Sigmundur ekki byrjaður í stjórnarmyndunarviðræðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. maí 2013 17:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Mynd/ Daníel. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ekki sé hægt að tala um það að stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar með Sjálfstæðisflokknum, jafnvel þótt hann og Bjarni Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi hist í annað sinn í dag. Hann sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að aðalmálið væri að ná samstöðu um skuldamál heimilanna. Sigmundur er búinn að hitta forystumenn allra flokka einu sinni, nema Bjarna Benediktsson. Hann sagði að hann og Bjarni hefðu hist í dag vegna þess að Bjarni hafi verið áhugasamur um að fá upplýsingar um útfærslur og tölfræði á hugmyndum framsóknarmanna við úrlausn skuldamálanna. Á þessari stundu liggur ekkert fyrir um það með hverjum Sigmundur ætlar í eiginlegar viðræður. Hann sagðist vonast til þess að ekki liði á löngu þar til eiginlega stjórnarmyndunarviðræður myndu hefjast en menn yrðu að sýna því skilning að þær gætu tekið nokkurn tíma. Hann sagði að markmið sitt með því að heyra hljóðið í öllum hinum formönnum stjórnarflokkanna væri að fá tilfinningu fyrir því hvað þeim fyndist um verkefnin framundan og kanna hvort menn væru reiðubúnir að fara í alvöru viðræður um skuldamálin. „Vegna þess að það er til til lítils að fara í langar og miklar viðræður ef það er engin samstaða um skuldamálin," sagði hann. Í Financial Times í dag er frétt þar sem haft er eftir heimildarmanni blaðsins, sem þekkir til kröfuhafa þrotabúa íslensku bankanna, að þeir séu til í samninga um kröfur sínar við íslensk stjórnvöld. Sigmundur Davíð segir að fréttin hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta er í samræmi við það sem við höfum talað um. Menn hlytu að vilja þetta og þetta hlyti að vera kröfuhöfum í hag,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þeir gera sér alveg grein fyrir því að þeir þurfa að gefa eftir, eins og við höfðum rætt í ksongingabaráttunni,“ segir hann. Kosningar 2013 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ekki sé hægt að tala um það að stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar með Sjálfstæðisflokknum, jafnvel þótt hann og Bjarni Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi hist í annað sinn í dag. Hann sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að aðalmálið væri að ná samstöðu um skuldamál heimilanna. Sigmundur er búinn að hitta forystumenn allra flokka einu sinni, nema Bjarna Benediktsson. Hann sagði að hann og Bjarni hefðu hist í dag vegna þess að Bjarni hafi verið áhugasamur um að fá upplýsingar um útfærslur og tölfræði á hugmyndum framsóknarmanna við úrlausn skuldamálanna. Á þessari stundu liggur ekkert fyrir um það með hverjum Sigmundur ætlar í eiginlegar viðræður. Hann sagðist vonast til þess að ekki liði á löngu þar til eiginlega stjórnarmyndunarviðræður myndu hefjast en menn yrðu að sýna því skilning að þær gætu tekið nokkurn tíma. Hann sagði að markmið sitt með því að heyra hljóðið í öllum hinum formönnum stjórnarflokkanna væri að fá tilfinningu fyrir því hvað þeim fyndist um verkefnin framundan og kanna hvort menn væru reiðubúnir að fara í alvöru viðræður um skuldamálin. „Vegna þess að það er til til lítils að fara í langar og miklar viðræður ef það er engin samstaða um skuldamálin," sagði hann. Í Financial Times í dag er frétt þar sem haft er eftir heimildarmanni blaðsins, sem þekkir til kröfuhafa þrotabúa íslensku bankanna, að þeir séu til í samninga um kröfur sínar við íslensk stjórnvöld. Sigmundur Davíð segir að fréttin hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta er í samræmi við það sem við höfum talað um. Menn hlytu að vilja þetta og þetta hlyti að vera kröfuhöfum í hag,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þeir gera sér alveg grein fyrir því að þeir þurfa að gefa eftir, eins og við höfðum rætt í ksongingabaráttunni,“ segir hann.
Kosningar 2013 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira