Stuðningsgrein: Þannig er Guðbjartur Dagur og Oddný skrifar 21. janúar 2013 16:00 Formannskosning í Samfylkingunni er val milli tveggja jafnaðarmanna. Það er í eðli sínu gott val. Það getur hins vegar skipt máli fyrir framtíðina hver úrslitin verða. Guðbjartur Hannesson tók við tveimur stórum ráðuneytum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Heilbrigðisráðuneytið hafði verið kallað rafmagnsstóllinn og félagsmálaráðuneytið var orðið það óvinsælasta af þeim öllum. Guðbjartur mildaði niðurskurðartillögur, fór um landið og aflaði sparnaði skilnings og setti niður deilur. Það fór ekki mikið fyrir því en það bar árangur. Þannig stjórnmálamaður er hann. Guðbjartur er einn virtasti skólamaður landsins og var skólinn hans, Grundaskóli, fyrstur grunnskóla til að fá hin íslensku menntaverðlaun. Það var fyrir brautryðjendastarf og nýsköpun, þar sem var hugsað út fyrir kassann og sérstök áhersla á nýja kennsluhætti og list- og verkgreinar. Guðbjartur, sem reyndar er aldrei kallaður annað en Gutti uppi á Skaga, náði þessum árangri með því að laða fram allt það besta í starfsmannahópnum og skapa liðsheild. Þannig stjórnandi er hann. Guðbjartur er norrænn jafnaðarmaður með áherslu á frjálst og öflugt atvinnulíf og varðstöðu um velferð fyrir alla. Hann hefur ekki veigrað sér við að vinna að sparnaði og raunhæfum lausnum til að ná endum saman í ríkisfjármálum en stóð gegn hugmyndum um að frysta laun og bætur lífeyrisþega sem leið að því marki. Þannig jafnaðarmaður er hann. Eða eins og einhver sagði: Ef Guðbjartur væri bílategund væri hann Volvo frekar en sportbíll. Ekki hraðskreiðastur en hann er traustur og öruggur, og endar ekki með þig úti í skurði. Hann er fulltrúi venjulegs launafólks, námsmanna, fjölskyldu- og barnafólks, eldri borgara og sjálfstæðra atvinnurekenda. Hann er fulltrúi hins venjulega Íslendings og gætir hagsmuna hans í hvívetna. Og þannig formaður verður hann. Við treystum Guðbjarti til málefnalegrar forystu og til að leiða Samfylkinguna í stjórnarmyndun að afloknum kosningum. Við styðjum Guðbjart Hannesson til formanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Formannskosning í Samfylkingunni er val milli tveggja jafnaðarmanna. Það er í eðli sínu gott val. Það getur hins vegar skipt máli fyrir framtíðina hver úrslitin verða. Guðbjartur Hannesson tók við tveimur stórum ráðuneytum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Heilbrigðisráðuneytið hafði verið kallað rafmagnsstóllinn og félagsmálaráðuneytið var orðið það óvinsælasta af þeim öllum. Guðbjartur mildaði niðurskurðartillögur, fór um landið og aflaði sparnaði skilnings og setti niður deilur. Það fór ekki mikið fyrir því en það bar árangur. Þannig stjórnmálamaður er hann. Guðbjartur er einn virtasti skólamaður landsins og var skólinn hans, Grundaskóli, fyrstur grunnskóla til að fá hin íslensku menntaverðlaun. Það var fyrir brautryðjendastarf og nýsköpun, þar sem var hugsað út fyrir kassann og sérstök áhersla á nýja kennsluhætti og list- og verkgreinar. Guðbjartur, sem reyndar er aldrei kallaður annað en Gutti uppi á Skaga, náði þessum árangri með því að laða fram allt það besta í starfsmannahópnum og skapa liðsheild. Þannig stjórnandi er hann. Guðbjartur er norrænn jafnaðarmaður með áherslu á frjálst og öflugt atvinnulíf og varðstöðu um velferð fyrir alla. Hann hefur ekki veigrað sér við að vinna að sparnaði og raunhæfum lausnum til að ná endum saman í ríkisfjármálum en stóð gegn hugmyndum um að frysta laun og bætur lífeyrisþega sem leið að því marki. Þannig jafnaðarmaður er hann. Eða eins og einhver sagði: Ef Guðbjartur væri bílategund væri hann Volvo frekar en sportbíll. Ekki hraðskreiðastur en hann er traustur og öruggur, og endar ekki með þig úti í skurði. Hann er fulltrúi venjulegs launafólks, námsmanna, fjölskyldu- og barnafólks, eldri borgara og sjálfstæðra atvinnurekenda. Hann er fulltrúi hins venjulega Íslendings og gætir hagsmuna hans í hvívetna. Og þannig formaður verður hann. Við treystum Guðbjarti til málefnalegrar forystu og til að leiða Samfylkinguna í stjórnarmyndun að afloknum kosningum. Við styðjum Guðbjart Hannesson til formanns.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun