Umfjöllun, viðtöl og tölfræði: FH - Valur 24-21 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 26. september 2013 15:16 Mynd/Vilhelm FH vann Val 24-21 í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld eftir að hafa verið 10-9 yfir í hálfleik. Varnir liðanna og markverðir voru í aðhlutverki í fyrri hálfleik. Hlynur Morthens hóf leikinn með látum í marki Vals sem samherjar hann nýttu vel og eftir sex mínútna leik var Valur 4-1 yfir. Þá lokaði Daníel Freyr Andrésson marki FH með góðri hjálp varnarinnar og Valur skoraði ekki fyrr en 12 mínútum seinna og minnkaði muninn í 7-5. Hlynur Morthens meiddist á ökkla og varð að fara útaf. Lárus Helgi Ólafsson kom í markið og hélt uppteknum hætti. Allir þrír markverðirnir voru með 50% markvörslu eða betra þegar flautað var til hálfleiks og staðan 10-9. Ragnar Jóhannsson átti í miklum vandræðum gegn framliggjandi vörn Vals en Magnús Óli Magnússon fór mikinn í sókn FH með sprengikrafti og hraða sínum. Geir Guðmundsson meiddist snemma leiks á ökkla og varð að fara útaf. Fyrir vikið skipti Ólafur Stefánsson aðeins um fjóra leikmenn þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Finnur Ingi Stefánsson fór úr hægra horninu þegar Geir meiddist og í skyttuna og Sveinn Aron Sveinsson fór í hornið. Línumenn Vals stóðu upp úr í sóknarleiknum sem náði sér enga vegin á strik í fyrri hálfleik. Allt annað var uppi á teningnum í upphafi seinni hálfleiks. Liðin skiptust á að skora og allt var inni. Þá gerðist það sama og í fyrri hálfleik. Varnir liðanna tóku við sér og markverðirnir með. Valur náði að tjasla Geir Guðmundssyni saman í hálfleik en Guðmundur Hólmar hélt Val inni í leiknum framan af seinni hálfleik með skotsýningu. Eftir að Ragnar Jóhannsson skoraði sitt fyrsta mark í seinni hálfleik kom meiri ógn af honum en hvorki hann né Ásbjörn Stefánsson náðu sér á strik í markaskorun. Magnús Óli Magnússon hélt áfram að fara á kostum og þá ekki síst þegar liðið var einum leikmanni færra. Þá steig hann upp og réðu Valsmenn ekkert við hann þó þeir reyndu að taka hann úr umferð. Daníel Freyr Andrésson var þó besti leikmaður vallarins en hann fór á kostum í marki FH fyrir aftan öfluga vörnina. Hjá Val var það Lárus Helgi Ólafsson sem sá til þess að tapið var ekki enn stærra. Daníel: Syndum karakter, annað en í síðasta leik„Við þurftum að rífa okkur upp eftir lélegan leik í fyrstu umferð og það er frábært að fá Val hér á heimavelli fyrir framan fullt af fólki og hrikalega skemmtilegur leikur,“ sagði Daníel Freyr Andrésson markvörður FH. „Við byrjuðum ekki nógu vel en við náðum að sýna smá karakter, annað en í síðasta leik, og komast inn í þetta. Svo leiðum við allan leikinn eiginlega. „Þetta var jafnt allan leikinn og mörk í hverri sókn á tímabili. Síðan náum við að klára þetta. „Ég er nokkuð sáttur við minn leik. Ég datt aðeins niður í byrjun seinni hálfleiks en náði svo að koma mér aftur í gang og klára þetta vel. „Ísak og Andri og öll vörnin í raun voru frábærir í dag. Hún var virkilega þétt og það var þægilegt að vera fyrir aftan hana í dag. „Við náðum að spila okkur ítrekað í gegnum vörnina hjá þeim. Bæði Hlynur og Lárus voru að verja mikið af dauðafærum og svo klúðrum við tveimur vítum líka. Þetta var líka vandamál á móti HK, við erum að klúðra allt of mikið af dauðafærum en það er það sem við erum að vinna í,“ sagði Daníel sem hældi félaga sínum Magnúsi Óla mikið. „Magnús var frábær í dag. Það er enginn sem ræður við hann líkamlega séð og hann hefur hæfileika til að fara alla leið og það er gaman að sjá hann blómstra.“ Ólafur: Halda hökunni uppi og setja kassann út„Það er alltaf fúlt að tapa og þegar maður tapar þá fer maður að spá meira í mistökunum en því sem vel var gert. Það skiptist svona 50/50,“ sagði Ólafur Stefánsson þjálfari Vals. „Við klikkuðum á hlutum sem er allt í lagi að klikka á enn í dag. Eftir svona tvo mánuði þá kannski byrja ég að vera fúll yfir því að við séum enn að gera þau mistök. Við erum á okkar róli og það hefði verið stuldur ef við hefðum unnið í kvöld. „FH-ingar voru flottir og einbeittir. Þeir byrjuðu illa og gáfust ekkert upp. Markmaðurinn flottur. Dómararnir voru fínir. Þetta var ágætis handboltaleikur og fínn hraði,“ sagði Ólafur um leikinn. „Við erum enn að reyna að slípa varnarhluti en ég get pönkast í þeim yfir fjöldanum af töpuðum boltum. „Ég vil að menn fari inn í kvöldið og verði nokkuð glaðir. Mótið er ekki búið. Við þurfum að halda áfram nokkuð glaðir og einbeittir. Þegar menn eru glaðir þá taka þeir betur við kennslu og krítik. Maður á þá betur að taka við því og það síast betur í gegn. Ef maður koðnar niður og fer í einhverja vörn þá síast þetta ekki eins vel inn. „Það er best að halda hökunni uppi og setja kassann út og halda áfram að vinna í sínu,“ sagði Ólafur. „Það eru nokkrir hlutir í vörn sem eru nokkuð góðir. Ég er ánægður með að við börðumst en er óánægður með sjálfan mig að hafa skipt þarna í lokin og breytt út frá því sem ég ætlaði að gera því þegar maður er með svona stóran hóp og góðan hóp þá eiga allir að fá traustið og svo vinna menn hægt í sínu.“ Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
FH vann Val 24-21 í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld eftir að hafa verið 10-9 yfir í hálfleik. Varnir liðanna og markverðir voru í aðhlutverki í fyrri hálfleik. Hlynur Morthens hóf leikinn með látum í marki Vals sem samherjar hann nýttu vel og eftir sex mínútna leik var Valur 4-1 yfir. Þá lokaði Daníel Freyr Andrésson marki FH með góðri hjálp varnarinnar og Valur skoraði ekki fyrr en 12 mínútum seinna og minnkaði muninn í 7-5. Hlynur Morthens meiddist á ökkla og varð að fara útaf. Lárus Helgi Ólafsson kom í markið og hélt uppteknum hætti. Allir þrír markverðirnir voru með 50% markvörslu eða betra þegar flautað var til hálfleiks og staðan 10-9. Ragnar Jóhannsson átti í miklum vandræðum gegn framliggjandi vörn Vals en Magnús Óli Magnússon fór mikinn í sókn FH með sprengikrafti og hraða sínum. Geir Guðmundsson meiddist snemma leiks á ökkla og varð að fara útaf. Fyrir vikið skipti Ólafur Stefánsson aðeins um fjóra leikmenn þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Finnur Ingi Stefánsson fór úr hægra horninu þegar Geir meiddist og í skyttuna og Sveinn Aron Sveinsson fór í hornið. Línumenn Vals stóðu upp úr í sóknarleiknum sem náði sér enga vegin á strik í fyrri hálfleik. Allt annað var uppi á teningnum í upphafi seinni hálfleiks. Liðin skiptust á að skora og allt var inni. Þá gerðist það sama og í fyrri hálfleik. Varnir liðanna tóku við sér og markverðirnir með. Valur náði að tjasla Geir Guðmundssyni saman í hálfleik en Guðmundur Hólmar hélt Val inni í leiknum framan af seinni hálfleik með skotsýningu. Eftir að Ragnar Jóhannsson skoraði sitt fyrsta mark í seinni hálfleik kom meiri ógn af honum en hvorki hann né Ásbjörn Stefánsson náðu sér á strik í markaskorun. Magnús Óli Magnússon hélt áfram að fara á kostum og þá ekki síst þegar liðið var einum leikmanni færra. Þá steig hann upp og réðu Valsmenn ekkert við hann þó þeir reyndu að taka hann úr umferð. Daníel Freyr Andrésson var þó besti leikmaður vallarins en hann fór á kostum í marki FH fyrir aftan öfluga vörnina. Hjá Val var það Lárus Helgi Ólafsson sem sá til þess að tapið var ekki enn stærra. Daníel: Syndum karakter, annað en í síðasta leik„Við þurftum að rífa okkur upp eftir lélegan leik í fyrstu umferð og það er frábært að fá Val hér á heimavelli fyrir framan fullt af fólki og hrikalega skemmtilegur leikur,“ sagði Daníel Freyr Andrésson markvörður FH. „Við byrjuðum ekki nógu vel en við náðum að sýna smá karakter, annað en í síðasta leik, og komast inn í þetta. Svo leiðum við allan leikinn eiginlega. „Þetta var jafnt allan leikinn og mörk í hverri sókn á tímabili. Síðan náum við að klára þetta. „Ég er nokkuð sáttur við minn leik. Ég datt aðeins niður í byrjun seinni hálfleiks en náði svo að koma mér aftur í gang og klára þetta vel. „Ísak og Andri og öll vörnin í raun voru frábærir í dag. Hún var virkilega þétt og það var þægilegt að vera fyrir aftan hana í dag. „Við náðum að spila okkur ítrekað í gegnum vörnina hjá þeim. Bæði Hlynur og Lárus voru að verja mikið af dauðafærum og svo klúðrum við tveimur vítum líka. Þetta var líka vandamál á móti HK, við erum að klúðra allt of mikið af dauðafærum en það er það sem við erum að vinna í,“ sagði Daníel sem hældi félaga sínum Magnúsi Óla mikið. „Magnús var frábær í dag. Það er enginn sem ræður við hann líkamlega séð og hann hefur hæfileika til að fara alla leið og það er gaman að sjá hann blómstra.“ Ólafur: Halda hökunni uppi og setja kassann út„Það er alltaf fúlt að tapa og þegar maður tapar þá fer maður að spá meira í mistökunum en því sem vel var gert. Það skiptist svona 50/50,“ sagði Ólafur Stefánsson þjálfari Vals. „Við klikkuðum á hlutum sem er allt í lagi að klikka á enn í dag. Eftir svona tvo mánuði þá kannski byrja ég að vera fúll yfir því að við séum enn að gera þau mistök. Við erum á okkar róli og það hefði verið stuldur ef við hefðum unnið í kvöld. „FH-ingar voru flottir og einbeittir. Þeir byrjuðu illa og gáfust ekkert upp. Markmaðurinn flottur. Dómararnir voru fínir. Þetta var ágætis handboltaleikur og fínn hraði,“ sagði Ólafur um leikinn. „Við erum enn að reyna að slípa varnarhluti en ég get pönkast í þeim yfir fjöldanum af töpuðum boltum. „Ég vil að menn fari inn í kvöldið og verði nokkuð glaðir. Mótið er ekki búið. Við þurfum að halda áfram nokkuð glaðir og einbeittir. Þegar menn eru glaðir þá taka þeir betur við kennslu og krítik. Maður á þá betur að taka við því og það síast betur í gegn. Ef maður koðnar niður og fer í einhverja vörn þá síast þetta ekki eins vel inn. „Það er best að halda hökunni uppi og setja kassann út og halda áfram að vinna í sínu,“ sagði Ólafur. „Það eru nokkrir hlutir í vörn sem eru nokkuð góðir. Ég er ánægður með að við börðumst en er óánægður með sjálfan mig að hafa skipt þarna í lokin og breytt út frá því sem ég ætlaði að gera því þegar maður er með svona stóran hóp og góðan hóp þá eiga allir að fá traustið og svo vinna menn hægt í sínu.“
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn