Páll Óskar berst við uppvakninga í nýrri bók Hugleiks Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. október 2013 15:45 Blóð og innyfli spila að sjálfsögðu stóra rullu í Ógæfu. Skopteiknarinn og þúsundþjalasmiðurinn Hugleikur Dagsson sendir frá sér tvær nýjar bækur á morgun. Önnur þeirra er samansafn úr eldri bókum listamannsins og ber nafnið My Pussy is Hungry. Hin er síðan glæný saga sem Hugleikur skrifaði og teiknarinn Rán Flygenring myndskreitti. Bókin heitir Ógæfa og er hluti bókaraðarinnar Endir, sem hóf göngu sína í fyrra með bókinni opinberun. „Þetta er concept-sería þar sem heimurinn endar í hverri bók en alltaf á mismunandi hátt,“ segir Hugleikur, en hann skrifaði og teiknaði fyrstu bókina sjálfur. „Í þessari bók er það Reykjavík, aðallega miðbær Reykjavíkur, sem verður fyrir barðinu á uppvakningum, eða zombie holocaust eins og það er kallað. Þessar zombíur hegða sér á sérstakan hátt, einkenni þeirra er fylleríslæti, og þá er í raun enginn munur á þeim og venjulegum fyllibyttum. Að þá vandast málið fyrir þá sem berjast við uppvakningana, sérstaklega leiðtoga þeirra.“Hugleikur skrifaði söguna en Rán Flygenring myndskreytti.Aðalpersóna Ógæfu og fyrrnefndur leiðtogi er enginn annar en poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson, og var bókin unnin í samstarfi við Pál sjálfan. „Hann var nú síður en svo miður sín þegar hann komst að því að hann fengi að berjast við zombíur, enda annálaður hryllingsmyndaunnandi,“ segir Hugleikur. Bækurnar koma í verslanir á morgun í tilefni Hrekkjavöku og verður útgáfunni fagnað í bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi klukkan 17 á föstudag. Þar mun Prins Póló stíga á stokk, að sögn Hugleiks, og tjá sig með tónlist.Ógæfa er önnur bókin í bókaflokknum Endi. Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Skopteiknarinn og þúsundþjalasmiðurinn Hugleikur Dagsson sendir frá sér tvær nýjar bækur á morgun. Önnur þeirra er samansafn úr eldri bókum listamannsins og ber nafnið My Pussy is Hungry. Hin er síðan glæný saga sem Hugleikur skrifaði og teiknarinn Rán Flygenring myndskreitti. Bókin heitir Ógæfa og er hluti bókaraðarinnar Endir, sem hóf göngu sína í fyrra með bókinni opinberun. „Þetta er concept-sería þar sem heimurinn endar í hverri bók en alltaf á mismunandi hátt,“ segir Hugleikur, en hann skrifaði og teiknaði fyrstu bókina sjálfur. „Í þessari bók er það Reykjavík, aðallega miðbær Reykjavíkur, sem verður fyrir barðinu á uppvakningum, eða zombie holocaust eins og það er kallað. Þessar zombíur hegða sér á sérstakan hátt, einkenni þeirra er fylleríslæti, og þá er í raun enginn munur á þeim og venjulegum fyllibyttum. Að þá vandast málið fyrir þá sem berjast við uppvakningana, sérstaklega leiðtoga þeirra.“Hugleikur skrifaði söguna en Rán Flygenring myndskreytti.Aðalpersóna Ógæfu og fyrrnefndur leiðtogi er enginn annar en poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson, og var bókin unnin í samstarfi við Pál sjálfan. „Hann var nú síður en svo miður sín þegar hann komst að því að hann fengi að berjast við zombíur, enda annálaður hryllingsmyndaunnandi,“ segir Hugleikur. Bækurnar koma í verslanir á morgun í tilefni Hrekkjavöku og verður útgáfunni fagnað í bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi klukkan 17 á föstudag. Þar mun Prins Póló stíga á stokk, að sögn Hugleiks, og tjá sig með tónlist.Ógæfa er önnur bókin í bókaflokknum Endi.
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira