Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Fram 27-24 Elvar Geir Magnússon á Ásvöllum skrifar 4. maí 2013 17:00 Tjörvi Þorgeirsson Mynd/Daníel Fram tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum í dag því Haukar unnu þriggja marka sigur 27-24 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. Fram er 2-1 yfir og fjórði leikur þeirra fer fram í Safmýrinni á mánudagskvöldið. Það þarf að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Fram byrjaði leikinn vel en síðan hrundi spilamennska liðsins. Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 6-7 í 13-7. Haukar voru síðan 18-12 yfir í hálfleik. Markvarslan var lítil hjá Haukum en nánast engin frá Fram enda gerði Einar Jónsson þjálfari liðsins tíð markmannsskipti. Haukar voru 21-15 yfir þegar 19 mínútur voru eftir en Framarar komu til baka, náðu flottum kafla, og náðu að jafna metin í 23-23. Skyndilega var Íslandsmeistarabikarinn handan við hornið. Haukar gáfu þá aftur í og tryggðu sér sigurinn. Hornamennirnir Gylfi Gylfason og Freyr Brynjarsson skoruðu saman þrettán mörk fyrir Hauka í þessum leik, Gylfi sjö og Freyr sex. Tjörvi Þorgeirsson skoraði einnig sex mörk. Róbert Aron Hostert var markahæstur hjá Fram með sex mörk.Gylfi Gylfason: Blóðið á tönnunum enn til staðar"Þessi leikur var í rauninni ekkert mjög frábrugðinn hinum tveimur. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik þar sem vörn og sókn gekk upp. Markvarslan kom og við náðum smá forskot. Svo duttum við niður í seinni hálfleik. Það var algjör óþarfi en þetta reddaðist í lokin," sagði hornamaðurinn Gylfi Gylfason. Hornamennirnir voru að finna sig vel, sérstaklega þá í fyrri hálfleik. "Þetta gekk ágætlega og við vorum að skora úr hraðaupphlaupum. Við vorum að ná að opna þá út á kantana. Það er bara jákvætt ef þetta dreifist á fleiri leikmenn." Gátuð þið eitthvað nýtt dómaraumræðuna í undirbúningnum til að peppa ykkur í þennan leik: "Jájá, það var bara eins og það var. Það er búið og ekkert hægt að breyta því hvernig leikur tvö fór. Eina sem við getum gert er að vinna úrslitaleikina sem eiga eftir að koma. Við vorum alveg með blóð á tönnunum fyrir þennan sigur og það er enn til staðar."Einar Jónsson:Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og viðurkennir Einar Jónsson þjálfari Fram að mikil orka hafi farið í það að vinna þann mun upp. "Fyrir utan blábyrjunina vorum við ekkert sérstakir allan fyrri hálfleik. Þetta hrundi aðeins hjá okkur og það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp. Við vorum grátlega nálægt því og hefðum getað stolið þessu en því miður tókst það ekki," sagði Einar. "Við vorum með meðbyr í seinni hálfleiknum en svo skoraði Gylfi þarna af endalínu og það var hrikalegt mark fyrir Hauka. Þetta er svona ef og hefði hvað hefði gerst eftir það. Maður hélt í vonina en Haukar spiluðu betur en við í dag og áttu skilið að vinna leikinn." "Nú er bara næsti leikur og við þurfum að einbeita okkur að honum. Það þýðir lítið að velta sér upp úr því hver staðan er. Sá leikur stendur einn og sér og við þurfum að ná fram virkilega góðri frammistöðu í þeim leik. Ef við náum því hef ég trú á því að við getum unnið. Við þurfum að spila betur og stefnum á því." Hafði öll þessi dómaraumræða áhrif á undirbúning Fram. "Þessi umræða hafði allavega ekki nein áhrif á mig. Það væri asnalegt að reyna að skella skuldinni á það. Við verðum að einbeita okkur að okkar leik." Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Fram tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum í dag því Haukar unnu þriggja marka sigur 27-24 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. Fram er 2-1 yfir og fjórði leikur þeirra fer fram í Safmýrinni á mánudagskvöldið. Það þarf að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Fram byrjaði leikinn vel en síðan hrundi spilamennska liðsins. Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 6-7 í 13-7. Haukar voru síðan 18-12 yfir í hálfleik. Markvarslan var lítil hjá Haukum en nánast engin frá Fram enda gerði Einar Jónsson þjálfari liðsins tíð markmannsskipti. Haukar voru 21-15 yfir þegar 19 mínútur voru eftir en Framarar komu til baka, náðu flottum kafla, og náðu að jafna metin í 23-23. Skyndilega var Íslandsmeistarabikarinn handan við hornið. Haukar gáfu þá aftur í og tryggðu sér sigurinn. Hornamennirnir Gylfi Gylfason og Freyr Brynjarsson skoruðu saman þrettán mörk fyrir Hauka í þessum leik, Gylfi sjö og Freyr sex. Tjörvi Þorgeirsson skoraði einnig sex mörk. Róbert Aron Hostert var markahæstur hjá Fram með sex mörk.Gylfi Gylfason: Blóðið á tönnunum enn til staðar"Þessi leikur var í rauninni ekkert mjög frábrugðinn hinum tveimur. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik þar sem vörn og sókn gekk upp. Markvarslan kom og við náðum smá forskot. Svo duttum við niður í seinni hálfleik. Það var algjör óþarfi en þetta reddaðist í lokin," sagði hornamaðurinn Gylfi Gylfason. Hornamennirnir voru að finna sig vel, sérstaklega þá í fyrri hálfleik. "Þetta gekk ágætlega og við vorum að skora úr hraðaupphlaupum. Við vorum að ná að opna þá út á kantana. Það er bara jákvætt ef þetta dreifist á fleiri leikmenn." Gátuð þið eitthvað nýtt dómaraumræðuna í undirbúningnum til að peppa ykkur í þennan leik: "Jájá, það var bara eins og það var. Það er búið og ekkert hægt að breyta því hvernig leikur tvö fór. Eina sem við getum gert er að vinna úrslitaleikina sem eiga eftir að koma. Við vorum alveg með blóð á tönnunum fyrir þennan sigur og það er enn til staðar."Einar Jónsson:Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og viðurkennir Einar Jónsson þjálfari Fram að mikil orka hafi farið í það að vinna þann mun upp. "Fyrir utan blábyrjunina vorum við ekkert sérstakir allan fyrri hálfleik. Þetta hrundi aðeins hjá okkur og það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp. Við vorum grátlega nálægt því og hefðum getað stolið þessu en því miður tókst það ekki," sagði Einar. "Við vorum með meðbyr í seinni hálfleiknum en svo skoraði Gylfi þarna af endalínu og það var hrikalegt mark fyrir Hauka. Þetta er svona ef og hefði hvað hefði gerst eftir það. Maður hélt í vonina en Haukar spiluðu betur en við í dag og áttu skilið að vinna leikinn." "Nú er bara næsti leikur og við þurfum að einbeita okkur að honum. Það þýðir lítið að velta sér upp úr því hver staðan er. Sá leikur stendur einn og sér og við þurfum að ná fram virkilega góðri frammistöðu í þeim leik. Ef við náum því hef ég trú á því að við getum unnið. Við þurfum að spila betur og stefnum á því." Hafði öll þessi dómaraumræða áhrif á undirbúning Fram. "Þessi umræða hafði allavega ekki nein áhrif á mig. Það væri asnalegt að reyna að skella skuldinni á það. Við verðum að einbeita okkur að okkar leik."
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira