Frumvarp Ögmundar þrengir að lögreglu Stígur Helgason skrifar 15. mars 2013 06:00 Stefáni finnst skjóta skökku við að þrengja eigi að rannsóknarheimildum lögreglu á sama tíma og skipulögð glæpastarfsemi er að ryðja sér hér til rúms. Fréttablaðið/valli Frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um breytingar á símhlerunarheimildum mun þrengja mjög að starfsumhverfi lögreglu verði það að lögum. Þetta er mat Stefáns Eiríkssonar, sem ræddi um rannsóknarheimildir lögreglu á opnum fundi Varðbergs í Þjóðminjasafninu í gær. Frumvarpið kveður á um að ekki verði lengur nóg að annað tveggja skilyrða þurfi að vera fyrir hendi til að heimild sé veitt til símhlerunar – átta ára refsirammi fyrir ætlað brot eða að almenningi standi af því ógn – heldur bæði skilyrðin í einu. Stefán sagði í erindi sínu að Íslendingar hefðu til þessa blessunarlega verið mikið til lausir við nokkra algenga fylgifiska skipulagðrar brotastarfsemi. Í því samhengi nefndi hann sérstaklega götuvændi, skipulagt betl, vasaþjófnað, skipulögð rán og stríð milli glæpagengja. Hann sagði að ef ekkert yrði að gert og lögreglu ekki færðar auknar heimildir til forvirkra rannsóknaraðgerða væri aðeins tímaspursmál hvenær þessi brotaflokkar hæfi innreið sína til Íslands. „Það er ekki nokkur vafi,“ sagði Stefán. Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við heimildir til þess að hefja rannsókn á mönnum án þess að fyrir liggi grunur um að þeir hafi framið tiltekið afbrot. Stefán segir lögregluna einkum reka sig á veggi þegar hún vill geta skoðað menn með augljós tengsl við hópa sem skilgreindir eru sem skipulögð glæpasamtök, menn með afbrotaferil og tengsl við aðra brotamenn, menn sem berast mikið á og eru með umsvif sem samræmast ekki atvinnustöðu þeirra, kaup og innflutning á efnum sem kunna að vera notuð til fíkniefnaframleiðslu og sprengjugerðar og öfgafull skrif og skoðanir, eins og hann orðar það. Stefán tók dæmi af máli Anders Breivik og sagði lögregluna hafa legið yfir því sem þar gerðist í því skyni að læra af atburðarásinni. Hins vegar væri býsna ólíklegt að hér yrði framið hryðjuverk af slíkri stærðargráðu. Lögreglustjórinn lauk máli sínu á að velta upp þeirri spurningu hvers vegna íslensk yfirvöld treystu sér til að banna það að merkja bjórdós með gulum páskaunga – og vísaði þar til svokallaðs Páska-Gullbjórs frá Ölgerðinni – en ekki það að menn skrýddu sig með merkjum skipulagðra glæpasamtaka. Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir Sérstakur vildi skoða símtöl Kjartans Sérstakur saksóknari óskaði árið 2011 eftir dómsúrskurði til að fá afhenta skrá yfir öll símtöl Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, á mánaðartímabili þremur árum fyrr. 15. mars 2013 06:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Sjá meira
Frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um breytingar á símhlerunarheimildum mun þrengja mjög að starfsumhverfi lögreglu verði það að lögum. Þetta er mat Stefáns Eiríkssonar, sem ræddi um rannsóknarheimildir lögreglu á opnum fundi Varðbergs í Þjóðminjasafninu í gær. Frumvarpið kveður á um að ekki verði lengur nóg að annað tveggja skilyrða þurfi að vera fyrir hendi til að heimild sé veitt til símhlerunar – átta ára refsirammi fyrir ætlað brot eða að almenningi standi af því ógn – heldur bæði skilyrðin í einu. Stefán sagði í erindi sínu að Íslendingar hefðu til þessa blessunarlega verið mikið til lausir við nokkra algenga fylgifiska skipulagðrar brotastarfsemi. Í því samhengi nefndi hann sérstaklega götuvændi, skipulagt betl, vasaþjófnað, skipulögð rán og stríð milli glæpagengja. Hann sagði að ef ekkert yrði að gert og lögreglu ekki færðar auknar heimildir til forvirkra rannsóknaraðgerða væri aðeins tímaspursmál hvenær þessi brotaflokkar hæfi innreið sína til Íslands. „Það er ekki nokkur vafi,“ sagði Stefán. Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við heimildir til þess að hefja rannsókn á mönnum án þess að fyrir liggi grunur um að þeir hafi framið tiltekið afbrot. Stefán segir lögregluna einkum reka sig á veggi þegar hún vill geta skoðað menn með augljós tengsl við hópa sem skilgreindir eru sem skipulögð glæpasamtök, menn með afbrotaferil og tengsl við aðra brotamenn, menn sem berast mikið á og eru með umsvif sem samræmast ekki atvinnustöðu þeirra, kaup og innflutning á efnum sem kunna að vera notuð til fíkniefnaframleiðslu og sprengjugerðar og öfgafull skrif og skoðanir, eins og hann orðar það. Stefán tók dæmi af máli Anders Breivik og sagði lögregluna hafa legið yfir því sem þar gerðist í því skyni að læra af atburðarásinni. Hins vegar væri býsna ólíklegt að hér yrði framið hryðjuverk af slíkri stærðargráðu. Lögreglustjórinn lauk máli sínu á að velta upp þeirri spurningu hvers vegna íslensk yfirvöld treystu sér til að banna það að merkja bjórdós með gulum páskaunga – og vísaði þar til svokallaðs Páska-Gullbjórs frá Ölgerðinni – en ekki það að menn skrýddu sig með merkjum skipulagðra glæpasamtaka.
Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir Sérstakur vildi skoða símtöl Kjartans Sérstakur saksóknari óskaði árið 2011 eftir dómsúrskurði til að fá afhenta skrá yfir öll símtöl Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, á mánaðartímabili þremur árum fyrr. 15. mars 2013 06:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Sjá meira
Sérstakur vildi skoða símtöl Kjartans Sérstakur saksóknari óskaði árið 2011 eftir dómsúrskurði til að fá afhenta skrá yfir öll símtöl Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, á mánaðartímabili þremur árum fyrr. 15. mars 2013 06:00