Kom bara heim til að kjósa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2013 07:30 Claes Hellgren og Ólafur Stefánsson slá á létta strengi í Vodafone-höllinni í gær.fréttablaðið/stefán Aðeins fáeinum dögum eftir að Valur tryggði sæti sitt í N1-deild karla fyrir næstu leiktíð var Ólafur Stefánsson, nýr þjálfari liðsins, mættur til landsins til að stýra sinni fyrstu æfingu. „Ég kom nú reyndar bara heim til að kjósa – horfa á Silfur Egils og Kastljós,“ sagði hann í léttum dúr. „Svo er internetið úti svo lélegt að það gekk ekkert annað en að koma heim.“ Ólafur er nú að spila í Katar sem kunnugt er en hann varð meistari með félagsliði sínu þar á dögunum. Það eru þó enn tvær bikarkeppnir sem á eftir að klára og mun því Ólafur aftur halda utan í byrjun næsta mánaðar. Hann er svo alkominn heim um miðjan júní. Fyrr í vetur var tilkynnt að Ólafur muni stýra liði Vals en hann gerði þá tveggja ára samning við félagið. Hann er þegar búinn að mynda þjálfarateymi en honum til aðstoðar verða Ragnar Óskarsson og Claes Hellgren, markvarðaþjálfari og fyrrverandi leikmaður sænska landsliðsins. „Claes mun koma til landsins af og til en aðallega sinna markvörðunum með fjarþjálfun. Markvarðaþjálfun er ein af mínum mörgu veiku hliðum og ég er að reyna að safna mér þeirri þekkingu sem mig vantar,“ sagði Ólafur og bætti við að hann hefði þegar lært margt af Hellgren.Markverðir í annarri íþrótt „Það er eitthvað sem ég hefði átt að læra fyrir löngu, fyrir 20 árum eða svo, hvernig þeir hugsa. Markverðirnir eru auðvitað í allt öðru sporti en við hinir,“ sagði hann. Honum líst vel á það verkefni sem hann er að koma af stað hjá Val. „Þetta eru flottir leikmenn sem við erum með og langflestir verða líklega áfram. Það gæti svo gerst að við fengjum einhverja hjálp og þá líklega að utan,“ sagði Ólafur og vildi lítið segja um hvort hann myndi fá til liðsins stórar kempur úr heimi handboltans. „Ætli ég leyfi þeim flestum ekki að vera í friði. Það er þó aldrei að vita nema einhver nöfn detti inn.“Fall hefði engu breytt Valur þurfti að fara í gegnum umspil til að halda sæti sínu í deildinni og vann Stjörnuna í úrslitum eftir tvo spennandi leiki. „Ég var auðvitað ánægður með það en Stjarnan var að spila vel og hefðu vel getað unnið þetta. Ég samdi auðvitað við Val með þessari óvissu um hvort liðið héldi sæti sínu í deildinni. En það hefði svo sem engu breytt enda æfingarnar alveg jafn góðar fyrir því.“ Og sem fyrr segir er Ólafur þegar byrjaður að hugsa um næsta tímabil. „Nú er þetta allt saman að byrja. Það er hægt að æfa alls kyns hluti strax í dag – aðallega það sem snýr að líkamlega þættinum sem hægt er að sinna í fjarþjálfun. Þegar ég er svo á staðnum verður farið meira út í aðra þætti. En tíminn er byrjaður að „tikka“ hjá okkur.“ Allt annar hugsunargangur í KatarÓlafur Stefánsson er nú á mála hjá Lakhwiya í Katar og klárar tímabilið ytra áður en hann snýr alfarið aftur heim í júní. „Gæðin í þessari deild eru ágætlega mikil,“ sagði hann um handboltann í Katar. „Það er verið að ná í fræga leikmenn og sú þróun mun halda áfram. Ég spilaði til dæmis við Nikolaj Markussen um daginn og það er alveg klárt að það eru fleiri sterkir á leið út,“ sagði Ólafur en Markussen er danskur landsliðsmaður sem var hjá Atletico Madrid. Hann segir að þessi þróun geti vel verið jákvæð fyrir handboltaíþróttina. „Það kemur svo ljós hvernig þetta verður eftir HM 2015 [sem haldið verður í Katar]. Það er allt annar hugsunargangur í gangi þarna úti og menn eiga erfitt með að plana lengra fram í tímann en nokkra mánuði.“ Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Aðeins fáeinum dögum eftir að Valur tryggði sæti sitt í N1-deild karla fyrir næstu leiktíð var Ólafur Stefánsson, nýr þjálfari liðsins, mættur til landsins til að stýra sinni fyrstu æfingu. „Ég kom nú reyndar bara heim til að kjósa – horfa á Silfur Egils og Kastljós,“ sagði hann í léttum dúr. „Svo er internetið úti svo lélegt að það gekk ekkert annað en að koma heim.“ Ólafur er nú að spila í Katar sem kunnugt er en hann varð meistari með félagsliði sínu þar á dögunum. Það eru þó enn tvær bikarkeppnir sem á eftir að klára og mun því Ólafur aftur halda utan í byrjun næsta mánaðar. Hann er svo alkominn heim um miðjan júní. Fyrr í vetur var tilkynnt að Ólafur muni stýra liði Vals en hann gerði þá tveggja ára samning við félagið. Hann er þegar búinn að mynda þjálfarateymi en honum til aðstoðar verða Ragnar Óskarsson og Claes Hellgren, markvarðaþjálfari og fyrrverandi leikmaður sænska landsliðsins. „Claes mun koma til landsins af og til en aðallega sinna markvörðunum með fjarþjálfun. Markvarðaþjálfun er ein af mínum mörgu veiku hliðum og ég er að reyna að safna mér þeirri þekkingu sem mig vantar,“ sagði Ólafur og bætti við að hann hefði þegar lært margt af Hellgren.Markverðir í annarri íþrótt „Það er eitthvað sem ég hefði átt að læra fyrir löngu, fyrir 20 árum eða svo, hvernig þeir hugsa. Markverðirnir eru auðvitað í allt öðru sporti en við hinir,“ sagði hann. Honum líst vel á það verkefni sem hann er að koma af stað hjá Val. „Þetta eru flottir leikmenn sem við erum með og langflestir verða líklega áfram. Það gæti svo gerst að við fengjum einhverja hjálp og þá líklega að utan,“ sagði Ólafur og vildi lítið segja um hvort hann myndi fá til liðsins stórar kempur úr heimi handboltans. „Ætli ég leyfi þeim flestum ekki að vera í friði. Það er þó aldrei að vita nema einhver nöfn detti inn.“Fall hefði engu breytt Valur þurfti að fara í gegnum umspil til að halda sæti sínu í deildinni og vann Stjörnuna í úrslitum eftir tvo spennandi leiki. „Ég var auðvitað ánægður með það en Stjarnan var að spila vel og hefðu vel getað unnið þetta. Ég samdi auðvitað við Val með þessari óvissu um hvort liðið héldi sæti sínu í deildinni. En það hefði svo sem engu breytt enda æfingarnar alveg jafn góðar fyrir því.“ Og sem fyrr segir er Ólafur þegar byrjaður að hugsa um næsta tímabil. „Nú er þetta allt saman að byrja. Það er hægt að æfa alls kyns hluti strax í dag – aðallega það sem snýr að líkamlega þættinum sem hægt er að sinna í fjarþjálfun. Þegar ég er svo á staðnum verður farið meira út í aðra þætti. En tíminn er byrjaður að „tikka“ hjá okkur.“ Allt annar hugsunargangur í KatarÓlafur Stefánsson er nú á mála hjá Lakhwiya í Katar og klárar tímabilið ytra áður en hann snýr alfarið aftur heim í júní. „Gæðin í þessari deild eru ágætlega mikil,“ sagði hann um handboltann í Katar. „Það er verið að ná í fræga leikmenn og sú þróun mun halda áfram. Ég spilaði til dæmis við Nikolaj Markussen um daginn og það er alveg klárt að það eru fleiri sterkir á leið út,“ sagði Ólafur en Markussen er danskur landsliðsmaður sem var hjá Atletico Madrid. Hann segir að þessi þróun geti vel verið jákvæð fyrir handboltaíþróttina. „Það kemur svo ljós hvernig þetta verður eftir HM 2015 [sem haldið verður í Katar]. Það er allt annar hugsunargangur í gangi þarna úti og menn eiga erfitt með að plana lengra fram í tímann en nokkra mánuði.“
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn