Fábregas og Sánchez sáu um Mallorca Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2013 19:30 Mynd/Nordic Photos/Getty Barcelona var ekki í neinum vandræðum með Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en liðið rústaði leiknum 5-0 sem fór fram á Neu Camp í Barcelona. Fyrsta mark leiksins kom eftir tuttugu mínútna leik þegar Fábregas kom boltanum í netið eftir laglegan undirbúning frá Alexis Sánchez. Tveim mínútum síðar skoraði Sánchez annað mark heimamanna og þá var það Fábregas sem átti stoðsendinguna. Fábregas skoraði síðan sitt annað mark í leiknum, átta mínútum fyrir lok hálfleiksins og aftur var það Alexis Sánchez sem átti stoðsendinguna hjá samherja sinn. Aðeins einni mínútu síðar skoraði síðan Sánchez fjórða mark Barca í leiknum og enginn annar en Cesc Fábregas átti frábæra stoðsendingu á Sánchez í aðdraganda marksins. Staðan var 4-0 í hálfleik og þessir tveir leikmenn Barcelona voru á þeim tíma í raun búnir að klára leikinn á fyrstu 45 mínútunum. Heimamenn skoruðu fimmta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiksins og fullkomnaði þá Cesc Fábregas þrennu sína eftir laglegan undirbúning frá Andreas Iniesta. Seint í leiknum var Eric Abidal skipt inná af varamannabekk Barcelona en þetta var í fyrsta skipti sem leikmaðurinn stígur fæti inná knattspyrnuvöll eftir að hann hafði greinst með krabbamein í lifur. Eftir erfiða og stranga meðferð er þessi franski leikmaður aftur komin í gang. Abidal hafði ekki leikið knattspyrnu í 402 daga fram að leiknum í kvöld. Leiknum lauk síðan með öruggum sigri Barcelona sem er í efsta sæti deildarinnar 75 stig en Mallorca er aftur á móti í neðsta sæti deildarinnar með 24 stig og á litla sem enga möguleika á því að halda sæti sínu í deildinni.Staðan í spænsku úrvalsdeildinni. Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Barcelona var ekki í neinum vandræðum með Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en liðið rústaði leiknum 5-0 sem fór fram á Neu Camp í Barcelona. Fyrsta mark leiksins kom eftir tuttugu mínútna leik þegar Fábregas kom boltanum í netið eftir laglegan undirbúning frá Alexis Sánchez. Tveim mínútum síðar skoraði Sánchez annað mark heimamanna og þá var það Fábregas sem átti stoðsendinguna. Fábregas skoraði síðan sitt annað mark í leiknum, átta mínútum fyrir lok hálfleiksins og aftur var það Alexis Sánchez sem átti stoðsendinguna hjá samherja sinn. Aðeins einni mínútu síðar skoraði síðan Sánchez fjórða mark Barca í leiknum og enginn annar en Cesc Fábregas átti frábæra stoðsendingu á Sánchez í aðdraganda marksins. Staðan var 4-0 í hálfleik og þessir tveir leikmenn Barcelona voru á þeim tíma í raun búnir að klára leikinn á fyrstu 45 mínútunum. Heimamenn skoruðu fimmta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiksins og fullkomnaði þá Cesc Fábregas þrennu sína eftir laglegan undirbúning frá Andreas Iniesta. Seint í leiknum var Eric Abidal skipt inná af varamannabekk Barcelona en þetta var í fyrsta skipti sem leikmaðurinn stígur fæti inná knattspyrnuvöll eftir að hann hafði greinst með krabbamein í lifur. Eftir erfiða og stranga meðferð er þessi franski leikmaður aftur komin í gang. Abidal hafði ekki leikið knattspyrnu í 402 daga fram að leiknum í kvöld. Leiknum lauk síðan með öruggum sigri Barcelona sem er í efsta sæti deildarinnar 75 stig en Mallorca er aftur á móti í neðsta sæti deildarinnar með 24 stig og á litla sem enga möguleika á því að halda sæti sínu í deildinni.Staðan í spænsku úrvalsdeildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira