Stormur um jólin: "Leiðindaspá fyrir hátíðarnar" Hrund Þórsdóttir skrifar 21. desember 2013 13:11 Veðurfræðingur biður fólk sem hyggur á ferðalög um jólin að fylgjast vel með veðurspám. Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun vegna norðanhvassviðris eða -storms um jólahátíðina og er spáð vindhraða upp á 15 til 23 metra á sekúndu víða um land á aðfangadag, jóladag og fram á annan í jólum. Veðrinu fylgir talsverð snjókoma og skafrenningur norðan og austalands og því hætt við að færð spillist á þeim slóðum. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir þetta þýða að nú stefni í leiðindafærð um hátíðarnar og að samgöngutruflanir geti orðið á norðan og austanverðu landinu. „Svo það er mælt til þess að fólk fylgist vel með veðurspám, en það eru nokkrir dagar í þetta ennþá og spáin getur breyst,“ segir Þorsteinn. Ef þessi spá gengur eftir, þarf fólk að undirbúa sig sérstaklega? „Það þarf kannski að skipuleggja sín ferðalög milli landshluta með tilliti til veðurs og veðurspár svo að komist verði hjá vandræðum og ófærð.“ Þannig að fólk ætti helst ekki að ferðast eftir Þorláksmessu? „Nei, en veðurspáin er þokkaleg fyrir Þorláksmessu nema kannski á Vestfjörðum, þar verður farið að hvessa mikið og snjóa á Þorláksmessu. Eins og þetta lítur út núna er sem sagt leiðindaspá fyrir hátíðarnar og þetta virðist ekki ætla að ganga niður fyrr en undir lok vikunnar, eða 27. Desember.“ Þannig að það má búast við prúðbúnu fólki fjúkandi um landið? „Vonandi ekki. Fólk heldur sig vonandi inni við að mestu á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Þorsteinn að lokum. Hann biður fólk sem hyggur á ferðalög um jólahátíðina að fylgjast með veðurspám og færð á vefsíðum Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar. Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun vegna norðanhvassviðris eða -storms um jólahátíðina og er spáð vindhraða upp á 15 til 23 metra á sekúndu víða um land á aðfangadag, jóladag og fram á annan í jólum. Veðrinu fylgir talsverð snjókoma og skafrenningur norðan og austalands og því hætt við að færð spillist á þeim slóðum. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir þetta þýða að nú stefni í leiðindafærð um hátíðarnar og að samgöngutruflanir geti orðið á norðan og austanverðu landinu. „Svo það er mælt til þess að fólk fylgist vel með veðurspám, en það eru nokkrir dagar í þetta ennþá og spáin getur breyst,“ segir Þorsteinn. Ef þessi spá gengur eftir, þarf fólk að undirbúa sig sérstaklega? „Það þarf kannski að skipuleggja sín ferðalög milli landshluta með tilliti til veðurs og veðurspár svo að komist verði hjá vandræðum og ófærð.“ Þannig að fólk ætti helst ekki að ferðast eftir Þorláksmessu? „Nei, en veðurspáin er þokkaleg fyrir Þorláksmessu nema kannski á Vestfjörðum, þar verður farið að hvessa mikið og snjóa á Þorláksmessu. Eins og þetta lítur út núna er sem sagt leiðindaspá fyrir hátíðarnar og þetta virðist ekki ætla að ganga niður fyrr en undir lok vikunnar, eða 27. Desember.“ Þannig að það má búast við prúðbúnu fólki fjúkandi um landið? „Vonandi ekki. Fólk heldur sig vonandi inni við að mestu á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Þorsteinn að lokum. Hann biður fólk sem hyggur á ferðalög um jólahátíðina að fylgjast með veðurspám og færð á vefsíðum Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar.
Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira