Framsóknarmenn jákvæðari á Facebook Helga Arnardóttir skrifar 26. apríl 2013 18:50 Fólk er duglegra að deila neikvæðum fréttum um stjórnmálaflokkana á Facebook en jákvæðum. Oftast er fréttum um Sjálfstæðisflokkinn deilt á samfélagsmiðlinum en Framsóknarmenn deila frekar jákvæðari fréttum. Helga Arnardóttir veit meira um þetta mál. Samfélagsmiðillinn facebook hefur spilað veigamikið hlutverk í kosningabaráttunni síðustu vikur. Fjölmiðlavaktin hefur gert úttekt á fréttum sem fluttar hafa verið um framboðin í aðdraganda kosninganna frá 1.mars síðastliðnum til 23.apríl. Tengingar netfrétta við facebook er talning á hversu oft fréttum um framboðin er deilt, líkað við eða skrifaðar athugasemd við. Fréttir um Sjálfstæðisflokkinn eru með langflestar tengingar við facebook eða rúmlega 110.500 Samfylkingin kemur þar næst á eftir með tæplega 108.000 tengingar. Vinstri grænir eru með rúmlega 94.500 tengingar en Framsóknarflokkur tæplega 93.000. Björt framtíð er svo með tæplega 37.000 tengingar og Píratar rúmlega 31.500. Smærri framboðin eru svo með enn færri tengingar á facebook. Píratar hins vegar eru greinilega mjög duglegir á facebook og eru með langflestar tengingar per frétt eða rúmlega 250 talsins. Magnús Heimisson almannatengill hjá Fjölmiðlavaktinni segir líka talsverðan mun á því hversu mikið jákvæðum eða neikvæðum fréttum um framboðin er deilt á facebook. „Það er helmingi meiri dreifing á neikvæðum fréttum um framboðin heldur en jákvæðum,“ segir Magnús. „Það er reyndar ein undantekning, við sjáum að Framsóknarflokknum gengur aðeins betur að koma jákvæðum fréttum á framfæri þar sem dreifing á þeim er meiri heldur en hjá öllum öðrum framboðum. Hún er í kringum þrjátíu prósent meiri sem vekur auðvitað spurningar um mikilvægi samfélagsmiðla í dag og hvort allir flokkarnir séu að sinna þessum málum vel,“ bætir hann við. Hann telur stjórnmálaflokkanna ef til vill vanmeta þann mátt sem samfélagsmiðlarnir hafa í kosningunum. „Og ekki síður fyrir nýja kjósendur eða markhóp sem kannski les ekki blöðin, hlustar minna á fréttir og les eingöngu netfréttir, sem sagt yngri markhópurinn,“ segir Magnús að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Fólk er duglegra að deila neikvæðum fréttum um stjórnmálaflokkana á Facebook en jákvæðum. Oftast er fréttum um Sjálfstæðisflokkinn deilt á samfélagsmiðlinum en Framsóknarmenn deila frekar jákvæðari fréttum. Helga Arnardóttir veit meira um þetta mál. Samfélagsmiðillinn facebook hefur spilað veigamikið hlutverk í kosningabaráttunni síðustu vikur. Fjölmiðlavaktin hefur gert úttekt á fréttum sem fluttar hafa verið um framboðin í aðdraganda kosninganna frá 1.mars síðastliðnum til 23.apríl. Tengingar netfrétta við facebook er talning á hversu oft fréttum um framboðin er deilt, líkað við eða skrifaðar athugasemd við. Fréttir um Sjálfstæðisflokkinn eru með langflestar tengingar við facebook eða rúmlega 110.500 Samfylkingin kemur þar næst á eftir með tæplega 108.000 tengingar. Vinstri grænir eru með rúmlega 94.500 tengingar en Framsóknarflokkur tæplega 93.000. Björt framtíð er svo með tæplega 37.000 tengingar og Píratar rúmlega 31.500. Smærri framboðin eru svo með enn færri tengingar á facebook. Píratar hins vegar eru greinilega mjög duglegir á facebook og eru með langflestar tengingar per frétt eða rúmlega 250 talsins. Magnús Heimisson almannatengill hjá Fjölmiðlavaktinni segir líka talsverðan mun á því hversu mikið jákvæðum eða neikvæðum fréttum um framboðin er deilt á facebook. „Það er helmingi meiri dreifing á neikvæðum fréttum um framboðin heldur en jákvæðum,“ segir Magnús. „Það er reyndar ein undantekning, við sjáum að Framsóknarflokknum gengur aðeins betur að koma jákvæðum fréttum á framfæri þar sem dreifing á þeim er meiri heldur en hjá öllum öðrum framboðum. Hún er í kringum þrjátíu prósent meiri sem vekur auðvitað spurningar um mikilvægi samfélagsmiðla í dag og hvort allir flokkarnir séu að sinna þessum málum vel,“ bætir hann við. Hann telur stjórnmálaflokkanna ef til vill vanmeta þann mátt sem samfélagsmiðlarnir hafa í kosningunum. „Og ekki síður fyrir nýja kjósendur eða markhóp sem kannski les ekki blöðin, hlustar minna á fréttir og les eingöngu netfréttir, sem sagt yngri markhópurinn,“ segir Magnús að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira