Högni Egils í leikhópi Engla alheimsins Freyr Bjarnason skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Hjaltalín semur tónlistina við leikritið engla alheimsins í Þjóðleikhúsinu sem Þorleifur Örn Arnarson leikstýrir. Mynd/Hörður Sveinsson Hljómsveitin Hjaltalín er byrjuð að semja og taka upp tónlistina við leikritið Engla alheimsins sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 20. apríl. Söngvarinn Högni Egilsson mun jafnframt taka þátt í sýningunni. "Fyrir bíómyndina fengu þeir Sigur Rós til að semja tónlistina og okkur fannst spennandi að leita að frábæru bandi til að skapa hljóðheim uppsetningarinnar,“ segir leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarson. "Svo gaf Hjaltalín út þessa frábæru plötu [Enter 4] og það sannfærði okkur um að þetta væri rétta fólkið til að starfa með. Auðvitað hafa þau látið geðsjúkdóma og ábyrgð samfélagsins sig miklu varða undanfarnar vikur og mánuði og það ýtti undir hvað það væri tilvalið að fá þau um borð.“ Þorleifur Örn ræddi mikið við Högna Egilsson, sem tjáði sig einmitt um geðhvarfasýki sína í blaðaviðtali í fyrra. "Ég hugsaði með mér að með þá reynslu sem hann hefur væri hann ómetanlegur inn í hið listræna ferli sýningarinnar. Við tókum þá ákvörðun um að hann yrði hluti af leikhópnum,“ segir hann en Högni hefur hingað til ekki látið að sér kveða á leiksviði. Ekki er búið að ákveða hvaða hlutverki hann gegnir. "Högni hefur töfrandi sviðframkomu. Leiksvið er staður fyrir ungt fólk að tjá sig. Þar er hann ofboðslega sterkur og lætur engan ósnortinn. Það væri synd að nota hann ekki.“ Högni hefur áður samið tónlist fyrir leikhús, síðast fyrir sviðsetningu The Royal Shakespeare Company á Hróa hetti. Hann þreytir nú frumraun sína í Þjóðleikhúsinu. "Þetta virðist ætla að verða spennandi og svolítið kraftmikil uppfærsla,“ segir Högni, sem hlakkar mikið til. Aðspurður segist hann ekki hafa ákveðið að taka þátt vegna veikinda sinna. Það hafi einfaldlega verið gott tækifæri fyrir Hjaltalín að fá að semja tónlistina. Æfingar fyrir leikritið Engla alheimsins, sem er byggt á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, hefjast á miðvikudaginn í næstu viku. Verkið leggst mjög vel í Þorleif Örn. "Ég er þvílíkt spenntur. Að frumsýna í Þjóðleikhúsinu með verki sem svo mörgum þykir vænt um er ofboðsleg áskorun.“ Með aðalhlutverkið, Pál, fer Atli Rafn Sigurðarson. Með önnur hlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Egill Egilsson, Snorri Engilbertsson, Eggert Þorleifsson, Guðrún Gísladóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson og fleiri. Símon Birgisson annast leikgerðina ásamt Þorleifi Erni. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hljómsveitin Hjaltalín er byrjuð að semja og taka upp tónlistina við leikritið Engla alheimsins sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 20. apríl. Söngvarinn Högni Egilsson mun jafnframt taka þátt í sýningunni. "Fyrir bíómyndina fengu þeir Sigur Rós til að semja tónlistina og okkur fannst spennandi að leita að frábæru bandi til að skapa hljóðheim uppsetningarinnar,“ segir leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarson. "Svo gaf Hjaltalín út þessa frábæru plötu [Enter 4] og það sannfærði okkur um að þetta væri rétta fólkið til að starfa með. Auðvitað hafa þau látið geðsjúkdóma og ábyrgð samfélagsins sig miklu varða undanfarnar vikur og mánuði og það ýtti undir hvað það væri tilvalið að fá þau um borð.“ Þorleifur Örn ræddi mikið við Högna Egilsson, sem tjáði sig einmitt um geðhvarfasýki sína í blaðaviðtali í fyrra. "Ég hugsaði með mér að með þá reynslu sem hann hefur væri hann ómetanlegur inn í hið listræna ferli sýningarinnar. Við tókum þá ákvörðun um að hann yrði hluti af leikhópnum,“ segir hann en Högni hefur hingað til ekki látið að sér kveða á leiksviði. Ekki er búið að ákveða hvaða hlutverki hann gegnir. "Högni hefur töfrandi sviðframkomu. Leiksvið er staður fyrir ungt fólk að tjá sig. Þar er hann ofboðslega sterkur og lætur engan ósnortinn. Það væri synd að nota hann ekki.“ Högni hefur áður samið tónlist fyrir leikhús, síðast fyrir sviðsetningu The Royal Shakespeare Company á Hróa hetti. Hann þreytir nú frumraun sína í Þjóðleikhúsinu. "Þetta virðist ætla að verða spennandi og svolítið kraftmikil uppfærsla,“ segir Högni, sem hlakkar mikið til. Aðspurður segist hann ekki hafa ákveðið að taka þátt vegna veikinda sinna. Það hafi einfaldlega verið gott tækifæri fyrir Hjaltalín að fá að semja tónlistina. Æfingar fyrir leikritið Engla alheimsins, sem er byggt á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, hefjast á miðvikudaginn í næstu viku. Verkið leggst mjög vel í Þorleif Örn. "Ég er þvílíkt spenntur. Að frumsýna í Þjóðleikhúsinu með verki sem svo mörgum þykir vænt um er ofboðsleg áskorun.“ Með aðalhlutverkið, Pál, fer Atli Rafn Sigurðarson. Með önnur hlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Egill Egilsson, Snorri Engilbertsson, Eggert Þorleifsson, Guðrún Gísladóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson og fleiri. Símon Birgisson annast leikgerðina ásamt Þorleifi Erni.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira