Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2013 13:29 Ingvar Guðjónsson. Mynd/Óskar Andri Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. „Ég fór að labba í morgun með hundana mína og þá hringir Gaupi (Guðjójn Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport) og segir mér þessar fréttir. Ég var í Noregi í gær og kom heim í gærkvöldi. Ég hafði ekki hugmynd um þetta og er búinn að vera í símanum síðan til að reyna svara spurningunni: Af hverju vissi ég þetta ekki," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, þegar Vísir leitaði viðbragða við því af hverju dómari dæmdi hjá Fram aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann fékk gullmerki félagsins. „Ég vil ekki kalla það tabú en það er eins og engum hafi dottið það í huga að láta hvorki mig eða menn í dómaranefndinni vita að þessi staða væri uppi. Ég er virkilega vonsvikinn gagnvart öllum sem vissu af þessu að hafa ekki sagt okkur frá þessu fyrir leik. Þá hefðum við væntanlega brugðist við á þann hátt að skipta um par. Ég er jafn svekktur og hreyfingin öll hlýtur að vera því þetta er alveg skelfilegt," sagði Guðjón. „Ég bara næ því ekki að þeim hafi ekki dottið í hug að láta mig vita, fyrir það fyrsta að þetta stæði til og í öðru lagi að hann hafi tekið á móti merkinu þennan morgun. Það er bara forkastanlegt," sagði Guðjón en bætti svo við: „Ég vil að það komi alveg skýrt fram að það er enginn að saka hann um það að hann hafi ætlað að vera óheiðarlegur eða að hann hafi verið það. Aftur á móti er þetta einfaldlega staða sem á ekki að koma upp. Þarna er verið að búa til aðstæður sem menn þurfa ekki að vera í. Menn hringja í mig af minna tilefni þegar er einhver vafamál um hvort þeir geti dæmt leiki," sagði Guðjón. „Í þessi tilefni finnst mér að dómararnir, hreyfingin eða Fram hefði átt að láta okkur vita að þetta hafi komið upp. Ég er í eftirliti á kvennaleiknum sem fór fram í Framhúsinu á undan þessum leik og það er enginn að segja mér frá þessu þá," segir Guðjón. „Þetta er búið og gert og það verður bara að læra af þessu. Þetta er mál sem hefði aldrei átt að koma upp. Ég og þeir sem ég hef náð í dómaranefnd erum mjög óhressir með þetta," sagði Guðjón.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. „Ég fór að labba í morgun með hundana mína og þá hringir Gaupi (Guðjójn Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport) og segir mér þessar fréttir. Ég var í Noregi í gær og kom heim í gærkvöldi. Ég hafði ekki hugmynd um þetta og er búinn að vera í símanum síðan til að reyna svara spurningunni: Af hverju vissi ég þetta ekki," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, þegar Vísir leitaði viðbragða við því af hverju dómari dæmdi hjá Fram aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann fékk gullmerki félagsins. „Ég vil ekki kalla það tabú en það er eins og engum hafi dottið það í huga að láta hvorki mig eða menn í dómaranefndinni vita að þessi staða væri uppi. Ég er virkilega vonsvikinn gagnvart öllum sem vissu af þessu að hafa ekki sagt okkur frá þessu fyrir leik. Þá hefðum við væntanlega brugðist við á þann hátt að skipta um par. Ég er jafn svekktur og hreyfingin öll hlýtur að vera því þetta er alveg skelfilegt," sagði Guðjón. „Ég bara næ því ekki að þeim hafi ekki dottið í hug að láta mig vita, fyrir það fyrsta að þetta stæði til og í öðru lagi að hann hafi tekið á móti merkinu þennan morgun. Það er bara forkastanlegt," sagði Guðjón en bætti svo við: „Ég vil að það komi alveg skýrt fram að það er enginn að saka hann um það að hann hafi ætlað að vera óheiðarlegur eða að hann hafi verið það. Aftur á móti er þetta einfaldlega staða sem á ekki að koma upp. Þarna er verið að búa til aðstæður sem menn þurfa ekki að vera í. Menn hringja í mig af minna tilefni þegar er einhver vafamál um hvort þeir geti dæmt leiki," sagði Guðjón. „Í þessi tilefni finnst mér að dómararnir, hreyfingin eða Fram hefði átt að láta okkur vita að þetta hafi komið upp. Ég er í eftirliti á kvennaleiknum sem fór fram í Framhúsinu á undan þessum leik og það er enginn að segja mér frá þessu þá," segir Guðjón. „Þetta er búið og gert og það verður bara að læra af þessu. Þetta er mál sem hefði aldrei átt að koma upp. Ég og þeir sem ég hef náð í dómaranefnd erum mjög óhressir með þetta," sagði Guðjón.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita