Gæti ekki sagt nei við NFL 28. maí 2013 11:30 Hafþór að keppa í keppninni um sterkasta mann heims. Eins og Vísir greindi frá í morgun þá virðist Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hafa áhuga á því að skoða sterkasta mann Íslands, Hafþór Júlíus Björnsson. Irsay skrifaði á Twitter-síðu sína að hann þyrfti kannski að skoða "Íslendinginn" og fór svo af stað með getraunaleik um hver maðurinn sé. Hann er Hafþór Júlíus Björnsson. 24 ára strákur sem er 205 sentimetrar að hæð og lítil 170 kíló. Maður með skrokk fyrir NFL-deildina. "Ég vissi af þessu en það hefur enginn haft formlega samband við mig vegna málsins. Ég veit því ekki hversu mikil alvara er í þessu hjá þeim," sagði Hafþór Júlíus í samtali við Vísi. Hafþór lyftir hér Larissu Reis. Hafþór hefur ekki spilað íþróttina áður né reynt að koma sjálfum sér sérstaklega á framfæri svo hann eigi möguleika á að komast í deildina. "Ég er að keppa í aflraunum um allan heim og þannig vita þeir líklega af mér. Það fréttist af mönnum sem eru 205 sentimetrar og 170 kíló," sagði Hafþór léttur. "Ég væri örugglega tilvalinn í þetta. Ég hef ekkert reynt að koma mér á framfæri en Brynjar Karl Sigurðsson, fyrrum þjálfari minn, hannaði Sideline-forritið sem er notað af liðum í NFL. Hann er tengdur þar inn og þekkir vel til. Einn þjálfari úti spurði hann mikið út í mig og þannig hef ég líklega komist í umræðuna." Hafþór Júlíus neitar því ekki að tilhugsunin um að spila í NFL-deildinni kitli hann. "Ef lið myndi sýna mér áhuga þá myndi ég alltaf skoða það. Ég veit samt að ég færi fyrst í æfingabúðir svo þeir gætu skoðað mig og athugað hvort ég sé nothæfur. Það væri ekki hægt að segja nei við svona stóru tækifæri enda miklir peningar í húfi," sagði Hafþór. "Það er mikill heiður að þeir séu að spá í því að skoða mig. Ég er klár ef að kallið kemur." Innlendar Tengdar fréttir Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. 28. maí 2013 09:30 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun þá virðist Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hafa áhuga á því að skoða sterkasta mann Íslands, Hafþór Júlíus Björnsson. Irsay skrifaði á Twitter-síðu sína að hann þyrfti kannski að skoða "Íslendinginn" og fór svo af stað með getraunaleik um hver maðurinn sé. Hann er Hafþór Júlíus Björnsson. 24 ára strákur sem er 205 sentimetrar að hæð og lítil 170 kíló. Maður með skrokk fyrir NFL-deildina. "Ég vissi af þessu en það hefur enginn haft formlega samband við mig vegna málsins. Ég veit því ekki hversu mikil alvara er í þessu hjá þeim," sagði Hafþór Júlíus í samtali við Vísi. Hafþór lyftir hér Larissu Reis. Hafþór hefur ekki spilað íþróttina áður né reynt að koma sjálfum sér sérstaklega á framfæri svo hann eigi möguleika á að komast í deildina. "Ég er að keppa í aflraunum um allan heim og þannig vita þeir líklega af mér. Það fréttist af mönnum sem eru 205 sentimetrar og 170 kíló," sagði Hafþór léttur. "Ég væri örugglega tilvalinn í þetta. Ég hef ekkert reynt að koma mér á framfæri en Brynjar Karl Sigurðsson, fyrrum þjálfari minn, hannaði Sideline-forritið sem er notað af liðum í NFL. Hann er tengdur þar inn og þekkir vel til. Einn þjálfari úti spurði hann mikið út í mig og þannig hef ég líklega komist í umræðuna." Hafþór Júlíus neitar því ekki að tilhugsunin um að spila í NFL-deildinni kitli hann. "Ef lið myndi sýna mér áhuga þá myndi ég alltaf skoða það. Ég veit samt að ég færi fyrst í æfingabúðir svo þeir gætu skoðað mig og athugað hvort ég sé nothæfur. Það væri ekki hægt að segja nei við svona stóru tækifæri enda miklir peningar í húfi," sagði Hafþór. "Það er mikill heiður að þeir séu að spá í því að skoða mig. Ég er klár ef að kallið kemur."
Innlendar Tengdar fréttir Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. 28. maí 2013 09:30 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. 28. maí 2013 09:30