn. Iðnaðurinn flúði til Kína og fjármálageirinn hrundi. Bandaríkjamenn treystu því að óhemju mikil aukning á skuldsetningu (lántöku) einkaaðila myndi skapa mikla eftirspurn í hagkerfinu og þar með hagvöxt og velferð til frambúðar. Frakkar héldu fast við sterkt ríkisstýrt samfélag og hagkerfi, sem leiða átti til friðar meðal stétta og afkastamikils atvinnulífs. Þetta leiddi til stöðnunar og aukinna ríkisskulda. Skandinavískar þjóðir trúðu því hins vegar að hægt væri að hvetja einkaframtak og ábyrgðartilfinningu einstaklinga með því að útvíkka skattlagningu ríkisins til flestra sviða. Hér er ekki staður til að fara í nákvæmari samanburð fyrrnefndra hagstjórnarleiðarljósa. Eflaust hafa þær sitthvað til síns ágætis. Hitt fer ekki á milli mála að þýska módelið hefur skilað því landi sterkara og öflugra út úr kreppunni en nokkurt annað vestrænt land getur státað sig af. Hérlendis mun framhald heiftúðugra átakastjórnmála í bland við sérhagsmunagæslu ekki vísa okkur áfram veginn til samfélagslegrar velferðar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun