Skattar og dauðinn eina sem er öruggt í veröldinni Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2013 12:20 Forsætisráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldugra heimila ná til allra sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunum 2007 til 2010, óháð því hvort lánin hafa verið gerð upp eða húseign verið boðin upp. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat fyrir svörum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum á Stöð tvö í gærkvöldi, þar sem almenningi gafst tækifæri til að senda inn spurningar. Aðgerðir stjórnvalda eru tvískiptar, annars vegar bein niðurfærsla á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána um allt að 13 prósent af verðtryggða hluta lánanna frá sesember 2007 til ágúst 2010 og hins vegar skattafrádráttur af séreignasparnaði sem notaður er til að greiða niður höfuðstól sömu lána næstu fjögur árin. Forsætisráðherra segir beinu niðurgreiðsluna á höfuðstól fjármagnaða með bankaskatti sem verði einnig látinn ná til fjármálastofnana í slitameðferð, sem ekki var áður, og gefi ríkissjóði umtalsverðar tekjur. „Svoleiðis á að sleppa fjármálageiranum við skattlagningu til að bregðast við efnahagshruninu, sem varð til vegna framgöngu fjármálafyrirtækjanna, skýtur mjög skökku við,“ segir hann. En þótt tekjur ríkissjóðs vegna þessa skatts skili sér á fjórum árum, lækki greiðslubyrði fólks af lánunum strax og aðgerðirnar taka gildi um mitt næsta ár. Forsætisráðherra segir að vel megi vera að einhverjir fari í mál vegna þessa skatts, en hann verði engu að síður innheimtur og ríkisstjórnin telji hann standast lög og stjórnarskrá en málaferlum fylgi alltaf óvissa. „Það er ekkert öruggt í veröldinni, nema reyndar tvennt. Var það ekki Benjamin Franklin sem sagði að dauðinn og skattar væru það eina sem hægt væri að reiða sig á," segir hann. Forsætisráðherra svaraði fjölmörgum spurningum sem almenningur hafi sent inn, m.a. um stöðu lífeyrissjóðslána í þessum aðgerðum. „Þessar aðgerðir ná til lána óháð því hvort að það eru bankarnir, íbúðalánasjóður eða lífeyrissjóðir sem lánuðu.“ Það sé lánastofnana að reikna út niðurfærsluna og ef vafamál rísi upp verði hægt að skjóta þeim til úrskurðarnefndar. Og þótt íbúð hafi verið seld eða hún boðin upp, muni fólk fá sína leiðréttingu í gegnum skattakerfið. Felur þetta ekki í sér millifærslu frá fátæka fólkinu til ríkara fólksins? „Þetta er mjög góð spurning. Þetta er gagnrýni sem maður hefur oft heyrt í umræðu um skuldaleiðréttingu. En það sem við sjáum hins vegar í niðurstöðum sérfræðinganna er að það er fyrst og fremst ungt fólk, fólk með meðalskuldir, jafnvel lægri en meðalskuldir, sem að þunginn lendir,“ segir hann. Þáttinn Stóru málin má horfa á í heild sinni hér. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Stóru málin Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Forsætisráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldugra heimila ná til allra sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunum 2007 til 2010, óháð því hvort lánin hafa verið gerð upp eða húseign verið boðin upp. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat fyrir svörum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum á Stöð tvö í gærkvöldi, þar sem almenningi gafst tækifæri til að senda inn spurningar. Aðgerðir stjórnvalda eru tvískiptar, annars vegar bein niðurfærsla á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána um allt að 13 prósent af verðtryggða hluta lánanna frá sesember 2007 til ágúst 2010 og hins vegar skattafrádráttur af séreignasparnaði sem notaður er til að greiða niður höfuðstól sömu lána næstu fjögur árin. Forsætisráðherra segir beinu niðurgreiðsluna á höfuðstól fjármagnaða með bankaskatti sem verði einnig látinn ná til fjármálastofnana í slitameðferð, sem ekki var áður, og gefi ríkissjóði umtalsverðar tekjur. „Svoleiðis á að sleppa fjármálageiranum við skattlagningu til að bregðast við efnahagshruninu, sem varð til vegna framgöngu fjármálafyrirtækjanna, skýtur mjög skökku við,“ segir hann. En þótt tekjur ríkissjóðs vegna þessa skatts skili sér á fjórum árum, lækki greiðslubyrði fólks af lánunum strax og aðgerðirnar taka gildi um mitt næsta ár. Forsætisráðherra segir að vel megi vera að einhverjir fari í mál vegna þessa skatts, en hann verði engu að síður innheimtur og ríkisstjórnin telji hann standast lög og stjórnarskrá en málaferlum fylgi alltaf óvissa. „Það er ekkert öruggt í veröldinni, nema reyndar tvennt. Var það ekki Benjamin Franklin sem sagði að dauðinn og skattar væru það eina sem hægt væri að reiða sig á," segir hann. Forsætisráðherra svaraði fjölmörgum spurningum sem almenningur hafi sent inn, m.a. um stöðu lífeyrissjóðslána í þessum aðgerðum. „Þessar aðgerðir ná til lána óháð því hvort að það eru bankarnir, íbúðalánasjóður eða lífeyrissjóðir sem lánuðu.“ Það sé lánastofnana að reikna út niðurfærsluna og ef vafamál rísi upp verði hægt að skjóta þeim til úrskurðarnefndar. Og þótt íbúð hafi verið seld eða hún boðin upp, muni fólk fá sína leiðréttingu í gegnum skattakerfið. Felur þetta ekki í sér millifærslu frá fátæka fólkinu til ríkara fólksins? „Þetta er mjög góð spurning. Þetta er gagnrýni sem maður hefur oft heyrt í umræðu um skuldaleiðréttingu. En það sem við sjáum hins vegar í niðurstöðum sérfræðinganna er að það er fyrst og fremst ungt fólk, fólk með meðalskuldir, jafnvel lægri en meðalskuldir, sem að þunginn lendir,“ segir hann. Þáttinn Stóru málin má horfa á í heild sinni hér.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Stóru málin Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira