Höfuðverkur Alex Ferguson Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. febrúar 2013 06:30 Cristiano Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid árið 2009. Hann telst í dag vera einn allra besti knattspyrnumaður heims. Samsett mynd/Nordicphotos/Getty Cristiano Ronaldo mun í kvöld mæta Manchester United, sínu gamla félagi, í fyrsta sinn síðan hann var seldur til Real Madrid fyrir metupphæð, 80 milljónir punda, árið 2009. Liðin munu í kvöld eigast við í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í spænsku höfuðborginni. Mikið hefur verið rætt og ritað um þessar viðureignir síðan dregið var í 16-liða úrslitin þann 20. desember síðastliðinn. Athyglin hefur eðlilega helst beinst að Cristiano Ronaldo sem var þegar orðinn einn besti knattspyrnumaður heims þegar hann hélt til Madrid fyrir tæpum fjórum árum. Ronaldo hefur hins vegar haldið áfram að bæta sig síðan þá og státar í dag af þeirri ótrúlegu tölfræði að hafa skorað meira en mark að meðaltali í leik á ferli sínum hjá Real Madrid. Ronaldo hefur ef til vill aðeins fallið í skugga Börsungsins Lionel Messi, sem hefur verið valinn knattspyrnumaður ársins öll þau fjögur ár sem Ronaldo hefur verið hjá Real, en tölurnar tala engu að síður sínu máli.Farangurslaus í Manchester Ronaldo var aðeins átján ára gamall þegar United keypti hann frá Sporting Lissabon fyrir rúmar tólf milljónir punda. Ronaldo, sem talaði þá varla stakt orð í ensku, flaug til Manchester í ágústmánuði 2003 og hafði ekki með sér neinn farangur að ráði, þar sem hann taldi að Ferguson myndi lána hann aftur til Sporting út tímabilið. „Það er ekkert mál," sagði Ferguson þegar hann frétti af því. „Þú æfir með okkur á morgun og ferð svo aftur til Portúgals til að sækja föggur þínar." Ronaldo bað sjálfur um treyju númer 28 – sama númer og hann var með hjá Sporting – en Ferguson krafðist þess að hann klæddist treyju númer sjö. Treyjunni sem David Beckham hafði klæðst aðeins nokkrum vikum fyrr og goðsagnir á borð við George Best, Eric Cantona og Bryan Robson á undan honum. Sex árum síðar varð hann að dýrasta knattspyrnumanni heims þegar Real Madrid keypti hann á metupphæð. „Cristiano hefur reynst Manchester United einstaklega vel," sagði Alex Ferguson þá. „Hann hefur á sínum sex árum hér orðið að besta knattspyrnumanni heims."Gekk Ronaldo í föðurstað Frægðarsól Ronaldo reis enn hærra hjá Real Madrid og sér reyndar ekki enn fyrir endann á því ferli. Hann er ekki nema 28 ára gamall og er því fyrst núna að komast á bestu ár knattspyrnuferilsins. Ronaldo hefur sjálfum verið tíðrætt um samband sitt við Alex Ferguson sem hann segir helst líkjast sambandi föður og sonar. En nú þarf Ferguson í fyrsta sinn að takast á við Ronaldo sem hindrun fyrir sitt lið. Gary Neville, fyrrum samherji Ronaldo hjá United, hefur mært hann mjög í enskum fjölmiðlum að undanförnu. Hann segir hann betri leikmann nú en þegar hann fór til Real á sínum tíma. „Í dag er hann algjört skrímsli," sagði Neville. „Ég sá hann spila á laugardaginn. Hann hirti boltann bara einhvers staðar á vellinum, gerði einhverja takta sem ég get ekki einu sinni lýst, fór fram hjá einum manni og negldi honum inn af 25 metra færi. Það er ekki hægt að verjast gegn slíku." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Cristiano Ronaldo mun í kvöld mæta Manchester United, sínu gamla félagi, í fyrsta sinn síðan hann var seldur til Real Madrid fyrir metupphæð, 80 milljónir punda, árið 2009. Liðin munu í kvöld eigast við í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í spænsku höfuðborginni. Mikið hefur verið rætt og ritað um þessar viðureignir síðan dregið var í 16-liða úrslitin þann 20. desember síðastliðinn. Athyglin hefur eðlilega helst beinst að Cristiano Ronaldo sem var þegar orðinn einn besti knattspyrnumaður heims þegar hann hélt til Madrid fyrir tæpum fjórum árum. Ronaldo hefur hins vegar haldið áfram að bæta sig síðan þá og státar í dag af þeirri ótrúlegu tölfræði að hafa skorað meira en mark að meðaltali í leik á ferli sínum hjá Real Madrid. Ronaldo hefur ef til vill aðeins fallið í skugga Börsungsins Lionel Messi, sem hefur verið valinn knattspyrnumaður ársins öll þau fjögur ár sem Ronaldo hefur verið hjá Real, en tölurnar tala engu að síður sínu máli.Farangurslaus í Manchester Ronaldo var aðeins átján ára gamall þegar United keypti hann frá Sporting Lissabon fyrir rúmar tólf milljónir punda. Ronaldo, sem talaði þá varla stakt orð í ensku, flaug til Manchester í ágústmánuði 2003 og hafði ekki með sér neinn farangur að ráði, þar sem hann taldi að Ferguson myndi lána hann aftur til Sporting út tímabilið. „Það er ekkert mál," sagði Ferguson þegar hann frétti af því. „Þú æfir með okkur á morgun og ferð svo aftur til Portúgals til að sækja föggur þínar." Ronaldo bað sjálfur um treyju númer 28 – sama númer og hann var með hjá Sporting – en Ferguson krafðist þess að hann klæddist treyju númer sjö. Treyjunni sem David Beckham hafði klæðst aðeins nokkrum vikum fyrr og goðsagnir á borð við George Best, Eric Cantona og Bryan Robson á undan honum. Sex árum síðar varð hann að dýrasta knattspyrnumanni heims þegar Real Madrid keypti hann á metupphæð. „Cristiano hefur reynst Manchester United einstaklega vel," sagði Alex Ferguson þá. „Hann hefur á sínum sex árum hér orðið að besta knattspyrnumanni heims."Gekk Ronaldo í föðurstað Frægðarsól Ronaldo reis enn hærra hjá Real Madrid og sér reyndar ekki enn fyrir endann á því ferli. Hann er ekki nema 28 ára gamall og er því fyrst núna að komast á bestu ár knattspyrnuferilsins. Ronaldo hefur sjálfum verið tíðrætt um samband sitt við Alex Ferguson sem hann segir helst líkjast sambandi föður og sonar. En nú þarf Ferguson í fyrsta sinn að takast á við Ronaldo sem hindrun fyrir sitt lið. Gary Neville, fyrrum samherji Ronaldo hjá United, hefur mært hann mjög í enskum fjölmiðlum að undanförnu. Hann segir hann betri leikmann nú en þegar hann fór til Real á sínum tíma. „Í dag er hann algjört skrímsli," sagði Neville. „Ég sá hann spila á laugardaginn. Hann hirti boltann bara einhvers staðar á vellinum, gerði einhverja takta sem ég get ekki einu sinni lýst, fór fram hjá einum manni og negldi honum inn af 25 metra færi. Það er ekki hægt að verjast gegn slíku."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti