Kvenréttindi eru mannréttindi Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skrifar 19. júní 2013 08:24 Í dag, þann 19. júní, minnumst við réttindabaráttu kvenna en þennan dag árið 1915 hlutu íslenskar konur fyrst kosningarétt. Það var stór áfangi í jafnréttisbaráttunni sem þó stendur enn og mun ekki ljúka þar til fullkomnu jafnrétti kynjanna er náð.Það skiptir máli hverjir stjórna Í kjölfar alþingiskosninganna árið 2009 urðu kaflaskil þegar konur voru í fyrsta skipti yfir 40% þingmanna og Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra, fyrst kvenna. Í ríkisstjórnum Jóhönnu Sigurðardóttur á árunum 2009 til 2013 voru konur jafn margar eða fleiri en karlar, kona gegndi í fyrsta sinn embætti fjármála- og efnahagsráðherra og ríkisstjórn hennar er sú fyrsta í sögunni sem nær lögbundnum hlut kynjanna í nefndum og ráðum á vegum stjórnvalda og fullkomnu jafnræði meðal ráðuneytisstjóra, æðstu embættismanna stjórnsýslunnar. Á síðustu árum hafa margir stórir sigrar náðst í átt að auknu jafnrétti undir forystu Samfylkingar og VG. Má þar nefna aðgerðaráætlun í baráttu gegn mansali, lög um bann við kaupum á vændi, austurrísku leiðina, bann við nektardansstöðum og vitundarvakningu um skaðsemi kláms og kynbundins ofbeldis, hækkun barnabóta og endurreisn Fæðingarorlofssjóðs, meðal annars með lengingu orlofsins í 12 mánuði með jafnri skiptingu milli kynja. Þá hefur Ísland fyrst landa útbúið jafnlaunastaðal og í framhaldi af því geta fyrirtæki og stofnanir sótt um jafnlaunavottanir til að sýna að þau leggi baráttunni gegn kynbundnum launamun lið. Kynbundnum launamun innan ráðuneyta var eytt og fyrstu skrefin voru tekin í endurmati launa stóru kvennastéttanna í heilbrigðiskerfinu í samræmi við viðamikla aðgerðaráætlun um launajafnrétti sem ríkisstjórnin vann eftir. Þá var kynjuð hagstjórn höfð að leiðarljósi við fjárlagagerð og efnahagsstjórn. Þá er búið að lögbinda 40% hlutfall hvors kyns í stjórnum lífeyrissjóða og fyrirtækja, sem þegar er farið að hafa áhrif og kemur að fullu til framkvæmda í haust. Jafnaðarmenn treysta konum og sýndu það í verki og því hefur Ísland, þrjú ár í röð, talist það land í heiminum sem næst kemst fullkomnu jafnrétti kynjanna. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hvernig þróunin hefur orðið nú á fyrstu dögum nýs Alþingis og nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fáar konur eru ráðherrar og kynjahlutföllin í nýskipuðum nefndum á vegum Alþingis báru vott um að jafnréttissjónarmið hafi ekki verið höfð að leiðarljósi en það þurfti utanaðkomandi þrýsting til þess að leiðrétta þá kynjaslagsíðu sem birtist í nefndaskipan og minnti á gamalgrónar hugmyndir um karlamál og kvennamál.Jafnrétti skiptir máli Þrátt fyrir afar bága stöðu ríkissjóðs eftir hrun var með skýrri forgangsröðun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur staðinn vörður um almannaþjónustu og aldrei áður hefur jafnréttismálum verið gert jafn hátt undir höfði af ríkisstjórn hér á landi. Hins vegar eigum við enn langt í land þegar kemur að launamun kynjanna. Grípa verður til aðgerða til þess að leiðrétta ójöfn laun og lífskjör karla og kvenna og á hið opinbera að vera fyrirmynd í þeim efnum. Við viljum sjá framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna sem var samþykkt af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í lok árs 2012 komast til framkvæmda. Femínískar áherslur í stjórnun sveitarfélaga eru ekki síður mikilvægar. Skipulag, samgönguáætlanir og fjölbreytni ferðamáta á að taka mið af þörfum beggja kynja og baráttan við óæskilegar staðalmyndir kynjanna og klámvæðingu er afar mikilvæg í starfi skóla- og frístundageirans. Það er mikilvægt að rödd kvenna heyrist hátt á vettvangi sveitarstjórna og að konur á öllum aldri upplifi starf í sveitarstjórnum sem eftirsóknarverðan vettvang til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Það þarf að skapa konum enn betri tækifæri til að fara inn á vettvang sveitarstjórnarmála. Það hefur sýnt sig að konur hætta fyrr í sveitarstjórnum en karlar og er ástæðan sú að það er erfiðara fyrir konur að vera á vinnumarkaði og sinna sveitarstjórnarstörfum ásamt því að reka heimili. Þessu þarf að breyta. Það er okkar von að núverandi ríkisstjórn haldi vöku sinni í jafnréttismálunum þannig að áfram verði haldið á þeirri góðu braut sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir markaði. Íslenskar konur verða að standa vaktina saman, verja þá áfangasigra sem þegar hafa náðst og sækja enn frekar fram. Það er á okkar ábyrgð að hér sé samfélag sem byggir á jöfnuði og réttlæti en ekki misskiptingu og mismunun. Því skiptir máli að það sé aldrei slakað á kröfunum þegar kemur að jafnrétti.Heiða Björg, Margrét Lind, Sema Erla og Þórunn Sigurðardóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sema Erla Serdar Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í dag, þann 19. júní, minnumst við réttindabaráttu kvenna en þennan dag árið 1915 hlutu íslenskar konur fyrst kosningarétt. Það var stór áfangi í jafnréttisbaráttunni sem þó stendur enn og mun ekki ljúka þar til fullkomnu jafnrétti kynjanna er náð.