Rosberg langfljótastur í Mónakó Birgir Þór Harðarson skrifar 23. maí 2013 14:51 Rosberg var langfljótastur í Mónakó. Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes var langfljótastur á æfingum fyrir kappaksturinn í Mónakó sem fram fer um helgina. Hann var einnig fljótastur í morgun. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð næstfljótastur. Keppinautar Mercedes-liðsins klóra sig í hausnum yfir gríðarlegum hraða silfurörvanna í tímatökum og æfingum en virðast ekki geta staðist þeim snúning. Rosberg var á ráspól í Barein og á Spáni og virðist ætla að leika sama leikinn aftur í Mónakó. Brautin í Mónakó er samt sem áður einstök og gefur ekki mikil tækifæri til framúraksturs. Það gæti reynst Rosberg vel í kappakstrinum þegar hið mikla dekkjaslit Mercedes-bílsins fer að gera vart við sig. Hann mun því freista þess að reyna að halda Alonso, Vettel og Raikkönen fyrir aftan sig. Það eru mýmörg dæmi um að ökumenn hafi náð að fara í gegnum heilu og hálfu kappakstrana án þess að hleypa keppinautum framúr. Það gerðist til dæmis árið 2001 þegar David Coulthard á McLaren lenti fyrir aftan Arrows-ökuþórinn og nýliðann Enrique Bernoldi. Sá hélt Coulthard aftur í einhverja 40 hringi og gerið út um vonir McLaren um sigur. Á æfingum dagsins voru Ferrari-menn með Alonso og Massa við stýrið næst fljótastir á eftir Mercedes. Red Bull-liðið virðist ekki hafa eins mikla yfirburði í furstadæminu og undanfarin ár því Mark Webber var fimmti á seinni æfingunni en Sebastian Vettel aðeins níundi. Þess ber jafnframt að geta að Red Bull hefur átt í vandræðum með dekkjaslitið undir bíl sínum. Tímataka fyrir kappaksturinn fer fram á laugardag og svo verður kappaksturinn ræstur í hádeginu á sunnudag. Allt mótið er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá mun Fréttablaðið fjalla sérstaklega um kappaksturinn í Mónakó í helgarblaði sínu. Formúla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes var langfljótastur á æfingum fyrir kappaksturinn í Mónakó sem fram fer um helgina. Hann var einnig fljótastur í morgun. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð næstfljótastur. Keppinautar Mercedes-liðsins klóra sig í hausnum yfir gríðarlegum hraða silfurörvanna í tímatökum og æfingum en virðast ekki geta staðist þeim snúning. Rosberg var á ráspól í Barein og á Spáni og virðist ætla að leika sama leikinn aftur í Mónakó. Brautin í Mónakó er samt sem áður einstök og gefur ekki mikil tækifæri til framúraksturs. Það gæti reynst Rosberg vel í kappakstrinum þegar hið mikla dekkjaslit Mercedes-bílsins fer að gera vart við sig. Hann mun því freista þess að reyna að halda Alonso, Vettel og Raikkönen fyrir aftan sig. Það eru mýmörg dæmi um að ökumenn hafi náð að fara í gegnum heilu og hálfu kappakstrana án þess að hleypa keppinautum framúr. Það gerðist til dæmis árið 2001 þegar David Coulthard á McLaren lenti fyrir aftan Arrows-ökuþórinn og nýliðann Enrique Bernoldi. Sá hélt Coulthard aftur í einhverja 40 hringi og gerið út um vonir McLaren um sigur. Á æfingum dagsins voru Ferrari-menn með Alonso og Massa við stýrið næst fljótastir á eftir Mercedes. Red Bull-liðið virðist ekki hafa eins mikla yfirburði í furstadæminu og undanfarin ár því Mark Webber var fimmti á seinni æfingunni en Sebastian Vettel aðeins níundi. Þess ber jafnframt að geta að Red Bull hefur átt í vandræðum með dekkjaslitið undir bíl sínum. Tímataka fyrir kappaksturinn fer fram á laugardag og svo verður kappaksturinn ræstur í hádeginu á sunnudag. Allt mótið er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá mun Fréttablaðið fjalla sérstaklega um kappaksturinn í Mónakó í helgarblaði sínu.
Formúla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira