Katrín Jónsdóttir: Verðskuldaður sigur Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. september 2013 21:35 Katrín þakkar fyrir sig eftir leik. mynd/daníel Eftir 19 ára landsliðsferil spilaði Katrín Jónsdóttir að öllum líkindum sinn síðasta landsleik í 2-0 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli í gær. Katrín átti fínan leik í miðri vörninni en náði ekki að koma í veg fyrir tap. „Þetta var mjög svekkjandi tap, við ætluðum okkur mun meira úr leiknum í dag en við töpuðum,“ sagði Katrín eftir leikinn. Katrín var svekkt að ná ekki marki snemma leiks, þess í stað náðu Svisslendingar að skora fyrsta mark leiksins í upphafi leiks. „Við lögðum upp með öflugan varnarleik og ætluðum að ná marki snemma og reyna að pirra þær, þær verða pirraðar ef þær fá á sig mark snemma. Í stað þess skora þær eftir aðeins níu mínútur sem róaði leik þeirra. Við unnum okkur hægt og bítandi inn í leikinn og fórum að vinna bolta sem við unnum ekki í byrjun en svo taka þær aftur yfir leikinn um miðbik seinni hálfleiks,“ Gestirnir pressuðu hátt í leiknum og gekk íslenska liðinu illa að skapa sér færi. Um leið og komið var á síðasta þriðjung vallarins var mikið um slakar sendingar og lítil ógn. „Við vissum að þær myndu pressa framarlega en við reyndum að breyta skipulaginu þegar leið á leikinn. Við vorum að missa boltann á hættulegum stöðum þannig við reyndum að spila lengri bolta. Það gekk vel í smástund en svo náðu þær aftur yfirhöndinni og unnu að lokum verðskuldaðan sigur. Þær voru betri í dag, það verður bara að segjast,“ Katrín var þó ekki alveg tilbúin að kvitta undir að þetta væri hennar síðasti leikur, hún útilokaði ekki möguleikann á að spila ef mikil meiðslavandræði kæmu upp. „Auðvitað vill maður hjálpa liðinu ef upp koma meiðsli, það eru hinsvegar gríðarlega efnilegir leikmenn að koma upp, þar á meðal miðverðir. Ég þori ekki að segja neitt, það eru margir góðir leikmenn í íslensku deildinni sem eru að koma upp og geta vonandi axlað meiri ábyrgð,“ sagði Katrín að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Eftir 19 ára landsliðsferil spilaði Katrín Jónsdóttir að öllum líkindum sinn síðasta landsleik í 2-0 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli í gær. Katrín átti fínan leik í miðri vörninni en náði ekki að koma í veg fyrir tap. „Þetta var mjög svekkjandi tap, við ætluðum okkur mun meira úr leiknum í dag en við töpuðum,“ sagði Katrín eftir leikinn. Katrín var svekkt að ná ekki marki snemma leiks, þess í stað náðu Svisslendingar að skora fyrsta mark leiksins í upphafi leiks. „Við lögðum upp með öflugan varnarleik og ætluðum að ná marki snemma og reyna að pirra þær, þær verða pirraðar ef þær fá á sig mark snemma. Í stað þess skora þær eftir aðeins níu mínútur sem róaði leik þeirra. Við unnum okkur hægt og bítandi inn í leikinn og fórum að vinna bolta sem við unnum ekki í byrjun en svo taka þær aftur yfir leikinn um miðbik seinni hálfleiks,“ Gestirnir pressuðu hátt í leiknum og gekk íslenska liðinu illa að skapa sér færi. Um leið og komið var á síðasta þriðjung vallarins var mikið um slakar sendingar og lítil ógn. „Við vissum að þær myndu pressa framarlega en við reyndum að breyta skipulaginu þegar leið á leikinn. Við vorum að missa boltann á hættulegum stöðum þannig við reyndum að spila lengri bolta. Það gekk vel í smástund en svo náðu þær aftur yfirhöndinni og unnu að lokum verðskuldaðan sigur. Þær voru betri í dag, það verður bara að segjast,“ Katrín var þó ekki alveg tilbúin að kvitta undir að þetta væri hennar síðasti leikur, hún útilokaði ekki möguleikann á að spila ef mikil meiðslavandræði kæmu upp. „Auðvitað vill maður hjálpa liðinu ef upp koma meiðsli, það eru hinsvegar gríðarlega efnilegir leikmenn að koma upp, þar á meðal miðverðir. Ég þori ekki að segja neitt, það eru margir góðir leikmenn í íslensku deildinni sem eru að koma upp og geta vonandi axlað meiri ábyrgð,“ sagði Katrín að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira