Fræðslan er sterkasta vopnið Steinunn Stefánsdóttir skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Kynferðisofbeldi er fyrirferðarmikið í umræðunni um þessar mundir, ekki síst kynferðisníð á börnum. Frá áramótum hefur til dæmis vart liðið dagur án þess að mál tengd barnaníði hafi verið í fréttum. Það er skylda fullorðinna að vernda börn gegn alls kyns ofbeldi. Liður í því er að fræða þau um rétt sinn til að setja mörk. Börn eiga að vita að þau eiga aldrei að þurfa að misbjóða sjálfum sér og eiga ekki að láta neinn, hvorki fullorðna né önnur börn, gera eitthvað við sig sem þeim ekki hugnast. Beittasta vopnið í hverri baráttu er þekking, skilningur og hæfileikinn til að greina og meta. Það á líka við um baráttuna gegn kynferðisofbeldi. Á þau mið er róið í stuttmynd þeirra Brynhildar Björnsdóttur, Páls Óskars Hjálmtýssonar og Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Fáðu já, sem frumsýnd var í vikunni sem leið. Myndin er reyndar ekki ætluð ungum börnum heldur unglingum. Sem betur fer hefur mikill minnihluti unglinganna sem nú á þess kost að sjá myndina Fáðu já orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Hvert einasta þeirra gæti hins vegar átt eftir að verða annaðhvort þolandi eða gerandi í slíku máli. Myndin og sá boðskapur sem hún flytur er þó verulega til þess fallin að draga úr líkunum á því. Í myndinni er sérstök áhersla lögð á að kynlíf er og verður alltaf samkomulag milli þeirra sem það iðka saman, samkomulag sem má rjúfa hvenær sem er í ferlinu. Enginn á nokkurn tíma að misbjóða sér í kynlífi eða finnast hann nauðbeygður til að gera það vegna þess að hann hafi lagt hlutina þannig upp. Þögn er aldrei það sama og samþykki og kynmök án samþykkis eru ekki kynlíf heldur nauðgun. Þá er lögð áhersla á að þótt kynlíf sé vissulega einkamál er hreinskiptin umræða milli rekkjunauta afar mikilvæg. Í myndinni er áhorfendum leitt fyrir sjónir að sú mynd af kynlífi sem dregin er upp í afþreyingariðnaðinum, hvort heldur þorra bíómynda, tónlistarmyndbanda eða þá í klámmyndunum, er ekki raunsönn á nokkurn hátt, eða eins og segir í myndinni: Klám á jafnmikið skylt við raunveruleikann og Andrés önd við alvöru önd. Fáðu já flytur ungu fólki geysilega mikilvæg skilaboð um kynlíf. Fjallað er um það tæpitungulaust sem þann viðkvæma, nokkuð leyndardómsfulla en í senn hversdagslega gjörning sem kynlíf er. Unglingar hugsa um kynlíf og eru þess vegna móttækilegir fyrir fræðslunni. Það er mikilvægt að nýta það. Fræðsla sem snýr að litlum börnum er viðkvæmari. Engu að síður hefur verið gefið út slíkt efni, til dæmis kverið Þetta eru mínir einkastaðir, en markmið þess er að upplýsa börn um heilbrigð samskipti, góða og vonda snertingu og kenna þeim að enginn snertir einkastaðina þeirra. Fræðslan er og verður nauðsynlegur liður í að vernda börn gegn ofbeldi á sama hátt og unglinga og fullorðið fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi er fyrirferðarmikið í umræðunni um þessar mundir, ekki síst kynferðisníð á börnum. Frá áramótum hefur til dæmis vart liðið dagur án þess að mál tengd barnaníði hafi verið í fréttum. Það er skylda fullorðinna að vernda börn gegn alls kyns ofbeldi. Liður í því er að fræða þau um rétt sinn til að setja mörk. Börn eiga að vita að þau eiga aldrei að þurfa að misbjóða sjálfum sér og eiga ekki að láta neinn, hvorki fullorðna né önnur börn, gera eitthvað við sig sem þeim ekki hugnast. Beittasta vopnið í hverri baráttu er þekking, skilningur og hæfileikinn til að greina og meta. Það á líka við um baráttuna gegn kynferðisofbeldi. Á þau mið er róið í stuttmynd þeirra Brynhildar Björnsdóttur, Páls Óskars Hjálmtýssonar og Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Fáðu já, sem frumsýnd var í vikunni sem leið. Myndin er reyndar ekki ætluð ungum börnum heldur unglingum. Sem betur fer hefur mikill minnihluti unglinganna sem nú á þess kost að sjá myndina Fáðu já orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Hvert einasta þeirra gæti hins vegar átt eftir að verða annaðhvort þolandi eða gerandi í slíku máli. Myndin og sá boðskapur sem hún flytur er þó verulega til þess fallin að draga úr líkunum á því. Í myndinni er sérstök áhersla lögð á að kynlíf er og verður alltaf samkomulag milli þeirra sem það iðka saman, samkomulag sem má rjúfa hvenær sem er í ferlinu. Enginn á nokkurn tíma að misbjóða sér í kynlífi eða finnast hann nauðbeygður til að gera það vegna þess að hann hafi lagt hlutina þannig upp. Þögn er aldrei það sama og samþykki og kynmök án samþykkis eru ekki kynlíf heldur nauðgun. Þá er lögð áhersla á að þótt kynlíf sé vissulega einkamál er hreinskiptin umræða milli rekkjunauta afar mikilvæg. Í myndinni er áhorfendum leitt fyrir sjónir að sú mynd af kynlífi sem dregin er upp í afþreyingariðnaðinum, hvort heldur þorra bíómynda, tónlistarmyndbanda eða þá í klámmyndunum, er ekki raunsönn á nokkurn hátt, eða eins og segir í myndinni: Klám á jafnmikið skylt við raunveruleikann og Andrés önd við alvöru önd. Fáðu já flytur ungu fólki geysilega mikilvæg skilaboð um kynlíf. Fjallað er um það tæpitungulaust sem þann viðkvæma, nokkuð leyndardómsfulla en í senn hversdagslega gjörning sem kynlíf er. Unglingar hugsa um kynlíf og eru þess vegna móttækilegir fyrir fræðslunni. Það er mikilvægt að nýta það. Fræðsla sem snýr að litlum börnum er viðkvæmari. Engu að síður hefur verið gefið út slíkt efni, til dæmis kverið Þetta eru mínir einkastaðir, en markmið þess er að upplýsa börn um heilbrigð samskipti, góða og vonda snertingu og kenna þeim að enginn snertir einkastaðina þeirra. Fræðslan er og verður nauðsynlegur liður í að vernda börn gegn ofbeldi á sama hátt og unglinga og fullorðið fólk.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun