Hagkerfin tvö Magnús Hávarðarson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Hagkerfin á Íslandi eru tvö. Annað er á höfuðborgarsvæðinu og hitt á landsbyggðinni. Þegar talað er um þörfina á að örva hagkerfið, er nær undantekningalaust átt við fyrrnefnda hagkerfið þótt annað sé gjarnan gefið í skyn. Það var örvað svo hressilega á „góðærisárunum“ að það náði hæstu hæðum áður en það sprakk í loft upp og olli allsherjarhruni á Íslandi. Eftir það þurftu allir Íslendingar, að meðtöldum íbúum landsbyggðarinnar, að húka saman á sokkinni þjóðarskútunni og taka á sig stórfelldar afleiðingar bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins. Þegar þarna var komið sögu, hafði hagkerfið á landsbyggðinni verið svelt árum saman með tilheyrandi kyrrstöðu eða hnignun. Víða hafði orðið hrun, sérstaklega í sjávarbyggðum sem þurftu að horfast í augu við afleiðingar lögfestingar framsals aflaheimilda. Eignir fólks urðu verðlausar yfir nótt þegar maðurinn með kvótann fór í fýlu eða vildi gera eitthvað skemmtilegra við peningana fyrir sunnan. Fólkið í þorpunum hírðist saman á sínum hripleka litla bát og engin eftirspurn var eftir að fá að deila farkostinum með því. Enginn snillingurinn birtist af himnum ofan til að benda á að sanngjarnt gæti verið að leiðrétta eða færa niður skuldir þessa fólks vegna þess að forsendubrestur hefði átt sér stað í þorpinu. Ekki nokkur Bjarni og enginn heldur Sigmundur.Stórfenglegasta byggðaaðgerðin Stórfenglegasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar er nú yfirvofandi, ef marka má kosningaloforð og stefnu margra stjórnmálaflokka hvað varðar stórfelldar skuldaleiðréttingar vegna bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins sem hrundi. Það er grátlega sorglegt fyrir íbúa landsbyggðarinnar, sem beðið hafa þolinmóðir eftir aðgerðum í þeirra þágu alltof lengi, að byggðastefna og aðgerðir flokkanna skuli nú fyrst og fremst beinast að byggðinni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki skal gert lítið úr skuldavanda heimilanna og erfiðleikum fólks við að standa við fjárhagslegar skuldbindingar, en á það skal minnt að íbúar landsbyggðarinnar hafa víða glímt við skuldavanda vegna verðlausra eigna af öðrum orsökum, án þess að hljóta mikla samúð eða til hafi komið sértækar aðgerðir.Afturgengin skjaldborg – nýtt tilboð Bóluhagkerfið átti að stórum hluta rætur sínar í 90% húsnæðislánum Framsóknarflokksins sem lofað var í kosningabaráttu og fleytti flokknum í ríkisstjórn á sínum tíma. Flokkurinn sá gerir nú sem fyrr út á neyð fólks, sem kokgleypir væntanlega sama agnið aftur því að nú er agnið í enn skrautlegri búningi og flokkurinn skartar nýjum fjöðrum. Aðrir flokkar reyna að jafna eða toppa gylliboðin - hver sem betur getur og allt í þágu heimilanna auðvitað. Skjaldborgin afturgengin í boði annarra, en jafn innantóm og marklaus sem fyrr.Hið eitraða agn Ætla íbúar höfuðborgarsvæðisins að brenna sig enn og aftur á sama eldinum og gleypa hið eitraða agn? Ætlar landsbyggðin að láta taka veð í sér eina ferðina enn til að hægt verði að blása í nýja bólu fyrir sunnan? Menn skyldu ígrunda valkostina vel áður en þeir verja atkvæði sínu í vor. Það kemur að skuldadögum þegar næsta bóla springur og víst er að þá verður gengið að veðinu og landsbyggðinni blæðir áfram. En partíið fyrir sunnan verður örugglega jafn fjörugt sem fyrr - þangað til. Það búa tvær þjóðir á Íslandi við ólík hagkerfi og misjöfn kjör. Önnur býr á höfuðborgarsvæðinu en hin á landsbyggðinni. Ef mönnum ber gæfa til að jafna kjörin, getum við stolt talað um eina þjóð í landinu - en ekki fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hagkerfin á Íslandi eru tvö. Annað er á höfuðborgarsvæðinu og hitt á landsbyggðinni. Þegar talað er um þörfina á að örva hagkerfið, er nær undantekningalaust átt við fyrrnefnda hagkerfið þótt annað sé gjarnan gefið í skyn. Það var örvað svo hressilega á „góðærisárunum“ að það náði hæstu hæðum áður en það sprakk í loft upp og olli allsherjarhruni á Íslandi. Eftir það þurftu allir Íslendingar, að meðtöldum íbúum landsbyggðarinnar, að húka saman á sokkinni þjóðarskútunni og taka á sig stórfelldar afleiðingar bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins. Þegar þarna var komið sögu, hafði hagkerfið á landsbyggðinni verið svelt árum saman með tilheyrandi kyrrstöðu eða hnignun. Víða hafði orðið hrun, sérstaklega í sjávarbyggðum sem þurftu að horfast í augu við afleiðingar lögfestingar framsals aflaheimilda. Eignir fólks urðu verðlausar yfir nótt þegar maðurinn með kvótann fór í fýlu eða vildi gera eitthvað skemmtilegra við peningana fyrir sunnan. Fólkið í þorpunum hírðist saman á sínum hripleka litla bát og engin eftirspurn var eftir að fá að deila farkostinum með því. Enginn snillingurinn birtist af himnum ofan til að benda á að sanngjarnt gæti verið að leiðrétta eða færa niður skuldir þessa fólks vegna þess að forsendubrestur hefði átt sér stað í þorpinu. Ekki nokkur Bjarni og enginn heldur Sigmundur.Stórfenglegasta byggðaaðgerðin Stórfenglegasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar er nú yfirvofandi, ef marka má kosningaloforð og stefnu margra stjórnmálaflokka hvað varðar stórfelldar skuldaleiðréttingar vegna bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins sem hrundi. Það er grátlega sorglegt fyrir íbúa landsbyggðarinnar, sem beðið hafa þolinmóðir eftir aðgerðum í þeirra þágu alltof lengi, að byggðastefna og aðgerðir flokkanna skuli nú fyrst og fremst beinast að byggðinni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki skal gert lítið úr skuldavanda heimilanna og erfiðleikum fólks við að standa við fjárhagslegar skuldbindingar, en á það skal minnt að íbúar landsbyggðarinnar hafa víða glímt við skuldavanda vegna verðlausra eigna af öðrum orsökum, án þess að hljóta mikla samúð eða til hafi komið sértækar aðgerðir.Afturgengin skjaldborg – nýtt tilboð Bóluhagkerfið átti að stórum hluta rætur sínar í 90% húsnæðislánum Framsóknarflokksins sem lofað var í kosningabaráttu og fleytti flokknum í ríkisstjórn á sínum tíma. Flokkurinn sá gerir nú sem fyrr út á neyð fólks, sem kokgleypir væntanlega sama agnið aftur því að nú er agnið í enn skrautlegri búningi og flokkurinn skartar nýjum fjöðrum. Aðrir flokkar reyna að jafna eða toppa gylliboðin - hver sem betur getur og allt í þágu heimilanna auðvitað. Skjaldborgin afturgengin í boði annarra, en jafn innantóm og marklaus sem fyrr.Hið eitraða agn Ætla íbúar höfuðborgarsvæðisins að brenna sig enn og aftur á sama eldinum og gleypa hið eitraða agn? Ætlar landsbyggðin að láta taka veð í sér eina ferðina enn til að hægt verði að blása í nýja bólu fyrir sunnan? Menn skyldu ígrunda valkostina vel áður en þeir verja atkvæði sínu í vor. Það kemur að skuldadögum þegar næsta bóla springur og víst er að þá verður gengið að veðinu og landsbyggðinni blæðir áfram. En partíið fyrir sunnan verður örugglega jafn fjörugt sem fyrr - þangað til. Það búa tvær þjóðir á Íslandi við ólík hagkerfi og misjöfn kjör. Önnur býr á höfuðborgarsvæðinu en hin á landsbyggðinni. Ef mönnum ber gæfa til að jafna kjörin, getum við stolt talað um eina þjóð í landinu - en ekki fyrr.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun