Vigdís telur að manni sé borgað fyrir að rægja hana Karen Kjartansdóttir skrifar 27. maí 2013 19:29 Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur augljóst að einhver fái greitt fyrir að rægja hana á netinu og spilla trúverðugleika hennar. Maður að nafni Eiríkur Magnússon sem hefur lengst af sagst vera verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið tjáð sig í gegnum Facebook og í athugasemdakerfum um Vigdísi. Hann virðist hreint ekki hrifinn af henni eins og sjá má af ummælum sem fylgja sjónvarpsútgáfu þessarar fréttar. Um síðustu helgi þótti Vigdísi nóg um illsku mannsins í sinn garð og hafði samband við félaga sinn hjá Orkuveitunni og spurði hvaða maður þetta væri sem svona skrifaði og hvað hún hefði gert honum. Kom þá í ljós að enginn maður með þessu nafni starfaði hjá fyrirtækinu. Og það sem meira var -- maðurinn virtist einnig tvífari norsks pínanóleikara á heimsmælikvarða, eða með öðrum orðum myndin var tekin af síðu þess norska. „Þessi maður er ekki til og líklega er þetta einhver sem þiggur laun fyrir að elta mig eða slíkt því umræðan síðustu fjögur ár í kommentakerfunum er náttúrulega alveg einstök. Oftast er þetta fólk sem er ekki til, þannig það hljóta einhverjir peningar að vera í dæminu Það getur ekki annað verið. Það er enginn sem leggur sig fram við það að elta stjórnmálamann eins og hefur verið gert í mínu tilfelli. Það er búið að skrifa um mig óhróður í fjögur ár og menn virðast ekki gefast upp," segir hún. Vigdís segist ekki gruna neinn um græsku. Það sé vond tilfinning að vita ekkert hvaðan óvildin sprettur. Undanfarin fjögur ár hafi ýmsir hvatt hana til að reyna uppræta nafnlaus níðskrif en hún ætli þó ekki að standa í því nema hótanir um líkamsmeiðingar eða líflát berist. Erfitt sé því við þetta að eiga og alltaf spretti upp nýir einstaklingar. Þannig ákvað þessi að loka síðunni sinni eftir að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, spurði hvort hann vildi ekki fara láta sjá sig við störf fyrst hann skrifaði undir merkjum fyrirtækisins. Síðunni var þá lokað en önnur eins og hefur nú verið stofnuð utan þess að þar er Orkuveitunnar hvergi getið. En telur Vigdís að þetta hafi orðið til þess að hún fékk ekki ráðherraembætti eins og hún vonaðist til? „Allt þetta hjálpar til við að skapa neikvæða ímynd af mér, að ég sé æst og ég sé heimsk. Þetta snertir mig ekki neitt en þetta hjálpar til við að skapa þessa neikvæðu ímynd af mér sem persónu en þetta kostaði mig ekkert ráðherraembættið. Því ég þarf fyrst og fremst traust formannsins til að setjast í ráðherrastól, ekkert annað," segir Vigdís. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur augljóst að einhver fái greitt fyrir að rægja hana á netinu og spilla trúverðugleika hennar. Maður að nafni Eiríkur Magnússon sem hefur lengst af sagst vera verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið tjáð sig í gegnum Facebook og í athugasemdakerfum um Vigdísi. Hann virðist hreint ekki hrifinn af henni eins og sjá má af ummælum sem fylgja sjónvarpsútgáfu þessarar fréttar. Um síðustu helgi þótti Vigdísi nóg um illsku mannsins í sinn garð og hafði samband við félaga sinn hjá Orkuveitunni og spurði hvaða maður þetta væri sem svona skrifaði og hvað hún hefði gert honum. Kom þá í ljós að enginn maður með þessu nafni starfaði hjá fyrirtækinu. Og það sem meira var -- maðurinn virtist einnig tvífari norsks pínanóleikara á heimsmælikvarða, eða með öðrum orðum myndin var tekin af síðu þess norska. „Þessi maður er ekki til og líklega er þetta einhver sem þiggur laun fyrir að elta mig eða slíkt því umræðan síðustu fjögur ár í kommentakerfunum er náttúrulega alveg einstök. Oftast er þetta fólk sem er ekki til, þannig það hljóta einhverjir peningar að vera í dæminu Það getur ekki annað verið. Það er enginn sem leggur sig fram við það að elta stjórnmálamann eins og hefur verið gert í mínu tilfelli. Það er búið að skrifa um mig óhróður í fjögur ár og menn virðast ekki gefast upp," segir hún. Vigdís segist ekki gruna neinn um græsku. Það sé vond tilfinning að vita ekkert hvaðan óvildin sprettur. Undanfarin fjögur ár hafi ýmsir hvatt hana til að reyna uppræta nafnlaus níðskrif en hún ætli þó ekki að standa í því nema hótanir um líkamsmeiðingar eða líflát berist. Erfitt sé því við þetta að eiga og alltaf spretti upp nýir einstaklingar. Þannig ákvað þessi að loka síðunni sinni eftir að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, spurði hvort hann vildi ekki fara láta sjá sig við störf fyrst hann skrifaði undir merkjum fyrirtækisins. Síðunni var þá lokað en önnur eins og hefur nú verið stofnuð utan þess að þar er Orkuveitunnar hvergi getið. En telur Vigdís að þetta hafi orðið til þess að hún fékk ekki ráðherraembætti eins og hún vonaðist til? „Allt þetta hjálpar til við að skapa neikvæða ímynd af mér, að ég sé æst og ég sé heimsk. Þetta snertir mig ekki neitt en þetta hjálpar til við að skapa þessa neikvæðu ímynd af mér sem persónu en þetta kostaði mig ekkert ráðherraembættið. Því ég þarf fyrst og fremst traust formannsins til að setjast í ráðherrastól, ekkert annað," segir Vigdís.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Sjá meira