Já, til hvers? Sigursteinn Másson skrifar 25. júlí 2013 07:00 Sú ranghugmynd að iðnaðarveiðar á hval séu hluti arfleiðar og sögu þjóðarinnar hefur með áróðri stjórnvalda orðið að fullvissu margra þótt ekki eigi við nokkur rök að styðjast. Þegar hvalveiðar við Ísland voru bannaðar með öllu í fimmtán ár árið 1913 varð Ísland eitt fyrst ríkja heims til að taka slíka ákvörðun. Iðnaðarveiðar íslenskra aðila hófust ekki fyrr en 1948 með tilkomu Hvals hf. Það er því afar hæpið að halda því fram að veiðarnar séu söguleg hefð þrátt fyrir nokkrar misheppnaðar tilraunir bænda á Vestfjörðum til iðnaðarveiða upp úr aldamótunum 1900. Eitt fyrirtæki, faðir og sonur, skapar vart þjóðarhefð. Meira virði lifandi en dauður En af hverju ekki að nýta hvalina eins og önnur dýr? Skoðum það í samhengi. Um 250.000 varppör æðarfugls eru í landinu, langstærsti andastofn landsins, og því í veiðanlegu magni. Litlar sveiflur hafa verið á stofnstærð og haustveiðar kæmu sennilega ekki niður á dúntekju en þótt fuglinn sé veiddur í Skandinavíu má ekki á það það heyra minnst á Íslandi. Það er vegna þess að hann er af flestum talinn meira virði lifandi en dauður en líka vegna tilfinningasjónarmiða. Eða er það annað en tilfinningar sem aftrar Íslendingum frá því að skjóta heiðlóu, spóa og skógarþresti? Og hvað er þá rangt við það að fólk um allan heim hafi tilfinningar gagnvart stærstu spendýrum jarðar? Þar fyrir utan er hvalaskoðun arðbær atvinnugrein sem skilar Íslandi umtalsverðum tekjum á meðan stórfellt tap er á hvalveiðum. Hvalurinn er því fyrir víst mun meira virði lifandi en dauður. Nú er svo komið að engin leið virðist fyrir Kristján Loftsson að flytja langreyðakjötið sjóleiðina til Japan þar sem eini markaðurinn er fyrir það. Það er ekki aðeins vegna þess að hvalkjötið var að hluta ranglega skráð sem fiskur í síðustu sendingu til Rotterdam og Hamborgar heldur vegna þess að engin höfn, hvorki í Evrópu né í Bandaríkjunum, hefur áhuga á að umskipa því og skipafélög vilja ekki flytja það. Hve lengi ætla menn að berja höfðinu við steininn í anda Bjarts í Sumarhúsum? Já, til hvers hvalveiðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sú ranghugmynd að iðnaðarveiðar á hval séu hluti arfleiðar og sögu þjóðarinnar hefur með áróðri stjórnvalda orðið að fullvissu margra þótt ekki eigi við nokkur rök að styðjast. Þegar hvalveiðar við Ísland voru bannaðar með öllu í fimmtán ár árið 1913 varð Ísland eitt fyrst ríkja heims til að taka slíka ákvörðun. Iðnaðarveiðar íslenskra aðila hófust ekki fyrr en 1948 með tilkomu Hvals hf. Það er því afar hæpið að halda því fram að veiðarnar séu söguleg hefð þrátt fyrir nokkrar misheppnaðar tilraunir bænda á Vestfjörðum til iðnaðarveiða upp úr aldamótunum 1900. Eitt fyrirtæki, faðir og sonur, skapar vart þjóðarhefð. Meira virði lifandi en dauður En af hverju ekki að nýta hvalina eins og önnur dýr? Skoðum það í samhengi. Um 250.000 varppör æðarfugls eru í landinu, langstærsti andastofn landsins, og því í veiðanlegu magni. Litlar sveiflur hafa verið á stofnstærð og haustveiðar kæmu sennilega ekki niður á dúntekju en þótt fuglinn sé veiddur í Skandinavíu má ekki á það það heyra minnst á Íslandi. Það er vegna þess að hann er af flestum talinn meira virði lifandi en dauður en líka vegna tilfinningasjónarmiða. Eða er það annað en tilfinningar sem aftrar Íslendingum frá því að skjóta heiðlóu, spóa og skógarþresti? Og hvað er þá rangt við það að fólk um allan heim hafi tilfinningar gagnvart stærstu spendýrum jarðar? Þar fyrir utan er hvalaskoðun arðbær atvinnugrein sem skilar Íslandi umtalsverðum tekjum á meðan stórfellt tap er á hvalveiðum. Hvalurinn er því fyrir víst mun meira virði lifandi en dauður. Nú er svo komið að engin leið virðist fyrir Kristján Loftsson að flytja langreyðakjötið sjóleiðina til Japan þar sem eini markaðurinn er fyrir það. Það er ekki aðeins vegna þess að hvalkjötið var að hluta ranglega skráð sem fiskur í síðustu sendingu til Rotterdam og Hamborgar heldur vegna þess að engin höfn, hvorki í Evrópu né í Bandaríkjunum, hefur áhuga á að umskipa því og skipafélög vilja ekki flytja það. Hve lengi ætla menn að berja höfðinu við steininn í anda Bjarts í Sumarhúsum? Já, til hvers hvalveiðar?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar