Högni Egils í leikhópi Engla alheimsins Freyr Bjarnason skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Hjaltalín semur tónlistina við leikritið engla alheimsins í Þjóðleikhúsinu sem Þorleifur Örn Arnarson leikstýrir. Mynd/Hörður Sveinsson Hljómsveitin Hjaltalín er byrjuð að semja og taka upp tónlistina við leikritið Engla alheimsins sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 20. apríl. Söngvarinn Högni Egilsson mun jafnframt taka þátt í sýningunni. "Fyrir bíómyndina fengu þeir Sigur Rós til að semja tónlistina og okkur fannst spennandi að leita að frábæru bandi til að skapa hljóðheim uppsetningarinnar,“ segir leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarson. "Svo gaf Hjaltalín út þessa frábæru plötu [Enter 4] og það sannfærði okkur um að þetta væri rétta fólkið til að starfa með. Auðvitað hafa þau látið geðsjúkdóma og ábyrgð samfélagsins sig miklu varða undanfarnar vikur og mánuði og það ýtti undir hvað það væri tilvalið að fá þau um borð.“ Þorleifur Örn ræddi mikið við Högna Egilsson, sem tjáði sig einmitt um geðhvarfasýki sína í blaðaviðtali í fyrra. "Ég hugsaði með mér að með þá reynslu sem hann hefur væri hann ómetanlegur inn í hið listræna ferli sýningarinnar. Við tókum þá ákvörðun um að hann yrði hluti af leikhópnum,“ segir hann en Högni hefur hingað til ekki látið að sér kveða á leiksviði. Ekki er búið að ákveða hvaða hlutverki hann gegnir. "Högni hefur töfrandi sviðframkomu. Leiksvið er staður fyrir ungt fólk að tjá sig. Þar er hann ofboðslega sterkur og lætur engan ósnortinn. Það væri synd að nota hann ekki.“ Högni hefur áður samið tónlist fyrir leikhús, síðast fyrir sviðsetningu The Royal Shakespeare Company á Hróa hetti. Hann þreytir nú frumraun sína í Þjóðleikhúsinu. "Þetta virðist ætla að verða spennandi og svolítið kraftmikil uppfærsla,“ segir Högni, sem hlakkar mikið til. Aðspurður segist hann ekki hafa ákveðið að taka þátt vegna veikinda sinna. Það hafi einfaldlega verið gott tækifæri fyrir Hjaltalín að fá að semja tónlistina. Æfingar fyrir leikritið Engla alheimsins, sem er byggt á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, hefjast á miðvikudaginn í næstu viku. Verkið leggst mjög vel í Þorleif Örn. "Ég er þvílíkt spenntur. Að frumsýna í Þjóðleikhúsinu með verki sem svo mörgum þykir vænt um er ofboðsleg áskorun.“ Með aðalhlutverkið, Pál, fer Atli Rafn Sigurðarson. Með önnur hlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Egill Egilsson, Snorri Engilbertsson, Eggert Þorleifsson, Guðrún Gísladóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson og fleiri. Símon Birgisson annast leikgerðina ásamt Þorleifi Erni. Menning Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hljómsveitin Hjaltalín er byrjuð að semja og taka upp tónlistina við leikritið Engla alheimsins sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 20. apríl. Söngvarinn Högni Egilsson mun jafnframt taka þátt í sýningunni. "Fyrir bíómyndina fengu þeir Sigur Rós til að semja tónlistina og okkur fannst spennandi að leita að frábæru bandi til að skapa hljóðheim uppsetningarinnar,“ segir leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarson. "Svo gaf Hjaltalín út þessa frábæru plötu [Enter 4] og það sannfærði okkur um að þetta væri rétta fólkið til að starfa með. Auðvitað hafa þau látið geðsjúkdóma og ábyrgð samfélagsins sig miklu varða undanfarnar vikur og mánuði og það ýtti undir hvað það væri tilvalið að fá þau um borð.“ Þorleifur Örn ræddi mikið við Högna Egilsson, sem tjáði sig einmitt um geðhvarfasýki sína í blaðaviðtali í fyrra. "Ég hugsaði með mér að með þá reynslu sem hann hefur væri hann ómetanlegur inn í hið listræna ferli sýningarinnar. Við tókum þá ákvörðun um að hann yrði hluti af leikhópnum,“ segir hann en Högni hefur hingað til ekki látið að sér kveða á leiksviði. Ekki er búið að ákveða hvaða hlutverki hann gegnir. "Högni hefur töfrandi sviðframkomu. Leiksvið er staður fyrir ungt fólk að tjá sig. Þar er hann ofboðslega sterkur og lætur engan ósnortinn. Það væri synd að nota hann ekki.“ Högni hefur áður samið tónlist fyrir leikhús, síðast fyrir sviðsetningu The Royal Shakespeare Company á Hróa hetti. Hann þreytir nú frumraun sína í Þjóðleikhúsinu. "Þetta virðist ætla að verða spennandi og svolítið kraftmikil uppfærsla,“ segir Högni, sem hlakkar mikið til. Aðspurður segist hann ekki hafa ákveðið að taka þátt vegna veikinda sinna. Það hafi einfaldlega verið gott tækifæri fyrir Hjaltalín að fá að semja tónlistina. Æfingar fyrir leikritið Engla alheimsins, sem er byggt á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, hefjast á miðvikudaginn í næstu viku. Verkið leggst mjög vel í Þorleif Örn. "Ég er þvílíkt spenntur. Að frumsýna í Þjóðleikhúsinu með verki sem svo mörgum þykir vænt um er ofboðsleg áskorun.“ Með aðalhlutverkið, Pál, fer Atli Rafn Sigurðarson. Með önnur hlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Egill Egilsson, Snorri Engilbertsson, Eggert Þorleifsson, Guðrún Gísladóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson og fleiri. Símon Birgisson annast leikgerðina ásamt Þorleifi Erni.
Menning Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira