Montoya rétt missti af sigrinum Birgir Þór Harðarson skrifar 29. apríl 2013 22:15 Montoya ekur fyrir Chevrolet í NASCAR. Fyrrum Formúlu 1-ökuþórinn, Juan-Pablo Montoya, sem keppir nú í NASCAR í Bandaríkjunum rétt missti af sigri í mótaröðinni í gær. Montoya var samt ánægður með að ná að klára mótið. „Er ég ánægður? Jahá!“ Sagði Montoya eftir kappaksturinn í Richmond-brautinni í Virginíuríki. Hann var fremstur þegar aðeins tíu hringir voru eftir en þurfti að láta forystuna af hendi þegar Brian Vickers klessti bílinn sinn og öryggisbíllinn var kallaður út. Montoya var þá þvingaður til að skipta um dekk og endurræsti kappaksturinn í sjötta sæti. Hann endaði þó fjórði. „Ég meina, hvar höfum við endað betur en þetta? Í síðustu keppnum höfum við lent í bilaðri eldsneytisdælu, gírkassa, lausum dekkjum, sprungnum dekkjum... Svo að klára mótið? Vá!“ Montoya segist hafa velt því fyrir sér að halda áfram á slitnum dekkjum en þorði það ekki og valdi frekar örugg stig. Kevin Harvick vann mótið 1,5 sekúndum á undan Montoya. Hann heldur að hann hafi ekki getað náð Montoya án öryggisbílsins. „Ég held ekki. Ég var að tapa gripi út úr beygjunum. Ég hefði örugglega ekki náð Montoya.“ Montoya ók fyrir Williams og McLaren í Formúlu 1 og vann sjö sinnum í þessum 95 kappökstrum sem hann tók þátt í. Hann sagði svo skilið við Formúlu 1 á miðju tímabilinu 2006 þegar hann tilkynnti að hann væri að fara til Bandaríkjanna að keppa í NASCAR. McLaren-liðið leysti hann undan samningnum um leið enda hafði hann ekkert ráðfært sig við liðið. Formúla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Fyrrum Formúlu 1-ökuþórinn, Juan-Pablo Montoya, sem keppir nú í NASCAR í Bandaríkjunum rétt missti af sigri í mótaröðinni í gær. Montoya var samt ánægður með að ná að klára mótið. „Er ég ánægður? Jahá!“ Sagði Montoya eftir kappaksturinn í Richmond-brautinni í Virginíuríki. Hann var fremstur þegar aðeins tíu hringir voru eftir en þurfti að láta forystuna af hendi þegar Brian Vickers klessti bílinn sinn og öryggisbíllinn var kallaður út. Montoya var þá þvingaður til að skipta um dekk og endurræsti kappaksturinn í sjötta sæti. Hann endaði þó fjórði. „Ég meina, hvar höfum við endað betur en þetta? Í síðustu keppnum höfum við lent í bilaðri eldsneytisdælu, gírkassa, lausum dekkjum, sprungnum dekkjum... Svo að klára mótið? Vá!“ Montoya segist hafa velt því fyrir sér að halda áfram á slitnum dekkjum en þorði það ekki og valdi frekar örugg stig. Kevin Harvick vann mótið 1,5 sekúndum á undan Montoya. Hann heldur að hann hafi ekki getað náð Montoya án öryggisbílsins. „Ég held ekki. Ég var að tapa gripi út úr beygjunum. Ég hefði örugglega ekki náð Montoya.“ Montoya ók fyrir Williams og McLaren í Formúlu 1 og vann sjö sinnum í þessum 95 kappökstrum sem hann tók þátt í. Hann sagði svo skilið við Formúlu 1 á miðju tímabilinu 2006 þegar hann tilkynnti að hann væri að fara til Bandaríkjanna að keppa í NASCAR. McLaren-liðið leysti hann undan samningnum um leið enda hafði hann ekkert ráðfært sig við liðið.
Formúla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira