Verðrýnendum úthýst Pawel Bartoszek skrifar 22. mars 2013 06:00 Það kom fram í fréttum vikunnar að búðir sem kæmu illa út úr verðsamanburði ASÍ væru ósáttar við þann samanburð og töldu hann óvandaðan. Nokkrar hefðu úthýst verðkönnuðum. Ætli verðmælingarnar verði nokkuð vandaðri við það? Gagnrýnendur eru ekki í vinnu hjá þeim sem þeir gagnrýna. Þeir eru í vinnu hjá neytendum hins gagnrýnda. Mörgum hættir hins vegar til að að líta á gagnrýni sem hluta af eigin markaðssetningu. Fyrir nokkrum árum hætti Borgarleikhúsið til að mynda að bjóða íslenskum leikhúsgagnrýnanda, Jóni Viðari Jónssyni, á frumsýningar því menn í leikhúsinu voru ósáttir við skrif hans. Ef á annað borð á að bjóða gagnrýnendum frítt á sýningar er hæpið að hætta því þótt þeir gagnrýni eitthvað. Stór hluti þeirra bóka sem ég tek mér í hendur reynist leiðinlegur. Ég gefst upp á þeim. Ég get ekki spilað alla tölvuleiki sem koma út. Ég fer sjaldan í bíó. Ég kann vel að meta að einhver nenni að skanna yfir bækur, tölvuleiki og kvikmyndir fyrir mig og tjá mér skoðun sína á þeim. Þetta sparar letingjanum tíma.Algjört rugl Verðlagseftirlit er eins og leikhúsgagnrýni fyrir búðir. Ég er ekki að segja að búðareigendum beri einhver sérstök skylda til að liðka sérstaklega fyrir þeim sem slíku eftirliti sinna. Tími starfsmanna kostar. En þegar beinlínis á að banna fólki að mæta í búð með spjaldtölvu og lista af vörum þá er það auðvitað algjört rugl. Eitt er að hætta að bjóða Jóni Viðari frítt á frumsýningar. Annað væri að banna honum alfarið að koma í leikhús. Í Kastljósþætti í vikunni notaði rekstrarstjóri Nóatúns það orðalag að verslun hans hygðist ekki "taka þátt" í verðlagseftirlitinu. Aftur sama ranghugmynd: Vara heldur að hún sé viðskiptavinur. Bækur taka ekki þátt í bókagagnrýni. Bækur eru gagnrýndar. Sömu sögu er að segja um þær athugasemdir að ekki hafi verið "haft samráð" við einhverja kaupmenn við gerð þessara verðkannana og að verðlagseftirlitið hafi ekki viljað "setjast að borðinu" með þeim. Þeir sem þykjast stunda eftirlit eiga ekkert að vera setjast að neinu sérstöku borði með þeim sem þeir vilja hafa eftirlit með. Heilbrigðiseftirlitið á ekki að "setjast að borðinu" með þeim sem elda ofan í fólk. Heilbrigðiseftirlitið á að leita að saurgerlum. Svo eitt sé á hreinu. Það eitt að þeir sem lenda aftarlega í einhverri samantekt séu ósáttir bætir ekki við neinum upplýsingum um gæðin. Það að verslunareigendur séu ósáttir er heldur ekki eitt og sér til marks um að samantektin sé vel unnin. En ég get varla ímyndað mér að hægt sé að vinna nokkurn verðsamanburð þannig að þeir sem reka lestina í þeim samanburði verði sáttir. Það er alltaf einhver "ástæða" fyrir því að menn lenda aftarlega. Fá kannski ekki jafngott verð hjá birgjum eða eitthvað svoleiðis. En tölur eru tölur. Þær mæla hvað er stórt og hvað er lítið. Þær eru sjaldnast "sanngjarnar". Svo mátti heyra ein rök til viðbótar: Að ekki væri tekið tillit til þess ef vörur væru "á tilboðsverði". Sko. Þúsundkall er þúsundkall.Í frjálsu samfélagi "Tilboðsverð" er bara markaðssetningarhugtak. Það verð sem einn vill selja á og annar vill kaupa á er eina verðið sem skiptir máli. Sama hvaða nafn því verði er gefið og hvort varan hafi kostað annað áður. Menn geta auðvitað keppt í mörgu öðru en verði. Til dæmis gæðum, opnunartíma eða málkunnáttu starfsfólks. Það þurfa ekki allir að hafa þann metnað að vera ódýrastir, og leiðinlegt væri ef allir kepptu að því einu en engu öðru. En þótt maður þykist ekki keppa í einhverju þýðir það ekki að það megi ekki mæla árangurinn. Við búum í frjálsu samfélagi. Menn geta reynt að mæla verð í búðum. Menn sem reka búðir geta verið ósáttir við að það sé gert og hvernig það er gert. Það er hins vegar hæpið að þeir geti bannað fólki að gera það og varla eru það góðir viðskiptahættir. Segjum að okkur langi í sjónvarp. Við förum í búð. Kíkjum á nokkur tæki. Punktum hjá okkur. Vaktstjórinn rýkur fram og stoppar okkur af: "Heyrðu vinur! Ertu nokkuð að kanna verð?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það kom fram í fréttum vikunnar að búðir sem kæmu illa út úr verðsamanburði ASÍ væru ósáttar við þann samanburð og töldu hann óvandaðan. Nokkrar hefðu úthýst verðkönnuðum. Ætli verðmælingarnar verði nokkuð vandaðri við það? Gagnrýnendur eru ekki í vinnu hjá þeim sem þeir gagnrýna. Þeir eru í vinnu hjá neytendum hins gagnrýnda. Mörgum hættir hins vegar til að að líta á gagnrýni sem hluta af eigin markaðssetningu. Fyrir nokkrum árum hætti Borgarleikhúsið til að mynda að bjóða íslenskum leikhúsgagnrýnanda, Jóni Viðari Jónssyni, á frumsýningar því menn í leikhúsinu voru ósáttir við skrif hans. Ef á annað borð á að bjóða gagnrýnendum frítt á sýningar er hæpið að hætta því þótt þeir gagnrýni eitthvað. Stór hluti þeirra bóka sem ég tek mér í hendur reynist leiðinlegur. Ég gefst upp á þeim. Ég get ekki spilað alla tölvuleiki sem koma út. Ég fer sjaldan í bíó. Ég kann vel að meta að einhver nenni að skanna yfir bækur, tölvuleiki og kvikmyndir fyrir mig og tjá mér skoðun sína á þeim. Þetta sparar letingjanum tíma.Algjört rugl Verðlagseftirlit er eins og leikhúsgagnrýni fyrir búðir. Ég er ekki að segja að búðareigendum beri einhver sérstök skylda til að liðka sérstaklega fyrir þeim sem slíku eftirliti sinna. Tími starfsmanna kostar. En þegar beinlínis á að banna fólki að mæta í búð með spjaldtölvu og lista af vörum þá er það auðvitað algjört rugl. Eitt er að hætta að bjóða Jóni Viðari frítt á frumsýningar. Annað væri að banna honum alfarið að koma í leikhús. Í Kastljósþætti í vikunni notaði rekstrarstjóri Nóatúns það orðalag að verslun hans hygðist ekki "taka þátt" í verðlagseftirlitinu. Aftur sama ranghugmynd: Vara heldur að hún sé viðskiptavinur. Bækur taka ekki þátt í bókagagnrýni. Bækur eru gagnrýndar. Sömu sögu er að segja um þær athugasemdir að ekki hafi verið "haft samráð" við einhverja kaupmenn við gerð þessara verðkannana og að verðlagseftirlitið hafi ekki viljað "setjast að borðinu" með þeim. Þeir sem þykjast stunda eftirlit eiga ekkert að vera setjast að neinu sérstöku borði með þeim sem þeir vilja hafa eftirlit með. Heilbrigðiseftirlitið á ekki að "setjast að borðinu" með þeim sem elda ofan í fólk. Heilbrigðiseftirlitið á að leita að saurgerlum. Svo eitt sé á hreinu. Það eitt að þeir sem lenda aftarlega í einhverri samantekt séu ósáttir bætir ekki við neinum upplýsingum um gæðin. Það að verslunareigendur séu ósáttir er heldur ekki eitt og sér til marks um að samantektin sé vel unnin. En ég get varla ímyndað mér að hægt sé að vinna nokkurn verðsamanburð þannig að þeir sem reka lestina í þeim samanburði verði sáttir. Það er alltaf einhver "ástæða" fyrir því að menn lenda aftarlega. Fá kannski ekki jafngott verð hjá birgjum eða eitthvað svoleiðis. En tölur eru tölur. Þær mæla hvað er stórt og hvað er lítið. Þær eru sjaldnast "sanngjarnar". Svo mátti heyra ein rök til viðbótar: Að ekki væri tekið tillit til þess ef vörur væru "á tilboðsverði". Sko. Þúsundkall er þúsundkall.Í frjálsu samfélagi "Tilboðsverð" er bara markaðssetningarhugtak. Það verð sem einn vill selja á og annar vill kaupa á er eina verðið sem skiptir máli. Sama hvaða nafn því verði er gefið og hvort varan hafi kostað annað áður. Menn geta auðvitað keppt í mörgu öðru en verði. Til dæmis gæðum, opnunartíma eða málkunnáttu starfsfólks. Það þurfa ekki allir að hafa þann metnað að vera ódýrastir, og leiðinlegt væri ef allir kepptu að því einu en engu öðru. En þótt maður þykist ekki keppa í einhverju þýðir það ekki að það megi ekki mæla árangurinn. Við búum í frjálsu samfélagi. Menn geta reynt að mæla verð í búðum. Menn sem reka búðir geta verið ósáttir við að það sé gert og hvernig það er gert. Það er hins vegar hæpið að þeir geti bannað fólki að gera það og varla eru það góðir viðskiptahættir. Segjum að okkur langi í sjónvarp. Við förum í búð. Kíkjum á nokkur tæki. Punktum hjá okkur. Vaktstjórinn rýkur fram og stoppar okkur af: "Heyrðu vinur! Ertu nokkuð að kanna verð?"
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun