Ricciardo leysir af Mark Webber Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2013 13:15 Daniel Ricciardo Fátt er eftirsóknarverðara en að vera ökumaður í Formúlu1. Þegar Mark Webber, sem ekið hefur fyrir hið sigursæla lið Red Bull, tilkynnti að hann ætlaði að söðla um og aka fyrir Porsche í Le Mans þolakstrinum losnaði eitt heitasta sætið sem hægt er að setjast í. Nú er allt útlit fyrir að búið sé að fylla í það sæti og Daniel Ricciardo aki fyrir liðið með heimsmeitaranum Sebastian Vettel. Ricciardo er Ástrali eins og Webber, svo ekki verður samskiptaörðugleikunum fyrir að fara á næsta keppnistímabili. Ricciardo hefur, eins og Vettel gengið gegnum ungliðaþjálfun hjá Scuderia Toro Rosso. Webber hefur það reyndar umfram Ricciardo að hann var búinn að skila sínum fyrsta Grand Prix titli áður en hann var kallaður í ökumannssæti hjá Red Bull. Ricciardo hefur reyndar ekki einu sinni komist á pall þar. Hann hefur hinsvegar unnið Formula Renault 2.0 og British Formula Three Campionships, svo eitthvað virðist í hann spunnið. Það hefur verið erfitt skref fyrir liðsstjórann Christian Horner að velja ungliða frekar en reynslumikinn ökumann eins og Kimi Raikkonen til að leysa Mark Webber af, en hann hefur gert upp hug sinn og á velgengni hins unga Vettel og skjótur frami hans vafalaust þátt í þessari ákvörðun. Spennandi verður að sjá hvort þessi ungi ökumaður muni slá í gegn á sínu fyrsta tímabili, líkt og Damon Hill gerði er hann leysti af Nigel Mansell um árið. Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fátt er eftirsóknarverðara en að vera ökumaður í Formúlu1. Þegar Mark Webber, sem ekið hefur fyrir hið sigursæla lið Red Bull, tilkynnti að hann ætlaði að söðla um og aka fyrir Porsche í Le Mans þolakstrinum losnaði eitt heitasta sætið sem hægt er að setjast í. Nú er allt útlit fyrir að búið sé að fylla í það sæti og Daniel Ricciardo aki fyrir liðið með heimsmeitaranum Sebastian Vettel. Ricciardo er Ástrali eins og Webber, svo ekki verður samskiptaörðugleikunum fyrir að fara á næsta keppnistímabili. Ricciardo hefur, eins og Vettel gengið gegnum ungliðaþjálfun hjá Scuderia Toro Rosso. Webber hefur það reyndar umfram Ricciardo að hann var búinn að skila sínum fyrsta Grand Prix titli áður en hann var kallaður í ökumannssæti hjá Red Bull. Ricciardo hefur reyndar ekki einu sinni komist á pall þar. Hann hefur hinsvegar unnið Formula Renault 2.0 og British Formula Three Campionships, svo eitthvað virðist í hann spunnið. Það hefur verið erfitt skref fyrir liðsstjórann Christian Horner að velja ungliða frekar en reynslumikinn ökumann eins og Kimi Raikkonen til að leysa Mark Webber af, en hann hefur gert upp hug sinn og á velgengni hins unga Vettel og skjótur frami hans vafalaust þátt í þessari ákvörðun. Spennandi verður að sjá hvort þessi ungi ökumaður muni slá í gegn á sínu fyrsta tímabili, líkt og Damon Hill gerði er hann leysti af Nigel Mansell um árið.
Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira