Helgi Valur spilar fjóra leiki til viðbótar með AIK Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2013 17:10 Helgi Valur Daníelsson fagnar marki með AIK. Mynd/NordicPhotos/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson mun spila með portúgalska félaginu CF Os Belenenses á komandi leiktíð en hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag. Helgi Valur flytur þó ekki út fyrr en eftir leik AIK-liðsins á móti BK Hacken sem fer fram 22. júlí og á því eftir að spila fjóra leiki með sænska félaginu. Þetta kemur fram á heimasíðu AIK í dag. Samningur Helga Vals við AIK rennur út í lok ársins en það var fyrir löngu ljóst að hann fengi ekki nýjan samning hjá sænska liðinu. Hann gerir tveggja ára samning við portúgalska liðið. „Það eru þrjár aðalástæður fyrir að við seljum Helga til Portúgals. Í fyrsta lagi vildi Belenenses fá Helga Val, í öðru lagi hjálpar þetta félaginu fjárhagslega og í þriðja lagi þá skapar þetta tækifæri fyrir unga framtíðarleikmenn að stimpla sig inn í liðið," sagði Bjorn Wesström, íþróttastjóri AIk. „Helgi Daníelsson hefur uppfyllt allar væntingar okkar til hans og gott betur. Hann er vinnusamur, mikill fagmaður og hefur hjálpað félaginu að ná stöðugleika á tíma þegar AIK þurfti svo sannarlega á því að halda. Nú á Helgi eftir að spila fjóra leiki fyrir okkur en við óskum honum alls hins besta hjá nýju félagi," sagði Wesström. Helgi Valur er 31 árs gamall og eftir að hafa hafið ferilinn með Fylki þá hefur hann spilað í Englandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Hann gerði þriggja og hálfs árs samning við AIK í júní 2010. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson mun spila með portúgalska félaginu CF Os Belenenses á komandi leiktíð en hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag. Helgi Valur flytur þó ekki út fyrr en eftir leik AIK-liðsins á móti BK Hacken sem fer fram 22. júlí og á því eftir að spila fjóra leiki með sænska félaginu. Þetta kemur fram á heimasíðu AIK í dag. Samningur Helga Vals við AIK rennur út í lok ársins en það var fyrir löngu ljóst að hann fengi ekki nýjan samning hjá sænska liðinu. Hann gerir tveggja ára samning við portúgalska liðið. „Það eru þrjár aðalástæður fyrir að við seljum Helga til Portúgals. Í fyrsta lagi vildi Belenenses fá Helga Val, í öðru lagi hjálpar þetta félaginu fjárhagslega og í þriðja lagi þá skapar þetta tækifæri fyrir unga framtíðarleikmenn að stimpla sig inn í liðið," sagði Bjorn Wesström, íþróttastjóri AIk. „Helgi Daníelsson hefur uppfyllt allar væntingar okkar til hans og gott betur. Hann er vinnusamur, mikill fagmaður og hefur hjálpað félaginu að ná stöðugleika á tíma þegar AIK þurfti svo sannarlega á því að halda. Nú á Helgi eftir að spila fjóra leiki fyrir okkur en við óskum honum alls hins besta hjá nýju félagi," sagði Wesström. Helgi Valur er 31 árs gamall og eftir að hafa hafið ferilinn með Fylki þá hefur hann spilað í Englandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Hann gerði þriggja og hálfs árs samning við AIK í júní 2010.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Sjá meira