Verk Kjarval til sýnis í St. Pétursborg Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. september 2013 14:53 Albert Jónssyni sendiherra Íslands í Moskvu, Ólafur Ragnar Grímsson og HafþóriYngvason safnstjóra Listasafns Reykjavíkur við opnun sýningarinnar í St. Pétursborg í dag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði í dag yfirlitssýningu á verkum Kjarvals á Þjóðarsafninu í St. Pétursborg. Um er að ræða eitt helsta safn Rússlands sem hefur yfir að ráða tveimur glæsilegum sýningarsölum. Kjarvalssýningin er haldin í Marmarahöllinni í Þjóðarsafninu. Listasafn Reykjavíkur hefur unnið náið með Þjóðarsafninu í St. Pétursborg að undirbúningi sýningarinnar. Tilefni sýningarinnar er að í ár eru liðin 70 ár frá því að formlegt stjórnmálasamband komst á milli Íslands og Rússlands (þá Sovétríkjanna). Sýningin samanstendur af lykilverkum Kjarvals, yfir 40 málverkum og teikningum, mestmegnis úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningarstjóri er Kristín Guðnadóttir listfræðingur. Dr. Evgenia Petrova, aðstoðarstjórnandi fræðilegra rannsókna sér um skipulag sýningarinnar fyrir hönd Þjóðarsafnsins. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri menningar-og ferðamálasviðs flutti ávarp á opnunni. Sönkonan Diddú og Jónas Ingimundarsson píanóleikari fluttu tónlist. Á sýningunni verða verk sem sýna túlkun Kjarvals á hraunbreiðum og fjallalandslagi Íslands. Einnig má sjá verk þar sem hann tvinnar saman landslagi og vætti í dularfulla og margræða heild. Teikningin var undirstaða listsköpunar Kjarvals og á sýningunni eru, auk fjölda olíumálverka, teikningar sem auka skilning á tjáningarríkri og frumlegri nálgun hans. Á sama tíma og Kjarvalssýningin stendur yfir í St. Pétursborg verður haldin sýning á verkum eins helsta listamanns Rússlands, Alexander Rodchenko, á Kjarvalsstöðum, en sú sýning opnar þann 5. október. Rodchenko lagði í raun grunninn að rússneskri nútímalist og var fremsti ljósmyndari og grafískur hönnuður Rússlands. Hann fæddist í St. Pétursborg árið 1891 og er því samtímamaður Kjarvals, sem fæddist 1885. Hann var málari að mennt en sneri sér alfarið að ljósmyndun árið 1925. Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði í dag yfirlitssýningu á verkum Kjarvals á Þjóðarsafninu í St. Pétursborg. Um er að ræða eitt helsta safn Rússlands sem hefur yfir að ráða tveimur glæsilegum sýningarsölum. Kjarvalssýningin er haldin í Marmarahöllinni í Þjóðarsafninu. Listasafn Reykjavíkur hefur unnið náið með Þjóðarsafninu í St. Pétursborg að undirbúningi sýningarinnar. Tilefni sýningarinnar er að í ár eru liðin 70 ár frá því að formlegt stjórnmálasamband komst á milli Íslands og Rússlands (þá Sovétríkjanna). Sýningin samanstendur af lykilverkum Kjarvals, yfir 40 málverkum og teikningum, mestmegnis úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningarstjóri er Kristín Guðnadóttir listfræðingur. Dr. Evgenia Petrova, aðstoðarstjórnandi fræðilegra rannsókna sér um skipulag sýningarinnar fyrir hönd Þjóðarsafnsins. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri menningar-og ferðamálasviðs flutti ávarp á opnunni. Sönkonan Diddú og Jónas Ingimundarsson píanóleikari fluttu tónlist. Á sýningunni verða verk sem sýna túlkun Kjarvals á hraunbreiðum og fjallalandslagi Íslands. Einnig má sjá verk þar sem hann tvinnar saman landslagi og vætti í dularfulla og margræða heild. Teikningin var undirstaða listsköpunar Kjarvals og á sýningunni eru, auk fjölda olíumálverka, teikningar sem auka skilning á tjáningarríkri og frumlegri nálgun hans. Á sama tíma og Kjarvalssýningin stendur yfir í St. Pétursborg verður haldin sýning á verkum eins helsta listamanns Rússlands, Alexander Rodchenko, á Kjarvalsstöðum, en sú sýning opnar þann 5. október. Rodchenko lagði í raun grunninn að rússneskri nútímalist og var fremsti ljósmyndari og grafískur hönnuður Rússlands. Hann fæddist í St. Pétursborg árið 1891 og er því samtímamaður Kjarvals, sem fæddist 1885. Hann var málari að mennt en sneri sér alfarið að ljósmyndun árið 1925.
Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira