Hann fær jafn mikla samkeppni hjá bandaríska liðinu Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júlí 2013 06:00 íslenska landsliðið í knattspyrnu mun ekki geta notfært sér hæfileika Arons Jóhannssonar en leikmaðurinn hefur valið að leika fyrir bandaríska landsliðið. Fréttablaðið/Anton Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson, leikmaður AZ, tilkynnti í gær að hann ætli sér að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni en ekki með hinu íslenska. Leikmaðurinn fæddist í Bandaríkjunum og bjó fyrstu þrjú ár ævi sinnar þar. Aron hefur leikið fyrir U-21 landslið Íslands en aldrei tekið þátt í A-landsliðsverkefni og því er hann gjaldgengur í bandaríska landsliðið. „Þetta eru vissulega mikil vonbrigði,“ segir Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, í samtali við Fréttablaðið í gær.Lars Lagerback.Mynd / Vilhelm„Ég ræddi við hann fyrir nokkrum dögum og þá hafði hann ekki tekið endanlega ákvörðun. Undanfarna mánuði hef ég oft talað við Aron um framtíð hans hjá íslenska landsliðinu og ákvörðun hans kom mér nokkuð á óvart. Þetta voru bæði mikil vonbrigði fyrir mig persónulega og einnig fyrir landsliðið í heild sinni.“ Aron sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann meðal annars þakkaði landsliðsþjálfara Íslands fyrir stuðninginn.„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða,“ skrifaði Aron í yfirlýsingu sinni.Aron JóhannssonMynd / Getty ImagesAð sögn Lars Lagerbäck var ein aðalástæða Arons fyrir valinu sú að hann ætti betri möguleika á því að komast í bandaríska landsliðið en hið íslenska. „Ég reyndi að fá hann til að skipta um skoðun en núna liggur þetta fyrir og því verð ég að sjálfsögðu að virða hans ákvörðun.“ Aron hefur lengi vel verið talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður okkar Íslendinga en leikmaðurinn er uppalinn hjá Fjölni í Grafarvoginum. „Það er leiðinlegt að missa svona ungan og efnilegan leikmann til annarrar þjóðar, en þetta er staðan í alþjóðasamfélaginu í dag og lítið sem ég get gert í því núna.“ Lars hefur aftur á móti ekki miklar áhyggjur af framherjastöðunni hjá íslenska landsliðinu en hlutirnir geta alltaf breyst fljótlega. „Kolbeinn [Sigþórsson] og Alfreð [Finnbogason] hafa reynst liðinu vel og framtíðin er björt. Aftur á móti geta menn alltaf meiðst eða einhverjir utanaðkomandi þættir haft áhrif og þá er gott að hafa breiðan hóp. Það er því mikill missir í leikmanni eins og Aroni.“ „Ég tel að samkeppnin sé alveg eins hörð í bandaríska landsliðinu og hún er í því íslenska og því þarf Aron að halda vel á spöðunum.“ Bandaríska landsliðið mætir Bosníu í vináttuleik 14. ágúst og það er spurning hvort Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, velji íslenska framherjann í hópinn, hann er í það minnsta löglegur með liðinu. Klinsmann hefur verið í sambandi við Aron undanfarna mánuði og telst líklegt að hann taki þátt í leiknum gegn Bosníu í ágúst. Íslenski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson, leikmaður AZ, tilkynnti í gær að hann ætli sér að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni en ekki með hinu íslenska. Leikmaðurinn fæddist í Bandaríkjunum og bjó fyrstu þrjú ár ævi sinnar þar. Aron hefur leikið fyrir U-21 landslið Íslands en aldrei tekið þátt í A-landsliðsverkefni og því er hann gjaldgengur í bandaríska landsliðið. „Þetta eru vissulega mikil vonbrigði,“ segir Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, í samtali við Fréttablaðið í gær.Lars Lagerback.Mynd / Vilhelm„Ég ræddi við hann fyrir nokkrum dögum og þá hafði hann ekki tekið endanlega ákvörðun. Undanfarna mánuði hef ég oft talað við Aron um framtíð hans hjá íslenska landsliðinu og ákvörðun hans kom mér nokkuð á óvart. Þetta voru bæði mikil vonbrigði fyrir mig persónulega og einnig fyrir landsliðið í heild sinni.“ Aron sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann meðal annars þakkaði landsliðsþjálfara Íslands fyrir stuðninginn.„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða,“ skrifaði Aron í yfirlýsingu sinni.Aron JóhannssonMynd / Getty ImagesAð sögn Lars Lagerbäck var ein aðalástæða Arons fyrir valinu sú að hann ætti betri möguleika á því að komast í bandaríska landsliðið en hið íslenska. „Ég reyndi að fá hann til að skipta um skoðun en núna liggur þetta fyrir og því verð ég að sjálfsögðu að virða hans ákvörðun.“ Aron hefur lengi vel verið talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður okkar Íslendinga en leikmaðurinn er uppalinn hjá Fjölni í Grafarvoginum. „Það er leiðinlegt að missa svona ungan og efnilegan leikmann til annarrar þjóðar, en þetta er staðan í alþjóðasamfélaginu í dag og lítið sem ég get gert í því núna.“ Lars hefur aftur á móti ekki miklar áhyggjur af framherjastöðunni hjá íslenska landsliðinu en hlutirnir geta alltaf breyst fljótlega. „Kolbeinn [Sigþórsson] og Alfreð [Finnbogason] hafa reynst liðinu vel og framtíðin er björt. Aftur á móti geta menn alltaf meiðst eða einhverjir utanaðkomandi þættir haft áhrif og þá er gott að hafa breiðan hóp. Það er því mikill missir í leikmanni eins og Aroni.“ „Ég tel að samkeppnin sé alveg eins hörð í bandaríska landsliðinu og hún er í því íslenska og því þarf Aron að halda vel á spöðunum.“ Bandaríska landsliðið mætir Bosníu í vináttuleik 14. ágúst og það er spurning hvort Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, velji íslenska framherjann í hópinn, hann er í það minnsta löglegur með liðinu. Klinsmann hefur verið í sambandi við Aron undanfarna mánuði og telst líklegt að hann taki þátt í leiknum gegn Bosníu í ágúst.
Íslenski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira