Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 29-24 | Enn tapar HK Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 14. nóvember 2013 10:49 FH vann fínan sigur á HK, 29-24, í Olís-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásbjörn Friðriksson var frábær í liði FH og skoraði 10 mörk. Daníel Freyr Andrésson var einnig magnaður í liði FH og varði 23 skot. HK-ingar byrjuðu leikinn ágætlega og voru greinilega ákveðnir í að ná í sinn fyrsta sigur í kvöld. FH komst samt sem áður í 2-1 í leiknum en það var einhver neisti í HK-ingum sem ekki hefur sést í vetur, ekki síðan liðið náði í jafntefli gegn FH í fyrstu umferð. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 5-2 fyrir FH og þá fóru gestirnir í gang og aðeins nokkrum mínútum síðar munaði aðeins einu marki á liðunum, 6-5, FH í vil. Þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan síðan orðin jöfn 8-8 og það verður að segjast á þeim tímapunkti leit FH-liðið ekki vel út. Heimamenn hrukku aftur á móti í gang undir lok hálfleiksins og leiddu í hálfleik 13-10. Það tók HK-inga fimm mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum þegar Atli Karl Bachmann kom boltanum loks í netið en þá var staðan orðin 14-11. Byrjun HK gaf til kynna að liðið væri komið að einhverskonar endastöð í leiknum. Þegar rúmlega fimmtán mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 17-12 og útlitið virkilega dökkt fyrir gestina. HK-ingar sýndu á köflum baráttu í sínum leik en leikmenn liðsins vantar bara töluvert uppá í reynslubankann. FH vann að lokum þægilegan sigur 29-24. FH er í efsta sæti deildarinnar, tímabundið í það minnsta, með 11 stig en HK sem fyrr á botninum með 1 stig. Ásbjörn: Sóknarleikur okkar að koma til„Þeir ná að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum og við kannski hleyptum þeim of mikið inn í leikinn,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, markahæsti leikmaður FH, eftir sigurinn í kvöld. „Manni fannst eins og við værum samt alltaf með þennan leik. Það kom aldrei til greina að tapa stigum í kvöld. Við gerðum jafntefli við HK í fyrstu umferð og það stig hefur reynst okkur dýrkeypt.“ „Sóknarleikur liðsins á tímabilinu hefur kannski verið örlítið hægari en undanfarinn ár og það er hlutur sem við erum að vinna í. Við vinnum samt alla leiki á góðri vörn og markvörslu.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ásbjörn hér að ofan. Samúel: Strákarnir leggja sig alltaf fram og gefast aldrei upp„Þetta var bara jafn leikur og mér fannst við sýna mikla baráttu allan tímann,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Það voru fullt af jákvæðum punktum í okkar leik í kvöld, það er stemning í strákunum en þetta féll ekki með okkur í dag.“ „Það gekk ýmislegt á hér í kvöld. Við vorum óheppnir með brotrekstra, held að við höfum farið sex sinnum útaf vellinum og FH-ingar aðeins einu sinn. Ég ætla samt ekki að kenna dómurunum um þetta tap.“ „Það eina sem maður getur krafist af þessum strákum er að þeir leggi sig alltaf 100% fram og gefist aldrei upp.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Samúel hér. Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
FH vann fínan sigur á HK, 29-24, í Olís-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásbjörn Friðriksson var frábær í liði FH og skoraði 10 mörk. Daníel Freyr Andrésson var einnig magnaður í liði FH og varði 23 skot. HK-ingar byrjuðu leikinn ágætlega og voru greinilega ákveðnir í að ná í sinn fyrsta sigur í kvöld. FH komst samt sem áður í 2-1 í leiknum en það var einhver neisti í HK-ingum sem ekki hefur sést í vetur, ekki síðan liðið náði í jafntefli gegn FH í fyrstu umferð. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 5-2 fyrir FH og þá fóru gestirnir í gang og aðeins nokkrum mínútum síðar munaði aðeins einu marki á liðunum, 6-5, FH í vil. Þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan síðan orðin jöfn 8-8 og það verður að segjast á þeim tímapunkti leit FH-liðið ekki vel út. Heimamenn hrukku aftur á móti í gang undir lok hálfleiksins og leiddu í hálfleik 13-10. Það tók HK-inga fimm mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum þegar Atli Karl Bachmann kom boltanum loks í netið en þá var staðan orðin 14-11. Byrjun HK gaf til kynna að liðið væri komið að einhverskonar endastöð í leiknum. Þegar rúmlega fimmtán mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 17-12 og útlitið virkilega dökkt fyrir gestina. HK-ingar sýndu á köflum baráttu í sínum leik en leikmenn liðsins vantar bara töluvert uppá í reynslubankann. FH vann að lokum þægilegan sigur 29-24. FH er í efsta sæti deildarinnar, tímabundið í það minnsta, með 11 stig en HK sem fyrr á botninum með 1 stig. Ásbjörn: Sóknarleikur okkar að koma til„Þeir ná að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum og við kannski hleyptum þeim of mikið inn í leikinn,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, markahæsti leikmaður FH, eftir sigurinn í kvöld. „Manni fannst eins og við værum samt alltaf með þennan leik. Það kom aldrei til greina að tapa stigum í kvöld. Við gerðum jafntefli við HK í fyrstu umferð og það stig hefur reynst okkur dýrkeypt.“ „Sóknarleikur liðsins á tímabilinu hefur kannski verið örlítið hægari en undanfarinn ár og það er hlutur sem við erum að vinna í. Við vinnum samt alla leiki á góðri vörn og markvörslu.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ásbjörn hér að ofan. Samúel: Strákarnir leggja sig alltaf fram og gefast aldrei upp„Þetta var bara jafn leikur og mér fannst við sýna mikla baráttu allan tímann,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Það voru fullt af jákvæðum punktum í okkar leik í kvöld, það er stemning í strákunum en þetta féll ekki með okkur í dag.“ „Það gekk ýmislegt á hér í kvöld. Við vorum óheppnir með brotrekstra, held að við höfum farið sex sinnum útaf vellinum og FH-ingar aðeins einu sinn. Ég ætla samt ekki að kenna dómurunum um þetta tap.“ „Það eina sem maður getur krafist af þessum strákum er að þeir leggi sig alltaf 100% fram og gefist aldrei upp.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Samúel hér.
Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita