Enginn átti séns í Vettel Birgir Þór Harðarson skrifar 9. júní 2013 19:47 Vettel leiddi mótið af ráslínu, Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hafði ótrúlega yfirburði í Montréal í Kanada í dag þegar Formúlu 1 kappakstuirnn fór þar fram. Vettel ræsti af fremsta rásstað og lét forystuna aldrei af hendi. Yfirburðir Vettels komu nokkuð á óvart enda var talið að Ferrari, Lotus og Mercedes ættu meiri séns í Red Bull. Allt kom fyrir ekki og Vettel rústaði keppninni. Fernando Alonso kom annar í mark, fimmtán sekúndum á eftir Vettel. Hann ók vel í kappakstrinum, komst fram úr Lewis Hamilton á Mercedes þegar nokkrir hringir voru eftir og verður ánægður með að ná þó eins mörgum stigum og mögulegt var. Mark Webber, liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, varð fjórði og langt á undan næsta manni sem var Nico Rosberg á Mercedes. Red Bull-liðið hefur nú unnið á öllum brautunum sem eru á dagskrá í Formúlu 1 nema í Austin í Texas. Það verður að teljast fáranlega gott þar sem Red Bull vann ekki fyrsta kappakstur sinn fyrr en 2010. Vettel heldur einnig gríðarlega vel upp á tölurnar á bak við ferilinn sinn og verður örugglega ánægður með að vinna í fyrsta sinn í Kanada. McLaren-liðið var í ruglinu í dag og kláruðu ekki í stigasæti. Lotus-liðið átti einnig erfiðan dag því Kimi Raikkönen var í basli með dekkin sín og mistök í viðgerðarhléum gerðu ekki gott fyrir hann svo hann endaði níundi. Romain Grosjean endaði þrettándi. Hetja dagsins er hins vegar Paul di Resta hjá Force India. Hann endaði sjöundi eftir að hafa ræst í sautjánda sæti. Það sem var magnað við akstur hans var að hann stoppaði ekki í heila 60 hringi fyrir ný dekk. Vettel er sem fyrr efstur í stigamóti ökuþóra með 132 stig á undan Fernando Alonso sem skaust fram úr Raikkönen, er nú með 96 stig gegn 88 stigum Raikkönen. Hamilton er fjórði með 77 og Mark Webber fimmti með 69. í Heimsmeistarakeppni bílasmiða eru Red Bull-menn efstir með 201 stig og Ferrari í öðru með 145. Mercedes er í þriðja sæti með 134 stig. Formúla Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hafði ótrúlega yfirburði í Montréal í Kanada í dag þegar Formúlu 1 kappakstuirnn fór þar fram. Vettel ræsti af fremsta rásstað og lét forystuna aldrei af hendi. Yfirburðir Vettels komu nokkuð á óvart enda var talið að Ferrari, Lotus og Mercedes ættu meiri séns í Red Bull. Allt kom fyrir ekki og Vettel rústaði keppninni. Fernando Alonso kom annar í mark, fimmtán sekúndum á eftir Vettel. Hann ók vel í kappakstrinum, komst fram úr Lewis Hamilton á Mercedes þegar nokkrir hringir voru eftir og verður ánægður með að ná þó eins mörgum stigum og mögulegt var. Mark Webber, liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, varð fjórði og langt á undan næsta manni sem var Nico Rosberg á Mercedes. Red Bull-liðið hefur nú unnið á öllum brautunum sem eru á dagskrá í Formúlu 1 nema í Austin í Texas. Það verður að teljast fáranlega gott þar sem Red Bull vann ekki fyrsta kappakstur sinn fyrr en 2010. Vettel heldur einnig gríðarlega vel upp á tölurnar á bak við ferilinn sinn og verður örugglega ánægður með að vinna í fyrsta sinn í Kanada. McLaren-liðið var í ruglinu í dag og kláruðu ekki í stigasæti. Lotus-liðið átti einnig erfiðan dag því Kimi Raikkönen var í basli með dekkin sín og mistök í viðgerðarhléum gerðu ekki gott fyrir hann svo hann endaði níundi. Romain Grosjean endaði þrettándi. Hetja dagsins er hins vegar Paul di Resta hjá Force India. Hann endaði sjöundi eftir að hafa ræst í sautjánda sæti. Það sem var magnað við akstur hans var að hann stoppaði ekki í heila 60 hringi fyrir ný dekk. Vettel er sem fyrr efstur í stigamóti ökuþóra með 132 stig á undan Fernando Alonso sem skaust fram úr Raikkönen, er nú með 96 stig gegn 88 stigum Raikkönen. Hamilton er fjórði með 77 og Mark Webber fimmti með 69. í Heimsmeistarakeppni bílasmiða eru Red Bull-menn efstir með 201 stig og Ferrari í öðru með 145. Mercedes er í þriðja sæti með 134 stig.
Formúla Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti