Gengisfelling andans Methúsalem Þórisson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Það er útbreidd skoðun að þau vandamál sem hrjá fólk verði leyst með tilteknu skipulagi, löggjöf, stjórnmálaflokki, ríkisstjórn, leiðtoga eða trúarbrögðum. Frá sjónarmiði okkar í Húmanistaflokknum endurspeglar þjóðfélagið það sem er innra með okkur. Á meðan við sigrumst ekki á óreiðunni, þjáningunni og ofbeldinu innra með okkur, þá munu yfirborðslegar breytingar á þjóðfélagi og hagkerfi, jafnvel þótt nauðsynlegar séu og komi einhverju góðu til leiðar, ekki leiða til einingar heldur skapa meiri óreiðu, þjáningu og ofbeldi í heiminum. Þess vegna leggjum við áherslu á það sem býr innra með okkur en bindum ekki vonir einungis við það sem gerist hið ytra, á félagslegu sviði. Raunveruleg þjóðfélagsbreyting getur aðeins gerst með innri breytingu hjá manneskjunni. Þess vegna viljum við þjóðfélag sem tryggir sérhverri mannveru – aðeins vegna þess að hún hefur fæðst í þennan heim – mannsæmandi lífsafkomu í samræmi við þarfir hennar, næringu, heilbrigðisþjónustu og menntun sem gerir huga hans frjálsan og eflir hans bestu eiginleika. Mannkynið býr nú við skilyrði sem gera því kleift að koma af stað breytingum sem koma því á annað stig. Við erum tæknilega fær um að útrýma hungri og ójöfnuði og það jafnvel á nokkrum vikum. Þetta mun þó aðeins takast með því að við breytum forgangsröð okkar, að við setjum mannveruna sem æðsta gildi og helsta viðfangsefni, í stað þess að setja peninga, völd, stjórnmálaflokka, trúarbrögð eða einhvern guð ofar okkur. Við leggjum til altæka breytingu, jafnt hið innra sem hið ytra, þ.e.a.s. persónulega og félagslega breytingu samhliða. Við getum ekki eftirlátið einhverjum öðrum öflum að skapa mannverunni hamingju og frið, því við erum sjálf mannverur hvert og eitt okkar. Því hvar gæti lausnin verið annars staðar en hjá okkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Það er útbreidd skoðun að þau vandamál sem hrjá fólk verði leyst með tilteknu skipulagi, löggjöf, stjórnmálaflokki, ríkisstjórn, leiðtoga eða trúarbrögðum. Frá sjónarmiði okkar í Húmanistaflokknum endurspeglar þjóðfélagið það sem er innra með okkur. Á meðan við sigrumst ekki á óreiðunni, þjáningunni og ofbeldinu innra með okkur, þá munu yfirborðslegar breytingar á þjóðfélagi og hagkerfi, jafnvel þótt nauðsynlegar séu og komi einhverju góðu til leiðar, ekki leiða til einingar heldur skapa meiri óreiðu, þjáningu og ofbeldi í heiminum. Þess vegna leggjum við áherslu á það sem býr innra með okkur en bindum ekki vonir einungis við það sem gerist hið ytra, á félagslegu sviði. Raunveruleg þjóðfélagsbreyting getur aðeins gerst með innri breytingu hjá manneskjunni. Þess vegna viljum við þjóðfélag sem tryggir sérhverri mannveru – aðeins vegna þess að hún hefur fæðst í þennan heim – mannsæmandi lífsafkomu í samræmi við þarfir hennar, næringu, heilbrigðisþjónustu og menntun sem gerir huga hans frjálsan og eflir hans bestu eiginleika. Mannkynið býr nú við skilyrði sem gera því kleift að koma af stað breytingum sem koma því á annað stig. Við erum tæknilega fær um að útrýma hungri og ójöfnuði og það jafnvel á nokkrum vikum. Þetta mun þó aðeins takast með því að við breytum forgangsröð okkar, að við setjum mannveruna sem æðsta gildi og helsta viðfangsefni, í stað þess að setja peninga, völd, stjórnmálaflokka, trúarbrögð eða einhvern guð ofar okkur. Við leggjum til altæka breytingu, jafnt hið innra sem hið ytra, þ.e.a.s. persónulega og félagslega breytingu samhliða. Við getum ekki eftirlátið einhverjum öðrum öflum að skapa mannverunni hamingju og frið, því við erum sjálf mannverur hvert og eitt okkar. Því hvar gæti lausnin verið annars staðar en hjá okkur?
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun