Hvað gerir forsetinn? Bolli Héðinsson skrifar 12. júní 2013 08:52 Í Icesave-samningunum, sem vísað var til í þjóðaratkvæðagreiðslu, var tekist á um hvort almenningur tæki á sig ábyrgð á fjárskuldbindingum sem samið hafði verið um við erlenda aðila ef eignir þrotabús Landsbankans dygðu ekki til. Þjóðin hafnaði ábyrgð á þeirri fjárskuldbindingu. Nú eru aftur uppi hugmyndir um að leggja byrðar á þjóðina sem Alþingi hefur samþykkt að útgerðin í landinu beri. Stjórnvöld hafa sett fram hugmyndir um að láta almenning taka á sig þessar byrðar en létta þeim af útgerðinni. Spurningin sem við stöndum því frammi fyrir er sú hvort forsetinn muni reynast brjóstvörn almennings gegn íþyngjandi álögum stjórnvalda með ámóta hætti og í Icesave. Fjármunir sem létt er af útgerð verða ekki sóttir annað en í vasa almennings. Veiðigjaldi sem aflétt er af útgerð verður ekki ráðstafað til skuldalækkunar heimilanna heldur verður það, þvert á móti, lagt á herðar almennings, þó síðar verði. Hverjir höldum við að séu betur aflögufærir, almenningur eða útgerðin?Á að rjúfa sáttina um veiðigjaldið? Þrátt fyrir þá ágalla sem kunna að vera á því kerfi veiðigjalda sem fyrri ríkisstjórn stóð fyrir þá er sú leið sem farin var samt sem áður fyrsta alvöru tilraunin til að ná sátt við þjóðina um að útgerðin greiði eitthvað sem kalla mætti sanngjarnt verð fyrir afnot sín af auðlindinni. Hugmyndir núverandi ríkisstjórnar um veiðigjald virðast hins vegar ganga út á að gjaldið sé einhver afgangsstærð og fjárhæð gjaldsins eigi að ráðast af því hvernig fyrirtækið stendur þegar allur kostnaður og misvitur ráðstöfun fjármuna fyrirtækisins hefur verið dregin frá. Með því er í raun fallið frá auðlindagjaldi. Eigi auðlindagjald að rísa undir nafni þá ræðst upphæð þess fyrst og fremst af því magni sem sótt er í auðlindina, en ekki af afkomu fyrirtækjanna, frekar en önnur aðföng. Þannig ráðast vextir, afborganir og kaup á veiðarfærum alls ekki af hagnaði útgerðarinnar heldur er það einfaldlega kostnaður sem standa verður skil á svo hægt sé að halda áfram rekstri. Útgerðir verða að greiða reikning veiðarfærasalans hvort sem útgerðin er rekin með reiknuðu tapi eða gróða. Hví skyldi annað gilda um kostnaðinn við aðganginn að fiskveiðiauðlindinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í Icesave-samningunum, sem vísað var til í þjóðaratkvæðagreiðslu, var tekist á um hvort almenningur tæki á sig ábyrgð á fjárskuldbindingum sem samið hafði verið um við erlenda aðila ef eignir þrotabús Landsbankans dygðu ekki til. Þjóðin hafnaði ábyrgð á þeirri fjárskuldbindingu. Nú eru aftur uppi hugmyndir um að leggja byrðar á þjóðina sem Alþingi hefur samþykkt að útgerðin í landinu beri. Stjórnvöld hafa sett fram hugmyndir um að láta almenning taka á sig þessar byrðar en létta þeim af útgerðinni. Spurningin sem við stöndum því frammi fyrir er sú hvort forsetinn muni reynast brjóstvörn almennings gegn íþyngjandi álögum stjórnvalda með ámóta hætti og í Icesave. Fjármunir sem létt er af útgerð verða ekki sóttir annað en í vasa almennings. Veiðigjaldi sem aflétt er af útgerð verður ekki ráðstafað til skuldalækkunar heimilanna heldur verður það, þvert á móti, lagt á herðar almennings, þó síðar verði. Hverjir höldum við að séu betur aflögufærir, almenningur eða útgerðin?Á að rjúfa sáttina um veiðigjaldið? Þrátt fyrir þá ágalla sem kunna að vera á því kerfi veiðigjalda sem fyrri ríkisstjórn stóð fyrir þá er sú leið sem farin var samt sem áður fyrsta alvöru tilraunin til að ná sátt við þjóðina um að útgerðin greiði eitthvað sem kalla mætti sanngjarnt verð fyrir afnot sín af auðlindinni. Hugmyndir núverandi ríkisstjórnar um veiðigjald virðast hins vegar ganga út á að gjaldið sé einhver afgangsstærð og fjárhæð gjaldsins eigi að ráðast af því hvernig fyrirtækið stendur þegar allur kostnaður og misvitur ráðstöfun fjármuna fyrirtækisins hefur verið dregin frá. Með því er í raun fallið frá auðlindagjaldi. Eigi auðlindagjald að rísa undir nafni þá ræðst upphæð þess fyrst og fremst af því magni sem sótt er í auðlindina, en ekki af afkomu fyrirtækjanna, frekar en önnur aðföng. Þannig ráðast vextir, afborganir og kaup á veiðarfærum alls ekki af hagnaði útgerðarinnar heldur er það einfaldlega kostnaður sem standa verður skil á svo hægt sé að halda áfram rekstri. Útgerðir verða að greiða reikning veiðarfærasalans hvort sem útgerðin er rekin með reiknuðu tapi eða gróða. Hví skyldi annað gilda um kostnaðinn við aðganginn að fiskveiðiauðlindinni?
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun