Eftirminnilegustu tónleikarnir með Múm Sara McMahon skrifar 24. maí 2013 12:00 Warren Ellis kemur til Íslands í júní ásamt Nick Cave og The Bad Seeds. Sveitin kemur fram á hátíðinni All Tomorrow's Parties. Nordicphotos/getty „Ég spilaði á einum eftirminnilegustu tónleikum ferils míns með Múm á Ítalíu. Þau eru alveg yndisleg. Nú er ég orðinn virkilega spenntur fyrir hátíðinni,“ segir tónlistarmaðurinn Warren Ellis þegar blaðamaður Fréttablaðsins hefur lokið við að telja upp nöfn þeirra íslensku hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíðinni All Tomorrow‘s Parties í júní. Sjálfur stígur Ellis á svið á laugardagskvöldinu ásamt Nick Cave og The Bad Seeds. Ellis er mikill aðdáandi All Tomorrow‘s Parties og segir hátíðina einstaka fyrir þær sakir að þar gefst gestum og tónlistarfólki færi á að eiga í nánum samskiptum. „Ég kom að skipulagningu hátíðarinnar ásamt The Dirty Three árið 2006, minnir mig, og hef spilað á henni í Bretlandi, Japan og Ástralíu. Þetta er einstök hátíð og maður finnur að áhugi hátíðargesta á tónlistinni er einlægur. Mér finnst oft sem tónlistarhátíðir hafi það eitt að markmiði að græða, ATP er ekki hátíð markaðsaflanna heldur ímyndunaraflsins,“ segir hann ákafur. Warren Ellis er menntaður fiðluleikari og hefur sinnt tónlistinni mestalla ævina. Hann er meðlimur í hljómsveitunum The Dirty Three og The Bad Seeds og einn helsti samstarfsmaður tónlistarmannsins Nicks Cave. Saman hafa þeir samið tónlist fyrir uppsetningar Vesturports og kvikmyndir á borð við The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford og Lawless. Samstarfinu við Cave lýsir Ellis sem góðu og gefandi. „Okkur finnst báðum mjög gaman að vinna. Við krefjumst mikils hvor af öðrum og slíkt vinnuumhverfi verður fljótt ávanabindandi. Ég gæti ekki hugsað mér betra starf þó að tónleikaferðalögin geti vissulega verið lýjandi. Þetta er sannarlega gjöf.“ Ellis er búsettur í París ásamt franskri eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra. Hann segist kunna vel við sig í höfuðborg Frakklands en kvartar sáran undan rigningarveðrinu sem hefur herjað á Parísarbúa undanfarið. „Veðrið hefur verið hræðilegt frá því í nóvember. Ég er búinn að vera í þriggja mánaða ferðalagi með The Bad Seeds og veðrið er jafn slæmt núna og það var þegar ég lagði af stað í vetur.“ Ellis er samlandi Nicks Cave og kveðst heimsækja Ástralíu minnst einu sinni á ári ásamt fjölskyldu sinni. „Ég heimsæki Ástralíu í fríum og kynni börnin mín fyrir uppruna mínum og þeirra. Ég er þó ekki sérlega góður í fríum og yfirleitt er tónlistin ekki fjarri.“ ATP í Keflavík Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Ég spilaði á einum eftirminnilegustu tónleikum ferils míns með Múm á Ítalíu. Þau eru alveg yndisleg. Nú er ég orðinn virkilega spenntur fyrir hátíðinni,“ segir tónlistarmaðurinn Warren Ellis þegar blaðamaður Fréttablaðsins hefur lokið við að telja upp nöfn þeirra íslensku hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíðinni All Tomorrow‘s Parties í júní. Sjálfur stígur Ellis á svið á laugardagskvöldinu ásamt Nick Cave og The Bad Seeds. Ellis er mikill aðdáandi All Tomorrow‘s Parties og segir hátíðina einstaka fyrir þær sakir að þar gefst gestum og tónlistarfólki færi á að eiga í nánum samskiptum. „Ég kom að skipulagningu hátíðarinnar ásamt The Dirty Three árið 2006, minnir mig, og hef spilað á henni í Bretlandi, Japan og Ástralíu. Þetta er einstök hátíð og maður finnur að áhugi hátíðargesta á tónlistinni er einlægur. Mér finnst oft sem tónlistarhátíðir hafi það eitt að markmiði að græða, ATP er ekki hátíð markaðsaflanna heldur ímyndunaraflsins,“ segir hann ákafur. Warren Ellis er menntaður fiðluleikari og hefur sinnt tónlistinni mestalla ævina. Hann er meðlimur í hljómsveitunum The Dirty Three og The Bad Seeds og einn helsti samstarfsmaður tónlistarmannsins Nicks Cave. Saman hafa þeir samið tónlist fyrir uppsetningar Vesturports og kvikmyndir á borð við The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford og Lawless. Samstarfinu við Cave lýsir Ellis sem góðu og gefandi. „Okkur finnst báðum mjög gaman að vinna. Við krefjumst mikils hvor af öðrum og slíkt vinnuumhverfi verður fljótt ávanabindandi. Ég gæti ekki hugsað mér betra starf þó að tónleikaferðalögin geti vissulega verið lýjandi. Þetta er sannarlega gjöf.“ Ellis er búsettur í París ásamt franskri eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra. Hann segist kunna vel við sig í höfuðborg Frakklands en kvartar sáran undan rigningarveðrinu sem hefur herjað á Parísarbúa undanfarið. „Veðrið hefur verið hræðilegt frá því í nóvember. Ég er búinn að vera í þriggja mánaða ferðalagi með The Bad Seeds og veðrið er jafn slæmt núna og það var þegar ég lagði af stað í vetur.“ Ellis er samlandi Nicks Cave og kveðst heimsækja Ástralíu minnst einu sinni á ári ásamt fjölskyldu sinni. „Ég heimsæki Ástralíu í fríum og kynni börnin mín fyrir uppruna mínum og þeirra. Ég er þó ekki sérlega góður í fríum og yfirleitt er tónlistin ekki fjarri.“
ATP í Keflavík Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira