Bók um móður Breiviks kemur út í haust Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. ágúst 2013 15:09 Marit Christensen vann lengi fyrir fréttastöðina NRK. Mynd/Espen Rasmussen Móðir Anders Behring Breivik, Wenche Behring Breivik, tjáði sig aldrei opinberlega um voðaverkin sem hann framdi í júlí 2011 en nú er komið í ljós að hún átti nánast í daglegum samskiptum við norsku fjölmiðlakonuna Marit Christensen. Hún skrifar nú bók um Wenche sem á að koma út í haust. Frú Breivik dó seint í mars á þessu ári. Nánast enginn vissi að þær ynnu að þessu verkefni en nú hefur bókaforlagið Aschehoug staðfest það að bókin komi út og muni bera titilinn "Móðirin".„Ég hef farið í gegnum líf móðurinnar, frá vöggu til grafar. Ég hef skrifað um tilfinningar hennar og viðbrögð við Anders Behring Breivik, allt frá því að hann var barn. Sagan týndist ekki með henni heldur er enn til,“ sagði Marit Christensen í samtali við norska blaðið VG. Marit segist hafa tekið viðtölin við Wenche heima hjá sér að mestu en þó hafi þær stöku sinnum hist á heimili Wenche. Samtölin voru tekin upp. „Þetta verkefni hefur verið svo leynilegt að aðeins örfáir hafa vitað um tilvist þess,“ segir Christensen sem að lýsir sambandi sínu við Wenche Behring Breivik sem blöndu af sálfræðingi, stuðningsmanni, trúnaðarvinkonu og blaðamanni. „Þegar við hittumst í fyrsta sinn fékk hún þær fréttir að hún var með krabbamein. Það áfall fékk hún í kjölfarið á áfallinu sem reið yfir hana þann 22.júlí.“ Christensen segir móður fjöldamorðingjans aldrei hafa álasað sér fyrir gjörðir hans. Aðspurð að því hvað fjölskyldu Wenche þykir um það að hún sé að skrifa þessa bók segir Marit: „Ég veit það ekki.“ Bókin mun varpa ljósi á hvernig mikilvægasta manneskjan í lífi Anders Breivik var og hvers slags uppeldi hann fékk. En fram hefur komið í fjölmiðlum að móðir hans var ein af fáum sem að hann átti í samskiptum við áður en hann framdi voðaverkin í Útey. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Móðir Anders Behring Breivik, Wenche Behring Breivik, tjáði sig aldrei opinberlega um voðaverkin sem hann framdi í júlí 2011 en nú er komið í ljós að hún átti nánast í daglegum samskiptum við norsku fjölmiðlakonuna Marit Christensen. Hún skrifar nú bók um Wenche sem á að koma út í haust. Frú Breivik dó seint í mars á þessu ári. Nánast enginn vissi að þær ynnu að þessu verkefni en nú hefur bókaforlagið Aschehoug staðfest það að bókin komi út og muni bera titilinn "Móðirin".„Ég hef farið í gegnum líf móðurinnar, frá vöggu til grafar. Ég hef skrifað um tilfinningar hennar og viðbrögð við Anders Behring Breivik, allt frá því að hann var barn. Sagan týndist ekki með henni heldur er enn til,“ sagði Marit Christensen í samtali við norska blaðið VG. Marit segist hafa tekið viðtölin við Wenche heima hjá sér að mestu en þó hafi þær stöku sinnum hist á heimili Wenche. Samtölin voru tekin upp. „Þetta verkefni hefur verið svo leynilegt að aðeins örfáir hafa vitað um tilvist þess,“ segir Christensen sem að lýsir sambandi sínu við Wenche Behring Breivik sem blöndu af sálfræðingi, stuðningsmanni, trúnaðarvinkonu og blaðamanni. „Þegar við hittumst í fyrsta sinn fékk hún þær fréttir að hún var með krabbamein. Það áfall fékk hún í kjölfarið á áfallinu sem reið yfir hana þann 22.júlí.“ Christensen segir móður fjöldamorðingjans aldrei hafa álasað sér fyrir gjörðir hans. Aðspurð að því hvað fjölskyldu Wenche þykir um það að hún sé að skrifa þessa bók segir Marit: „Ég veit það ekki.“ Bókin mun varpa ljósi á hvernig mikilvægasta manneskjan í lífi Anders Breivik var og hvers slags uppeldi hann fékk. En fram hefur komið í fjölmiðlum að móðir hans var ein af fáum sem að hann átti í samskiptum við áður en hann framdi voðaverkin í Útey.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira