Verk Kjarval til sýnis í St. Pétursborg Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. september 2013 14:53 Albert Jónssyni sendiherra Íslands í Moskvu, Ólafur Ragnar Grímsson og HafþóriYngvason safnstjóra Listasafns Reykjavíkur við opnun sýningarinnar í St. Pétursborg í dag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði í dag yfirlitssýningu á verkum Kjarvals á Þjóðarsafninu í St. Pétursborg. Um er að ræða eitt helsta safn Rússlands sem hefur yfir að ráða tveimur glæsilegum sýningarsölum. Kjarvalssýningin er haldin í Marmarahöllinni í Þjóðarsafninu. Listasafn Reykjavíkur hefur unnið náið með Þjóðarsafninu í St. Pétursborg að undirbúningi sýningarinnar. Tilefni sýningarinnar er að í ár eru liðin 70 ár frá því að formlegt stjórnmálasamband komst á milli Íslands og Rússlands (þá Sovétríkjanna). Sýningin samanstendur af lykilverkum Kjarvals, yfir 40 málverkum og teikningum, mestmegnis úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningarstjóri er Kristín Guðnadóttir listfræðingur. Dr. Evgenia Petrova, aðstoðarstjórnandi fræðilegra rannsókna sér um skipulag sýningarinnar fyrir hönd Þjóðarsafnsins. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri menningar-og ferðamálasviðs flutti ávarp á opnunni. Sönkonan Diddú og Jónas Ingimundarsson píanóleikari fluttu tónlist. Á sýningunni verða verk sem sýna túlkun Kjarvals á hraunbreiðum og fjallalandslagi Íslands. Einnig má sjá verk þar sem hann tvinnar saman landslagi og vætti í dularfulla og margræða heild. Teikningin var undirstaða listsköpunar Kjarvals og á sýningunni eru, auk fjölda olíumálverka, teikningar sem auka skilning á tjáningarríkri og frumlegri nálgun hans. Á sama tíma og Kjarvalssýningin stendur yfir í St. Pétursborg verður haldin sýning á verkum eins helsta listamanns Rússlands, Alexander Rodchenko, á Kjarvalsstöðum, en sú sýning opnar þann 5. október. Rodchenko lagði í raun grunninn að rússneskri nútímalist og var fremsti ljósmyndari og grafískur hönnuður Rússlands. Hann fæddist í St. Pétursborg árið 1891 og er því samtímamaður Kjarvals, sem fæddist 1885. Hann var málari að mennt en sneri sér alfarið að ljósmyndun árið 1925. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði í dag yfirlitssýningu á verkum Kjarvals á Þjóðarsafninu í St. Pétursborg. Um er að ræða eitt helsta safn Rússlands sem hefur yfir að ráða tveimur glæsilegum sýningarsölum. Kjarvalssýningin er haldin í Marmarahöllinni í Þjóðarsafninu. Listasafn Reykjavíkur hefur unnið náið með Þjóðarsafninu í St. Pétursborg að undirbúningi sýningarinnar. Tilefni sýningarinnar er að í ár eru liðin 70 ár frá því að formlegt stjórnmálasamband komst á milli Íslands og Rússlands (þá Sovétríkjanna). Sýningin samanstendur af lykilverkum Kjarvals, yfir 40 málverkum og teikningum, mestmegnis úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningarstjóri er Kristín Guðnadóttir listfræðingur. Dr. Evgenia Petrova, aðstoðarstjórnandi fræðilegra rannsókna sér um skipulag sýningarinnar fyrir hönd Þjóðarsafnsins. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri menningar-og ferðamálasviðs flutti ávarp á opnunni. Sönkonan Diddú og Jónas Ingimundarsson píanóleikari fluttu tónlist. Á sýningunni verða verk sem sýna túlkun Kjarvals á hraunbreiðum og fjallalandslagi Íslands. Einnig má sjá verk þar sem hann tvinnar saman landslagi og vætti í dularfulla og margræða heild. Teikningin var undirstaða listsköpunar Kjarvals og á sýningunni eru, auk fjölda olíumálverka, teikningar sem auka skilning á tjáningarríkri og frumlegri nálgun hans. Á sama tíma og Kjarvalssýningin stendur yfir í St. Pétursborg verður haldin sýning á verkum eins helsta listamanns Rússlands, Alexander Rodchenko, á Kjarvalsstöðum, en sú sýning opnar þann 5. október. Rodchenko lagði í raun grunninn að rússneskri nútímalist og var fremsti ljósmyndari og grafískur hönnuður Rússlands. Hann fæddist í St. Pétursborg árið 1891 og er því samtímamaður Kjarvals, sem fæddist 1885. Hann var málari að mennt en sneri sér alfarið að ljósmyndun árið 1925.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira