Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. mars 2013 07:00 Svartfellingurinn Nemanja Malovic er markahæsti leikmaður 1. deildar karla og lykilmaður í liði ÍBV. Hér er hann í leik með Haukum á síðasta tímabili.fréttablaðið/valli Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. Nemanja Malovic, leikmaður ÍBV í 1. deild karla, er ekki með atvinnu- og dvalarleyfi og því óheimilt að starfa hér á landi. Hann er engu að síður með leikheimild hjá Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, sem gerir ekki kröfur um að erlendir leikmenn séu með slík leyfi samkvæmt núgildandi reglugerð. Unnur Sverrisdóttir, varaforstjóri Vinnumálastofnunar, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Malovic væri hér í leyfisleysi en fyrir aðeins aðeins fáeinum dögum þurfti Ivana Mladenovic, leikmaður kvennaliðs ÍBV, að fara úr landi þar sem henni hafði verið synjað um sama leyfi, eins og Fréttablaðið fjallaði um. Ástæðan var sú að hún hafði verið hér of lengi í leyfisleysi.Þurfum að standa okkur betur Nú liggur fyrir að sömu örlög bíða Malovic en Jóhann Pétursson, formaður ÍBV, segir að farseðill hafi verið keyptur fyrir hann úr landi og að hann muni ekki klára tímabilið með liðinu. Malovic spilar þó með ÍBV gegn Þrótti í kvöld en liðið á í harðri baráttu um sæti í efstu deild á næstu leiktíð. Jóhann viðurkennir að þessi mál hafi verið í ólestri hjá félaginu. „Fyrst og fremst þurfum við að standa betur að þessu og höfum við haldið fund um það innan félagsins. Við munum bæta okkar vinnubrögð," segir Jóhann. Malovic er frá Svartfjallalandi sem er ekki á EES-svæðinu. Hann má koma hingað til lands sem ferðamaður og dvelja hér í þrjá mánuði sem slíkur. Ferðamenn hafa hins vegar ekki leyfi til að starfa á Íslandi og því hefur Malovic verið ólöglegur starfskraftur ÍBV allt þetta tímabil, þó svo að HSÍ hafi gefið honum leikheimild. Jóhann gat ekki svarað hvenær Malovic muni fara úr landi en sagði að hann myndi vafalaust ekki klára tímabilið með ÍBV. Deildarkeppninni lýkur 22. mars.Spilar samt í kvöld Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti þó við Fréttablaðið í gær að Malovic myndi spila með liðinu gegn Þrótti í kvöld. ÍBV á þá möguleika á að tryggja sér sæti í efstu deild, verði úrslit í öðrum leikjum liðinu hagstæð. Malovic er markahæsti leikmaður ÍBV með 131 mark. ÍBV er á toppi deildarinnar en liðið hefur aðeins tapað leik allt tímabilið. Miðað við framlag hans til markaskorunar liðsins væri ÍBV með átján stig, ekki 31, ef liðið hefði ekki notið krafta hans á vellinum. Þess má geta að Malovic kom hingað fyrst til lands haustið 2011 og lék með Haukum á síðasta tímabili. Unnur staðfestir að þá hafi hann verið með öll tilskilin leyfi til að búa og starfa hér á landi. Jóhann segir að það hefðu legið ýmsar ástæður fyrir því að ekki var sótt um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir hvorki Malovic né Mladenvic. „Það var ekki nógu vel haldið utan um þessi mál innan félagsins og ekki nógu skýrt hver ætti að sjá um þau. En við höfum nú komið þeim skilaboðum áleiðis til Útlendingastofnunar í hvaða farvegi þessi mál verða framvegis hjá okkur," segir Jóhann.Kemur til greina að breyta reglugerð um félagaskipti Þær upplýsingar fengust hjá Einari Þorvarðarsyni, framkvæmdastjóra HSÍ, í gær að sambandið hefði fundað með Vinnumálastofnun í fyrradag vegna þessara mála. Ætlun HSÍ er að taka þessi mál almennt til skoðunar á næstunni og hvort breyta þurfi reglugerð um félagaskipti. ÍBV á þrjá leiki eftir af tímabilinu, gegn Þrótti í kvöld og svo gegn Stjörnunni og Víkingi sem eru helstu keppinautar Eyjamanna í toppbaráttu deildarinnar. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. Nemanja Malovic, leikmaður ÍBV í 1. deild karla, er ekki með atvinnu- og dvalarleyfi og því óheimilt að starfa hér á landi. Hann er engu að síður með leikheimild hjá Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, sem gerir ekki kröfur um að erlendir leikmenn séu með slík leyfi samkvæmt núgildandi reglugerð. Unnur Sverrisdóttir, varaforstjóri Vinnumálastofnunar, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Malovic væri hér í leyfisleysi en fyrir aðeins aðeins fáeinum dögum þurfti Ivana Mladenovic, leikmaður kvennaliðs ÍBV, að fara úr landi þar sem henni hafði verið synjað um sama leyfi, eins og Fréttablaðið fjallaði um. Ástæðan var sú að hún hafði verið hér of lengi í leyfisleysi.Þurfum að standa okkur betur Nú liggur fyrir að sömu örlög bíða Malovic en Jóhann Pétursson, formaður ÍBV, segir að farseðill hafi verið keyptur fyrir hann úr landi og að hann muni ekki klára tímabilið með liðinu. Malovic spilar þó með ÍBV gegn Þrótti í kvöld en liðið á í harðri baráttu um sæti í efstu deild á næstu leiktíð. Jóhann viðurkennir að þessi mál hafi verið í ólestri hjá félaginu. „Fyrst og fremst þurfum við að standa betur að þessu og höfum við haldið fund um það innan félagsins. Við munum bæta okkar vinnubrögð," segir Jóhann. Malovic er frá Svartfjallalandi sem er ekki á EES-svæðinu. Hann má koma hingað til lands sem ferðamaður og dvelja hér í þrjá mánuði sem slíkur. Ferðamenn hafa hins vegar ekki leyfi til að starfa á Íslandi og því hefur Malovic verið ólöglegur starfskraftur ÍBV allt þetta tímabil, þó svo að HSÍ hafi gefið honum leikheimild. Jóhann gat ekki svarað hvenær Malovic muni fara úr landi en sagði að hann myndi vafalaust ekki klára tímabilið með ÍBV. Deildarkeppninni lýkur 22. mars.Spilar samt í kvöld Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti þó við Fréttablaðið í gær að Malovic myndi spila með liðinu gegn Þrótti í kvöld. ÍBV á þá möguleika á að tryggja sér sæti í efstu deild, verði úrslit í öðrum leikjum liðinu hagstæð. Malovic er markahæsti leikmaður ÍBV með 131 mark. ÍBV er á toppi deildarinnar en liðið hefur aðeins tapað leik allt tímabilið. Miðað við framlag hans til markaskorunar liðsins væri ÍBV með átján stig, ekki 31, ef liðið hefði ekki notið krafta hans á vellinum. Þess má geta að Malovic kom hingað fyrst til lands haustið 2011 og lék með Haukum á síðasta tímabili. Unnur staðfestir að þá hafi hann verið með öll tilskilin leyfi til að búa og starfa hér á landi. Jóhann segir að það hefðu legið ýmsar ástæður fyrir því að ekki var sótt um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir hvorki Malovic né Mladenvic. „Það var ekki nógu vel haldið utan um þessi mál innan félagsins og ekki nógu skýrt hver ætti að sjá um þau. En við höfum nú komið þeim skilaboðum áleiðis til Útlendingastofnunar í hvaða farvegi þessi mál verða framvegis hjá okkur," segir Jóhann.Kemur til greina að breyta reglugerð um félagaskipti Þær upplýsingar fengust hjá Einari Þorvarðarsyni, framkvæmdastjóra HSÍ, í gær að sambandið hefði fundað með Vinnumálastofnun í fyrradag vegna þessara mála. Ætlun HSÍ er að taka þessi mál almennt til skoðunar á næstunni og hvort breyta þurfi reglugerð um félagaskipti. ÍBV á þrjá leiki eftir af tímabilinu, gegn Þrótti í kvöld og svo gegn Stjörnunni og Víkingi sem eru helstu keppinautar Eyjamanna í toppbaráttu deildarinnar.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira