Páll Óskar berst við uppvakninga í nýrri bók Hugleiks Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. október 2013 15:45 Blóð og innyfli spila að sjálfsögðu stóra rullu í Ógæfu. Skopteiknarinn og þúsundþjalasmiðurinn Hugleikur Dagsson sendir frá sér tvær nýjar bækur á morgun. Önnur þeirra er samansafn úr eldri bókum listamannsins og ber nafnið My Pussy is Hungry. Hin er síðan glæný saga sem Hugleikur skrifaði og teiknarinn Rán Flygenring myndskreitti. Bókin heitir Ógæfa og er hluti bókaraðarinnar Endir, sem hóf göngu sína í fyrra með bókinni opinberun. „Þetta er concept-sería þar sem heimurinn endar í hverri bók en alltaf á mismunandi hátt,“ segir Hugleikur, en hann skrifaði og teiknaði fyrstu bókina sjálfur. „Í þessari bók er það Reykjavík, aðallega miðbær Reykjavíkur, sem verður fyrir barðinu á uppvakningum, eða zombie holocaust eins og það er kallað. Þessar zombíur hegða sér á sérstakan hátt, einkenni þeirra er fylleríslæti, og þá er í raun enginn munur á þeim og venjulegum fyllibyttum. Að þá vandast málið fyrir þá sem berjast við uppvakningana, sérstaklega leiðtoga þeirra.“Hugleikur skrifaði söguna en Rán Flygenring myndskreytti.Aðalpersóna Ógæfu og fyrrnefndur leiðtogi er enginn annar en poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson, og var bókin unnin í samstarfi við Pál sjálfan. „Hann var nú síður en svo miður sín þegar hann komst að því að hann fengi að berjast við zombíur, enda annálaður hryllingsmyndaunnandi,“ segir Hugleikur. Bækurnar koma í verslanir á morgun í tilefni Hrekkjavöku og verður útgáfunni fagnað í bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi klukkan 17 á föstudag. Þar mun Prins Póló stíga á stokk, að sögn Hugleiks, og tjá sig með tónlist.Ógæfa er önnur bókin í bókaflokknum Endi. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Skopteiknarinn og þúsundþjalasmiðurinn Hugleikur Dagsson sendir frá sér tvær nýjar bækur á morgun. Önnur þeirra er samansafn úr eldri bókum listamannsins og ber nafnið My Pussy is Hungry. Hin er síðan glæný saga sem Hugleikur skrifaði og teiknarinn Rán Flygenring myndskreitti. Bókin heitir Ógæfa og er hluti bókaraðarinnar Endir, sem hóf göngu sína í fyrra með bókinni opinberun. „Þetta er concept-sería þar sem heimurinn endar í hverri bók en alltaf á mismunandi hátt,“ segir Hugleikur, en hann skrifaði og teiknaði fyrstu bókina sjálfur. „Í þessari bók er það Reykjavík, aðallega miðbær Reykjavíkur, sem verður fyrir barðinu á uppvakningum, eða zombie holocaust eins og það er kallað. Þessar zombíur hegða sér á sérstakan hátt, einkenni þeirra er fylleríslæti, og þá er í raun enginn munur á þeim og venjulegum fyllibyttum. Að þá vandast málið fyrir þá sem berjast við uppvakningana, sérstaklega leiðtoga þeirra.“Hugleikur skrifaði söguna en Rán Flygenring myndskreytti.Aðalpersóna Ógæfu og fyrrnefndur leiðtogi er enginn annar en poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson, og var bókin unnin í samstarfi við Pál sjálfan. „Hann var nú síður en svo miður sín þegar hann komst að því að hann fengi að berjast við zombíur, enda annálaður hryllingsmyndaunnandi,“ segir Hugleikur. Bækurnar koma í verslanir á morgun í tilefni Hrekkjavöku og verður útgáfunni fagnað í bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi klukkan 17 á föstudag. Þar mun Prins Póló stíga á stokk, að sögn Hugleiks, og tjá sig með tónlist.Ógæfa er önnur bókin í bókaflokknum Endi.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira