Innflytjendur óskast Halldór Halldórsson skrifar 1. ágúst 2013 06:00 Allir réttir sem teljast sérstaklega íslenskir eru bragðvondir og ólystugir. Fyrir utan auðvitað pönnuköku- og rúgbrauðsbakstur eigum við okkur enga sérstaka sögu eða hefð í matargerð – í það minnsta ekkert sem við getum verið stolt af. Þó var hér ræktaður aspas fyrir meira en 100 árum og parmesan fluttur inn á sama tíma, en eitthvað brást í millitíðinni. Þorrablótsófögnuðurinn er 70 ára gamalt útspil hótel- og veitingahúsaeigenda – ekki aldagömul hefð. Nóg eigum við af frábæru hráefni, en þegar kemur að því að klambra því saman þá er þú veist, framlag Íslands til „nordic-cuisine,“ flatkaka með hangikjöti. Þess vegna eigum við ekki neins konar skyndibita heldur. Á stjörnutorgi er ekki hægt að fá lambakjötsflís. Á hringveginum fást misþurrir og óaðlaðandi hamborgarar með misdjúpsteiktum frönskum. 80% allra nýrra veitingastaða í Reykjavík eru einhvers konar „diner“-grín og uppfullir af bandarískum íþróttaminjagripum – helst úr íþróttum sem varla hafa verið stundaðar á Íslandi. „Kominn tími á alvöru ameríska „diner burger“-stemningu,“ hugsar annar hver tækifærissinni og meinar auðvitað „virkilega falska og óhugnanlega“ þegar hann segir „alvöru“. Við þurftum útlenska tækifærissinna til að sjá að íslenska lambakjötið væri kjörið hráefni í kebab. Það er ekki einn helvítis veitingastaður sem býður upp á einhvers konar sjávarfangsskyndibita á viðráðanlegu verði – fisk-taco til dæmis – samt erum við fiskveiðiþjóð. Hér er ekki hægt að fá japanskt udon neins staðar, maður þarf að fara alla leið á Flúðir til að fá afrískan mat og 90% prósent af öllum mat sem þykist vera mexíkóskur er í raun frá Texas. Við þurfum að hætta að vísa innflytjendum úr landi og grátbiðja þá um að vera hérna í staðinn. Bara gegn því að þeir geti hrært eina sósu eða eldað eitthvað annað en steingrátt lambalæri, sýnt okkur eitthvað annað en gamlan tennisspaða eða hafnaboltakylfu – og auðvitað það óíslenskasta – haldið verðinu í lægri kantinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Allir réttir sem teljast sérstaklega íslenskir eru bragðvondir og ólystugir. Fyrir utan auðvitað pönnuköku- og rúgbrauðsbakstur eigum við okkur enga sérstaka sögu eða hefð í matargerð – í það minnsta ekkert sem við getum verið stolt af. Þó var hér ræktaður aspas fyrir meira en 100 árum og parmesan fluttur inn á sama tíma, en eitthvað brást í millitíðinni. Þorrablótsófögnuðurinn er 70 ára gamalt útspil hótel- og veitingahúsaeigenda – ekki aldagömul hefð. Nóg eigum við af frábæru hráefni, en þegar kemur að því að klambra því saman þá er þú veist, framlag Íslands til „nordic-cuisine,“ flatkaka með hangikjöti. Þess vegna eigum við ekki neins konar skyndibita heldur. Á stjörnutorgi er ekki hægt að fá lambakjötsflís. Á hringveginum fást misþurrir og óaðlaðandi hamborgarar með misdjúpsteiktum frönskum. 80% allra nýrra veitingastaða í Reykjavík eru einhvers konar „diner“-grín og uppfullir af bandarískum íþróttaminjagripum – helst úr íþróttum sem varla hafa verið stundaðar á Íslandi. „Kominn tími á alvöru ameríska „diner burger“-stemningu,“ hugsar annar hver tækifærissinni og meinar auðvitað „virkilega falska og óhugnanlega“ þegar hann segir „alvöru“. Við þurftum útlenska tækifærissinna til að sjá að íslenska lambakjötið væri kjörið hráefni í kebab. Það er ekki einn helvítis veitingastaður sem býður upp á einhvers konar sjávarfangsskyndibita á viðráðanlegu verði – fisk-taco til dæmis – samt erum við fiskveiðiþjóð. Hér er ekki hægt að fá japanskt udon neins staðar, maður þarf að fara alla leið á Flúðir til að fá afrískan mat og 90% prósent af öllum mat sem þykist vera mexíkóskur er í raun frá Texas. Við þurfum að hætta að vísa innflytjendum úr landi og grátbiðja þá um að vera hérna í staðinn. Bara gegn því að þeir geti hrært eina sósu eða eldað eitthvað annað en steingrátt lambalæri, sýnt okkur eitthvað annað en gamlan tennisspaða eða hafnaboltakylfu – og auðvitað það óíslenskasta – haldið verðinu í lægri kantinum.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun