Hnetusmjörið hérna er allt öðruvísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2013 07:00 Grindvíkingum leiddust ekki tilþrif Broussard gegn Stjörnunni á fjölum Rastarinnar. Fréttablaðið/Vilhelm Aaron Broussard bauð áhorfendum í Grindavík upp á sýningu í körfubolta á miðvikudagskvöldið. Stigin voru 39 áður en yfir lauk, auk þess sem enginn á vellinum tók fleiri fráköst. Broussard unir sér vel með eiginkonu sinni og tíu mánaða gömlum syni í Grindavík. Broussard er alinn upp rétt sunnan við borgina Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Þar lauk hann háskóla síðastliðið vor og horfði út fyrir landsteinana eftir möguleika á að lifa af íþrótt sinni. „Ég hafði ekki mörg tilboð á þeim tíma. Grindavík var eitt það fyrsta og hljómaði spennandi,“ segir Broussard, sem býr í Grindavík ásamt eiginkonu sinni Katie og tíu mánaða syni þeirra Aiden. „Ég hef ekki kynnt svona smáum bæ áður en það er gaman að kynnast fólkinu, sem er afar gestrisið. Það hefur ekki verið erfitt að venjast lífinu hérna,“ segir Broussard. Hann hafi helst verið hræddur við veðurfarið, sem sé þó nokkuð svipað og hann á að venjast í Seattle. „Við höfðum séð fyrir okkur miklu meiri kulda og snjókomu en þetta hefur verið frekar mildur vetur að því er mér skilst.“ Spurður hvers hann sakni helst frá Bandaríkjunum kemur matur fyrst í umræðuna. Tengdaforeldrar hans heimsóttu fjölskylduna í febrúar með fullar ferðatöskur af mat. „Í mánuð höfðum við bandarískt hnetusmjör en þegar það kláraðist urðum við að fara í Nettó. Hnetusmjörið þar bragðast allt öðruvísi,“ segir Broussard og hlær. Hnetusmjörið setur hann á brauð ásamt sultu en samlokuna mætti kalla þjóðarrétt Bandaríkjamanna. Þau hjónin segjast verja miklum tíma með syni sínum Aiden sem var fjögurra mánaða við komuna til Íslands. „Svo glápum við mikið á sjónvarpið. Maður myndi halda að hver dagur liði hægt því við erum mikið innandyra en sannleikurinn er sá að tíminn hefur flogið. Við skemmtum okkur konunglega,“ segir Broussard. Í bæjarblöðum í Seattle er Broussard lýst sem hógværum leikmanni sem er í takt við það sem sést hefur til hans hér á landi. Í körfubolta leggja margir mikið upp úr því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Ekki Broussard. „Það er ekki minn stíll. Ég reyni frekar að láta verkin tala. Sumir andstæðingar reyna þó að kveikja í mér og stundum hreyti ég einhverju í þá í gríni,“ segir Broussard af yfirvegun. Þrátt fyrir stórsigur í fyrsta leiknum gegn Grindavík telur Broussard sína menn geta bætt sig. „Þeir tóku fleiri fráköst og mörg sóknarfráköst. En með þeirra lið og líkamlegan styrk kemur það ekki á óvart. Ef við takmörkum þá við eitt skot í sókn þá eigum við góðan möguleika á útisigri.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Flest stig í fyrsta leik í 19 árÓskar Ófeigur Jónsson skrifar: Fara þarf alla leið til lokaúrslitanna 1994 til að finna leikmann sem hefur skorað fleiri stig í leik eitt í úrslitaleik karla en Aaron Broussard. Rondey Robinson á metið en hann skoraði 50 stig í leik eitt í lokaúrslitum 1994. Sá leikur fór einnig fram í Röstinni í Grindavík. Auk stiga sinna var Broussard með tólf fráköst, fjórar stoðsendingar og níu fiskaðar villur í þessum leik. Broussard þurfti líka bara 19 skot til þess að skora þessi 39 stig en hann hitti úr 11 af 19 skotum utan af velli (57,8 prósent) og 13 af 16 vítum (81,3 prósent). Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu en Broussard hafði mest skorað 36 stig í tapleik á móti Keflavík í byrjun þessa árs. Hér fyrir neðan má sjá þá sem hafa skorað flest stig í leik eitt í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn en þeir Valur Ingimundarson, Teitur Örlygsson og Hjörtur Harðarson eiga Íslandsmetið – 37 stig.Flest stig í leik eitt í lokaúrslitum:Rondey Robinson 50 (Njarðvík - Grindavík 1994)Aaron Broussard 39 (Grindavík - Stjarnan 2013)Nick Bradford 38 (Grindavík - KR 2009)Hjörtur Harðarson 37 (Grindavík - Njarðvík 1994)Teitur Örlygsson 37 (Njarðvík - Keflavík 1991)Valur Ingimundarson 37 (Njarðvík - Haukar 1985)Herman Myers 33 (Grindavík - Keflavík 1997)Corey Dickerson 33 (Snæfell - Keflavík 2004)Guðjón Skúlason 32 (Keflavík - KR 1990)Jónatan J. Bow 31 (Keflavík - Haukar 1993) Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Aaron Broussard bauð áhorfendum í Grindavík upp á sýningu í körfubolta á miðvikudagskvöldið. Stigin voru 39 áður en yfir lauk, auk þess sem enginn á vellinum tók fleiri fráköst. Broussard unir sér vel með eiginkonu sinni og tíu mánaða gömlum syni í Grindavík. Broussard er alinn upp rétt sunnan við borgina Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Þar lauk hann háskóla síðastliðið vor og horfði út fyrir landsteinana eftir möguleika á að lifa af íþrótt sinni. „Ég hafði ekki mörg tilboð á þeim tíma. Grindavík var eitt það fyrsta og hljómaði spennandi,“ segir Broussard, sem býr í Grindavík ásamt eiginkonu sinni Katie og tíu mánaða syni þeirra Aiden. „Ég hef ekki kynnt svona smáum bæ áður en það er gaman að kynnast fólkinu, sem er afar gestrisið. Það hefur ekki verið erfitt að venjast lífinu hérna,“ segir Broussard. Hann hafi helst verið hræddur við veðurfarið, sem sé þó nokkuð svipað og hann á að venjast í Seattle. „Við höfðum séð fyrir okkur miklu meiri kulda og snjókomu en þetta hefur verið frekar mildur vetur að því er mér skilst.“ Spurður hvers hann sakni helst frá Bandaríkjunum kemur matur fyrst í umræðuna. Tengdaforeldrar hans heimsóttu fjölskylduna í febrúar með fullar ferðatöskur af mat. „Í mánuð höfðum við bandarískt hnetusmjör en þegar það kláraðist urðum við að fara í Nettó. Hnetusmjörið þar bragðast allt öðruvísi,“ segir Broussard og hlær. Hnetusmjörið setur hann á brauð ásamt sultu en samlokuna mætti kalla þjóðarrétt Bandaríkjamanna. Þau hjónin segjast verja miklum tíma með syni sínum Aiden sem var fjögurra mánaða við komuna til Íslands. „Svo glápum við mikið á sjónvarpið. Maður myndi halda að hver dagur liði hægt því við erum mikið innandyra en sannleikurinn er sá að tíminn hefur flogið. Við skemmtum okkur konunglega,“ segir Broussard. Í bæjarblöðum í Seattle er Broussard lýst sem hógværum leikmanni sem er í takt við það sem sést hefur til hans hér á landi. Í körfubolta leggja margir mikið upp úr því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Ekki Broussard. „Það er ekki minn stíll. Ég reyni frekar að láta verkin tala. Sumir andstæðingar reyna þó að kveikja í mér og stundum hreyti ég einhverju í þá í gríni,“ segir Broussard af yfirvegun. Þrátt fyrir stórsigur í fyrsta leiknum gegn Grindavík telur Broussard sína menn geta bætt sig. „Þeir tóku fleiri fráköst og mörg sóknarfráköst. En með þeirra lið og líkamlegan styrk kemur það ekki á óvart. Ef við takmörkum þá við eitt skot í sókn þá eigum við góðan möguleika á útisigri.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Flest stig í fyrsta leik í 19 árÓskar Ófeigur Jónsson skrifar: Fara þarf alla leið til lokaúrslitanna 1994 til að finna leikmann sem hefur skorað fleiri stig í leik eitt í úrslitaleik karla en Aaron Broussard. Rondey Robinson á metið en hann skoraði 50 stig í leik eitt í lokaúrslitum 1994. Sá leikur fór einnig fram í Röstinni í Grindavík. Auk stiga sinna var Broussard með tólf fráköst, fjórar stoðsendingar og níu fiskaðar villur í þessum leik. Broussard þurfti líka bara 19 skot til þess að skora þessi 39 stig en hann hitti úr 11 af 19 skotum utan af velli (57,8 prósent) og 13 af 16 vítum (81,3 prósent). Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu en Broussard hafði mest skorað 36 stig í tapleik á móti Keflavík í byrjun þessa árs. Hér fyrir neðan má sjá þá sem hafa skorað flest stig í leik eitt í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn en þeir Valur Ingimundarson, Teitur Örlygsson og Hjörtur Harðarson eiga Íslandsmetið – 37 stig.Flest stig í leik eitt í lokaúrslitum:Rondey Robinson 50 (Njarðvík - Grindavík 1994)Aaron Broussard 39 (Grindavík - Stjarnan 2013)Nick Bradford 38 (Grindavík - KR 2009)Hjörtur Harðarson 37 (Grindavík - Njarðvík 1994)Teitur Örlygsson 37 (Njarðvík - Keflavík 1991)Valur Ingimundarson 37 (Njarðvík - Haukar 1985)Herman Myers 33 (Grindavík - Keflavík 1997)Corey Dickerson 33 (Snæfell - Keflavík 2004)Guðjón Skúlason 32 (Keflavík - KR 1990)Jónatan J. Bow 31 (Keflavík - Haukar 1993)
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira