Til atlögu við svefnsófann Pawel Bartoszek skrifar 28. júní 2013 06:00 Skatturinn, ASÍ og Samtök atvinnulífsins („Hið opinbera plús“) fóru nýlega í átak til að uppræta svokallaða ólöglega gistingu í heimahúsum. „Gott mál,“ hugsar einhver eflaust. „Það á að taka þetta lið sem brýtur lögin og draga það út um dyragættina á hálskraganum.“ En samt: Þessi lög voru sett í þágu hagsmunaaðila. Eiginlega eru það lögin sem gera fólkið að lögbrjótum, ekki öfugt. Lobbýismi. Það er eina ástæðan fyrir því að það er ólöglegt að hýsa fólk heima hjá sér en ekki er ólöglegt að borga nánast engan vask af gistingu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa unnið heimavinnuna sína en „Samtök fólks sem á svefnsófa“ ekki. Kannski vegna þess að þau síðarnefndu eru ekki til.Unglingaherbergið leigt út Tökum hjón sem búa í eigin húsnæði. Ungmennið tilkynnir þeim að það sé að fara í mánuð til útlanda. „Kannski að við drýgjum aðeins tekjurnar, og leigjum út herbergið?“ hugsa þau. „Auglýsum þetta á airbnb eða eitthvað.“ „En er það ekki ólöglegt?“ spyr annað þeirra. „Gerum þetta þá bara löglega!“ segir hitt. „Það getur nú ekki verið svo mikið mál.“Fjórtán skriffinnskuskref Þau byrja því á að fara í dómshúsið til að sækja forræðisvottorð fyrir íbúðina til að sýna að þau megi ráðstafa henni (Skref 1). Þau sækja síðan um virðisaukaskattsnúmer hjá skattstjóra (Skref 2). Það þarf víst að borga vask af þessu þótt lágur sé. Síðan þurfa þau auðvitað að sækja um búsetuvottorð hjá Þjóðskrá (Skref 3) og svo dugar ekki minna en sakavottorð hjá lögreglustjóra (Skref 4). Ekki viljum við að það séu einhverjir handrukkarar að leigja túristum íbúðir. Svo þarf tollstjórinn að votta að þau séu skuldlaus við ríkissjóð (Skref 5) og auðvitað þarf lífeyrissjóður þeirra að staðfesta sambærilegt skuldleysi (Skref 6). Þá er skjalasöfnun vegna umsóknarinnar næstum lokið en reyndar þarf eitt í viðbót: uppdrátt af íbúðinni á staðfestu afriti frá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins (Skref 7). Þá eru öll gögn komin. Sjö skjöl, sjö staðir sem fólkið þarf að fara á. Þessu þurfa hjónin síðan að skila til lögreglu og borga 24.000 þúsund krónur (Skref 8). Næst kemur heilbrigðiseftirlitið í heimsókn og skoðar íbúðina (skref 9). Síðan þarf sveitarfélagið að veita jákvæða umsögn (skref 10). Sömuleiðis slökkviliðið (skref 11), Vinnueftirlitið (skref 12), byggingarfulltrúi (skref 13) og lögregla (skref 14). Aðeins þá, nokkrum mánuðum og tugþúsundum króna síðar, er hægt að leigja út þetta eina herbergi. Og þá er gert ráð fyrir að allt sé í lagi: Að handsápa og pappírskarfa séu í herberginu og allt svoleiðis. Ef hjónin kysu nú að leigja sama herbergi út til þriggja mánaða en ekki til þriggja daga þá er skyndilega ekki lengur þörf á neinu af þessu. Nei, þá dugar bara einfaldur samningur sem fólk sækir á netinu og prentar út. Svo þarf bara að fylla tekjurnar út í réttan reit á skattframtalinu. Heilbrigðiseftirlitið þarf ekki að mæta og enginn spyr slökkviliðið um leyfi. Enda væri það fáranlegt. Þetta er, jú, íbúð. Fólk býr þarna.Flöskuhálsinn Það vita flestir að gistirýmin eru flöskuhálsinn í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Nú er einhver tannréttingaráðstefna í Hörpu. Þangað mæta 5 þúsund gestir. Það eru 8 þúsund „lögleg“ gistirúm á höfuðborgarsvæðinu. Segjum að 4 þúsund ferðamenn til viðbótar vildu nú koma til landsins á þessum tíma. Hvort er betra fyrir þjóðarbúið að þúsund ferðamenn sitji eftir heima eða komi og gisti í svefnsófum og gestaherbergjum fólks? Augljóslega hið síðarnefnda. Þess vegna á að gera fólki þetta auðvelt. Minniháttar leiga á heimagistingu ætti að vera eins og minniháttar prjónaskapur: Engin leyfi. Einn reitur í skattframtalinu. Einhvern veginn finn ég ekki til reiði gagnvart því fólki sem reynir að bjarga sér í kreppu með því að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna þrátt fyrir að lögin reyni að banna því það. Ég verð hins vegar reiður þegar slegið er á hendur þessa fólks. Skilaboðin eru: Unglingaherbergið skal standa autt. Þar geta húsráðendur setið, hvílt ennið í lófum sér og beðið eftir „leiðréttingu“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Skatturinn, ASÍ og Samtök atvinnulífsins („Hið opinbera plús“) fóru nýlega í átak til að uppræta svokallaða ólöglega gistingu í heimahúsum. „Gott mál,“ hugsar einhver eflaust. „Það á að taka þetta lið sem brýtur lögin og draga það út um dyragættina á hálskraganum.“ En samt: Þessi lög voru sett í þágu hagsmunaaðila. Eiginlega eru það lögin sem gera fólkið að lögbrjótum, ekki öfugt. Lobbýismi. Það er eina ástæðan fyrir því að það er ólöglegt að hýsa fólk heima hjá sér en ekki er ólöglegt að borga nánast engan vask af gistingu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa unnið heimavinnuna sína en „Samtök fólks sem á svefnsófa“ ekki. Kannski vegna þess að þau síðarnefndu eru ekki til.Unglingaherbergið leigt út Tökum hjón sem búa í eigin húsnæði. Ungmennið tilkynnir þeim að það sé að fara í mánuð til útlanda. „Kannski að við drýgjum aðeins tekjurnar, og leigjum út herbergið?“ hugsa þau. „Auglýsum þetta á airbnb eða eitthvað.“ „En er það ekki ólöglegt?“ spyr annað þeirra. „Gerum þetta þá bara löglega!“ segir hitt. „Það getur nú ekki verið svo mikið mál.“Fjórtán skriffinnskuskref Þau byrja því á að fara í dómshúsið til að sækja forræðisvottorð fyrir íbúðina til að sýna að þau megi ráðstafa henni (Skref 1). Þau sækja síðan um virðisaukaskattsnúmer hjá skattstjóra (Skref 2). Það þarf víst að borga vask af þessu þótt lágur sé. Síðan þurfa þau auðvitað að sækja um búsetuvottorð hjá Þjóðskrá (Skref 3) og svo dugar ekki minna en sakavottorð hjá lögreglustjóra (Skref 4). Ekki viljum við að það séu einhverjir handrukkarar að leigja túristum íbúðir. Svo þarf tollstjórinn að votta að þau séu skuldlaus við ríkissjóð (Skref 5) og auðvitað þarf lífeyrissjóður þeirra að staðfesta sambærilegt skuldleysi (Skref 6). Þá er skjalasöfnun vegna umsóknarinnar næstum lokið en reyndar þarf eitt í viðbót: uppdrátt af íbúðinni á staðfestu afriti frá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins (Skref 7). Þá eru öll gögn komin. Sjö skjöl, sjö staðir sem fólkið þarf að fara á. Þessu þurfa hjónin síðan að skila til lögreglu og borga 24.000 þúsund krónur (Skref 8). Næst kemur heilbrigðiseftirlitið í heimsókn og skoðar íbúðina (skref 9). Síðan þarf sveitarfélagið að veita jákvæða umsögn (skref 10). Sömuleiðis slökkviliðið (skref 11), Vinnueftirlitið (skref 12), byggingarfulltrúi (skref 13) og lögregla (skref 14). Aðeins þá, nokkrum mánuðum og tugþúsundum króna síðar, er hægt að leigja út þetta eina herbergi. Og þá er gert ráð fyrir að allt sé í lagi: Að handsápa og pappírskarfa séu í herberginu og allt svoleiðis. Ef hjónin kysu nú að leigja sama herbergi út til þriggja mánaða en ekki til þriggja daga þá er skyndilega ekki lengur þörf á neinu af þessu. Nei, þá dugar bara einfaldur samningur sem fólk sækir á netinu og prentar út. Svo þarf bara að fylla tekjurnar út í réttan reit á skattframtalinu. Heilbrigðiseftirlitið þarf ekki að mæta og enginn spyr slökkviliðið um leyfi. Enda væri það fáranlegt. Þetta er, jú, íbúð. Fólk býr þarna.Flöskuhálsinn Það vita flestir að gistirýmin eru flöskuhálsinn í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Nú er einhver tannréttingaráðstefna í Hörpu. Þangað mæta 5 þúsund gestir. Það eru 8 þúsund „lögleg“ gistirúm á höfuðborgarsvæðinu. Segjum að 4 þúsund ferðamenn til viðbótar vildu nú koma til landsins á þessum tíma. Hvort er betra fyrir þjóðarbúið að þúsund ferðamenn sitji eftir heima eða komi og gisti í svefnsófum og gestaherbergjum fólks? Augljóslega hið síðarnefnda. Þess vegna á að gera fólki þetta auðvelt. Minniháttar leiga á heimagistingu ætti að vera eins og minniháttar prjónaskapur: Engin leyfi. Einn reitur í skattframtalinu. Einhvern veginn finn ég ekki til reiði gagnvart því fólki sem reynir að bjarga sér í kreppu með því að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna þrátt fyrir að lögin reyni að banna því það. Ég verð hins vegar reiður þegar slegið er á hendur þessa fólks. Skilaboðin eru: Unglingaherbergið skal standa autt. Þar geta húsráðendur setið, hvílt ennið í lófum sér og beðið eftir „leiðréttingu“.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun