"Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður - ég er grínisti“ Kristján Hjálmarsson skrifar 30. október 2013 11:59 Jón Gnarr ætlar að hætta sem borgarstjóri í vor. Mynd/GVA „Þetta er dramatískt, og persónulegt. Ég er búinn að ræða þetta fram og til baka og búinn að eiga endalausa fundi. Ég er búinn að gera upp samvisku mína, og búinn að horfast í augu við sjálfan mig. Niðurstaðan er sú að ég ætla ekki að bjóða mig aftur fram sem borgarstjóri í Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri í útvarpsþættinum Tvíhöfða rétt í þessu. „Ég kom til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri, sanna ákveðin mál og leggja mitt af mörkum. Mér finnst minn tími búinn á þessu sviði. Ef ég ætlaði að endurtaka þetta yrði ég að verða stjórnmálamaður sem ég er ekki. Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður - ég er grínisti.“ Jón segist hætta vegna lélegra samskipta. „Það sem ég kann einna verst við í stjórnmálamenningunni eru léleg samskipti, ég er unnandi góðra samskipta. Mér finnst gaman að tala og gaman að eiga samtal. Mér finnst mjög lítið af uppbyggilegum samtölum og ég hef sagt það að mér líkar ekki þessi kúltur sem stjórnmálin eru,“ sagði Jón. „Mig langar til að fara að gera eitthvað annað sem er uppbyggilegra og skapandi, meiri ævintýri og meiri gleði. Mér finnst skorta mikið á gleði og mér finnst oft gott að nota myndlíkingar og af því að ég hef lifað og starfað í þessum tíma. Upplifun mín er svolítið eins og að vera í leshring þar bara er talað um stafsetningu en ekki söguna. Ef þú leyfir þér að dreyma um söguna færðu hvasst augnráð.“ Jón sagði einnig að Besti flokkurinn yrði lagður niður, en hann muni þó starfa út kjörtímabilið fram til 15. júní. „Það er enginn besti flokkur án mín. Besti flokkurinn með einhverjum öðrum er einhver annar flokkur,“ sagði Jón. Besti flokkurinn mun því renna saman við Bjarta framtíð. „Fólkið úr Besta flokknum muna bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar. Ég ætla að fara að leita að gleðinni.“ Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
„Þetta er dramatískt, og persónulegt. Ég er búinn að ræða þetta fram og til baka og búinn að eiga endalausa fundi. Ég er búinn að gera upp samvisku mína, og búinn að horfast í augu við sjálfan mig. Niðurstaðan er sú að ég ætla ekki að bjóða mig aftur fram sem borgarstjóri í Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri í útvarpsþættinum Tvíhöfða rétt í þessu. „Ég kom til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri, sanna ákveðin mál og leggja mitt af mörkum. Mér finnst minn tími búinn á þessu sviði. Ef ég ætlaði að endurtaka þetta yrði ég að verða stjórnmálamaður sem ég er ekki. Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður - ég er grínisti.“ Jón segist hætta vegna lélegra samskipta. „Það sem ég kann einna verst við í stjórnmálamenningunni eru léleg samskipti, ég er unnandi góðra samskipta. Mér finnst gaman að tala og gaman að eiga samtal. Mér finnst mjög lítið af uppbyggilegum samtölum og ég hef sagt það að mér líkar ekki þessi kúltur sem stjórnmálin eru,“ sagði Jón. „Mig langar til að fara að gera eitthvað annað sem er uppbyggilegra og skapandi, meiri ævintýri og meiri gleði. Mér finnst skorta mikið á gleði og mér finnst oft gott að nota myndlíkingar og af því að ég hef lifað og starfað í þessum tíma. Upplifun mín er svolítið eins og að vera í leshring þar bara er talað um stafsetningu en ekki söguna. Ef þú leyfir þér að dreyma um söguna færðu hvasst augnráð.“ Jón sagði einnig að Besti flokkurinn yrði lagður niður, en hann muni þó starfa út kjörtímabilið fram til 15. júní. „Það er enginn besti flokkur án mín. Besti flokkurinn með einhverjum öðrum er einhver annar flokkur,“ sagði Jón. Besti flokkurinn mun því renna saman við Bjarta framtíð. „Fólkið úr Besta flokknum muna bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar. Ég ætla að fara að leita að gleðinni.“
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?