Sváfum á verðinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2013 07:00 Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Haukum hafa tapað þremur leikjum í röð, bæði í deild og bikar. Haukar mæta Akureyringum á fimmtudagskvöldið.fréttablaðið/valli Eftir tíu sigurleiki í N1-deild karla í röð hafa Haukar skyndilega tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, óttast ekki að liðið sé hrunið og segir að margt jákvætt hafi verið í gangi í síðasta leik þess. Hvorki hefur gengið né rekið hjá Haukum að undanförnu en eftir frábært gengi liðsins framan af vetri komu skyndilega þrír tapleikir á aðeins átta dögum. Liðið féll úr leik í bikarnum og átta stiga forysta liðsins í deildinni er skyndilega orðin fjögur stig. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, segir að erfitt sé að benda á bara eina ástæðu fyrir þessu því margt hjálpist að. Meiðsli og mannabreytingar vega þungt en einnig hugarfar leikmanna. „Þetta mikla forskot sem við höfðum varð til þess að við sofnuðum aðeins á verðinum. Þegar það kom svo að því að spýta í lófana var leiðin aðeins lengri en menn héldu," sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær.Vorum værukærir í desember Taphrinan hófst þegar erkifjendurnir í FH komu á Ásvelli um þarsíðustu helgi og slógu meistaraefnin í rot. Síðan tóku við tveir leikir gegn ÍR, þar af annar í bikarnum, sem töpuðust báðir. En Aron segir að hann hafi séð brotalöm á sínu liði strax í desember. „Við vorum orðnir værukærir þá en munurinn er sá að þá tókst okkur að klára leikina okkar," segir Aron, sem þurfti að skilja við liðið í janúar á meðan hann fór með íslenska landsliðið á HM í Spáni, þar sem hann er einnig landsliðsþjálfari. „Eftir HM kem ég heim og liðið er búið að æfa stíft, sérstaklega líkamlega. Við notuðum deildarbikarinn frekar sem undirbúning fyrir deildina og því var hann ekki hátt skrifaður hjá okkur. Svo þegar út í deildina var komið fengum við alvöru kjaftshögg gegn FH," segir Aron.Slæmt að missa Jón Þorbjörn Nokkuð hefur verið um meiðsli í herbúðum Hauka en fjarvera Jóns Þorbjörns Jóhannssonar hefur haft mikið að segja. Hann er með brotið rifbein. „Hann hefur verið okkar jafnbesti maður, bæði í vörn og sókn. Svo misstum við líka Stefán Rafn [Sigurmannsson til Rhein-Neckar Löwen] á sínum tíma, auk þess sem Elías Már Halldórsson hefur verið meiddur. Það hefur kvarnast mikið úr liðinu." Haukar hafa þó fengið sterkan „liðsstyrk" því Sigurbergur Sveinsson er loksins byrjaður að spila með liðinu á ný eftir langvarandi meiðsli. En hann hefur ekki fundið sig í fyrstu leikjunum sínum. „Það er þétt spilað og lítill tími til æfinga á milli leikja. Því verður hann að nota þessa fyrstu leiki til að koma sér í form. Það er erfitt að nota deildarleiki til að pússa liðið saman en ég hef ekki átt annarra kosta völ eftir vetrarfríið." Í lok janúar var tilkynnt að Patrekur Jóhannesson myndi taka við starfi Arons í sumar en þá mun sá síðarnefndi einbeita sér að störfum sínum hjá HSÍ. Aron telur ekki að sú tilkynning hafi breytt nokkru hjá sínum mönnum. „Hugarfarið í hópnum hefur verið mjög gott og ég tel ekki að þetta hafi breytt nokkru. Við vitum sjálfir best hvernig staðan er og hvað við þurfum að gera til að bæta hana. Leikurinn við ÍR á sunnudag var skref í rétta átt þó svo að hann hafi tapast. Við nýttum ekki dauðafærin en spilið var mun betra. Við megum ekki gleyma því að við erum í efsta sæti og menn þurfa að hugsa eins og þeir séu í toppliði. Það þýðir ekkert að fara á taugum þrátt fyrir nokkra tapleiki." Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Enski boltinn „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Sjá meira
Eftir tíu sigurleiki í N1-deild karla í röð hafa Haukar skyndilega tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, óttast ekki að liðið sé hrunið og segir að margt jákvætt hafi verið í gangi í síðasta leik þess. Hvorki hefur gengið né rekið hjá Haukum að undanförnu en eftir frábært gengi liðsins framan af vetri komu skyndilega þrír tapleikir á aðeins átta dögum. Liðið féll úr leik í bikarnum og átta stiga forysta liðsins í deildinni er skyndilega orðin fjögur stig. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, segir að erfitt sé að benda á bara eina ástæðu fyrir þessu því margt hjálpist að. Meiðsli og mannabreytingar vega þungt en einnig hugarfar leikmanna. „Þetta mikla forskot sem við höfðum varð til þess að við sofnuðum aðeins á verðinum. Þegar það kom svo að því að spýta í lófana var leiðin aðeins lengri en menn héldu," sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær.Vorum værukærir í desember Taphrinan hófst þegar erkifjendurnir í FH komu á Ásvelli um þarsíðustu helgi og slógu meistaraefnin í rot. Síðan tóku við tveir leikir gegn ÍR, þar af annar í bikarnum, sem töpuðust báðir. En Aron segir að hann hafi séð brotalöm á sínu liði strax í desember. „Við vorum orðnir værukærir þá en munurinn er sá að þá tókst okkur að klára leikina okkar," segir Aron, sem þurfti að skilja við liðið í janúar á meðan hann fór með íslenska landsliðið á HM í Spáni, þar sem hann er einnig landsliðsþjálfari. „Eftir HM kem ég heim og liðið er búið að æfa stíft, sérstaklega líkamlega. Við notuðum deildarbikarinn frekar sem undirbúning fyrir deildina og því var hann ekki hátt skrifaður hjá okkur. Svo þegar út í deildina var komið fengum við alvöru kjaftshögg gegn FH," segir Aron.Slæmt að missa Jón Þorbjörn Nokkuð hefur verið um meiðsli í herbúðum Hauka en fjarvera Jóns Þorbjörns Jóhannssonar hefur haft mikið að segja. Hann er með brotið rifbein. „Hann hefur verið okkar jafnbesti maður, bæði í vörn og sókn. Svo misstum við líka Stefán Rafn [Sigurmannsson til Rhein-Neckar Löwen] á sínum tíma, auk þess sem Elías Már Halldórsson hefur verið meiddur. Það hefur kvarnast mikið úr liðinu." Haukar hafa þó fengið sterkan „liðsstyrk" því Sigurbergur Sveinsson er loksins byrjaður að spila með liðinu á ný eftir langvarandi meiðsli. En hann hefur ekki fundið sig í fyrstu leikjunum sínum. „Það er þétt spilað og lítill tími til æfinga á milli leikja. Því verður hann að nota þessa fyrstu leiki til að koma sér í form. Það er erfitt að nota deildarleiki til að pússa liðið saman en ég hef ekki átt annarra kosta völ eftir vetrarfríið." Í lok janúar var tilkynnt að Patrekur Jóhannesson myndi taka við starfi Arons í sumar en þá mun sá síðarnefndi einbeita sér að störfum sínum hjá HSÍ. Aron telur ekki að sú tilkynning hafi breytt nokkru hjá sínum mönnum. „Hugarfarið í hópnum hefur verið mjög gott og ég tel ekki að þetta hafi breytt nokkru. Við vitum sjálfir best hvernig staðan er og hvað við þurfum að gera til að bæta hana. Leikurinn við ÍR á sunnudag var skref í rétta átt þó svo að hann hafi tapast. Við nýttum ekki dauðafærin en spilið var mun betra. Við megum ekki gleyma því að við erum í efsta sæti og menn þurfa að hugsa eins og þeir séu í toppliði. Það þýðir ekkert að fara á taugum þrátt fyrir nokkra tapleiki."
Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Enski boltinn „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Sjá meira