Það skiptir máli hverjir stjórna Í kjölfar alþingiskosninganna árið 2009 urðu kaflaskil þegar konur voru í fyrsta skipti yfir 40% þingmanna og Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra, fyrst kvenna. Í ríkisstjórnum Jóhönnu Sigurðardóttur á árunum 2009 til 2013 voru konur jafn margar eða fleiri en karlar, kona gegndi í fyrsta sinn embætti fjármála- og efnahagsráðherra og ríkisstjórn hennar er sú fyrsta í sögunni sem nær lögbundnum hlut kynjanna í nefndum og ráðum á vegum stjórnvalda og fullkomnu jafnræði meðal ráðuneytisstjóra, æðstu embættismanna stjórnsýslunnar. Á síðustu árum hafa margir stórir sigrar náðst í átt að auknu jafnrétti undir forystu Samfylkingar og VG. Má þar nefna aðgerðaráætlun í baráttu gegn mansali, lög um bann við kaupum á vændi, austurrísku leiðina, bann við nektardansstöðum og vitundarvakningu um skaðsemi kláms og kynbundins ofbeldis, hækkun barnabóta og endurreisn Fæðingarorlofssjóðs, meðal annars með lengingu orlofsins í 12 mánuði með jafnri skiptingu milli kynja. Þá hefur Ísland fyrst landa útbúið jafnlaunastaðal og í framhaldi af því geta fyrirtæki og stofnanir sótt um jafnlaunavottanir til að sýna að þau leggi baráttunni gegn kynbundnum launamun lið. Kynbundnum launamun innan ráðuneyta var eytt og fyrstu skrefin voru tekin í endurmati launa stóru kvennastéttanna í heilbrigðiskerfinu í samræmi við viðamikla aðgerðaráætlun um launajafnrétti sem ríkisstjórnin vann eftir. Þá var kynjuð hagstjórn höfð að leiðarljósi við fjárlagagerð og efnahagsstjórn. Þá er búið að lögbinda 40% hlutfall hvors kyns í stjórnum lífeyrissjóða og fyrirtækja, sem þegar er farið að hafa áhrif og kemur að fullu til framkvæmda í haust. Jafnaðarmenn treysta konum og sýndu það í verki og því hefur Ísland, þrjú ár í röð, talist það land í heiminum sem næst kemst fullkomnu jafnrétti kynjanna. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hvernig þróunin hefur orðið nú á fyrstu dögum nýs Alþingis og nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fáar konur eru ráðherrar og kynjahlutföllin í nýskipuðum nefndum á vegum Alþingis báru vott um að jafnréttissjónarmið hafi ekki verið höfð að leiðarljósi en það þurfti utanaðkomandi þrýsting til þess að leiðrétta þá kynjaslagsíðu sem birtist í nefndaskipan og minnti á gamalgrónar hugmyndir um karlamál og kvennamál.Jafnrétti skiptir máli Þrátt fyrir afar bága stöðu ríkissjóðs eftir hrun var með skýrri forgangsröðun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur staðinn vörður um almannaþjónustu og aldrei áður hefur jafnréttismálum verið gert jafn hátt undir höfði af ríkisstjórn hér á landi. Hins vegar eigum við enn langt í land þegar kemur að launamun kynjanna. Grípa verður til aðgerða til þess að leiðrétta ójöfn laun og lífskjör karla og kvenna og á hið opinbera að vera fyrirmynd í þeim efnum. Við viljum sjá framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna sem var samþykkt af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í lok árs 2012 komast til framkvæmda. Femínískar áherslur í stjórnun sveitarfélaga eru ekki síður mikilvægar. Skipulag, samgönguáætlanir og fjölbreytni ferðamáta á að taka mið af þörfum beggja kynja og baráttan við óæskilegar staðalmyndir kynjanna og klámvæðingu er afar mikilvæg í starfi skóla- og frístundageirans. Það er mikilvægt að rödd kvenna heyrist hátt á vettvangi sveitarstjórna og að konur á öllum aldri upplifi starf í sveitarstjórnum sem eftirsóknarverðan vettvang til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Það þarf að skapa konum enn betri tækifæri til að fara inn á vettvang sveitarstjórnarmála. Það hefur sýnt sig að konur hætta fyrr í sveitarstjórnum en karlar og er ástæðan sú að það er erfiðara fyrir konur að vera á vinnumarkaði og sinna sveitarstjórnarstörfum ásamt því að reka heimili. Þessu þarf að breyta. Það er okkar von að núverandi ríkisstjórn haldi vöku sinni í jafnréttismálunum þannig að áfram verði haldið á þeirri góðu braut sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir markaði. Íslenskar konur verða að standa vaktina saman, verja þá áfangasigra sem þegar hafa náðst og sækja enn frekar fram. Það er á okkar ábyrgð að hér sé samfélag sem byggir á jöfnuði og réttlæti en ekki misskiptingu og mismunun. Því skiptir máli að það sé aldrei slakað á kröfunum þegar kemur að jafnrétti.Heiða Björg, Margrét Lind, Sema Erla og Þórunn Sigurðardóttir.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar